Heldur því fram að James Harden sé betri skorari en Jordan var Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 14:30 Michael Jordan og James Harden. Vísir/Getty Framkvæmdastjóri Houston Rockets er svo ánægður með stjörnuleikmann sinn James Harden að hann er farinn að tala um að hann sé betri en sjálfur Michael Jordan. Maðurinn heitir Daryl Morey og er þekktur fyrir að nýta sér tölur og tölfræði við að byggja upp sitt körfuboltalið. Hann stíll hefur verið kallaður „Moreyball" sem vísun í Moneyball í hafnarboltanum. Það er einmitt tölfræðin sem fær Daryl Morey til að halda því fram að James Harden sé betri en Michael Jordan.Rockets GM Daryl Morey insists James Harden is a better scorer than Michael Jordan: "It's just factual" https://t.co/4J0iiawNPJ — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 16, 2019„Það eru bara staðreyndir að James Harden er betri skorari en Michael Jordan var,“ sagði Daryl Morey við Matthew Haag í spjalli í hlaðvarpsþættinum Selfmade with Nadeshot. „Þú lætur James Harden fá boltann vitandi það hvað það er gefa liðinu mörg stig sem er þannig sem á að meta sóknarleik. Ef við skoðum framleiðslu á stigum þá er James Harden langefstur í NBA-sögunni,“ sagði Morey. „Hann var líka númer eitt hjá Oklahoma City Thunder en þá var hann að koma inn á bekknum og menn tóku ekki eins vel eftir þessu,“ sagði Morey en Harden spilaði með Kevin Durant hjá OKC. „Það er alveg hægt að hlusta á móttökin sem eru að ef þú settir Michael Jordan inn í lið í deildinni í dag þá myndi hann gera meira James Harden. Það er mögulegt en ef við erum bara að skoða það sem leikmenn hafa gert inn á vellinum þegar kemur að því að skora í NBA sögunni þá er James Harden bestur. Ég veit að ég reiti fólk til reiði með þessu en þetta er bara staðreynd,“ sagði Morey. James Harden skoraði 36,1 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en var með 30,4 stig í leik tímabilið á undan þegar hann var kosinn bestur. Michael Jordan náði einu sinni að skora fleiri stig í leik á tímabili en hann var með 37,1 stig í leik leiktíðina 1986-87. Þá var Jordan með 40 mínútur spilaðar í leik og 27,8 skot reynd í leik en á síðasta tímabili var Harden með 24,5 skot að meðaltali á 36,8 mínútum. Harden hitti mun betur úr þriggja stiga skotum (37% á móti 18%) og var líka með mun fleiri stoðsendingar á tveimur bestu tímabilum þessara kappa (7,5 á móti 4,6). NBA Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Framkvæmdastjóri Houston Rockets er svo ánægður með stjörnuleikmann sinn James Harden að hann er farinn að tala um að hann sé betri en sjálfur Michael Jordan. Maðurinn heitir Daryl Morey og er þekktur fyrir að nýta sér tölur og tölfræði við að byggja upp sitt körfuboltalið. Hann stíll hefur verið kallaður „Moreyball" sem vísun í Moneyball í hafnarboltanum. Það er einmitt tölfræðin sem fær Daryl Morey til að halda því fram að James Harden sé betri en Michael Jordan.Rockets GM Daryl Morey insists James Harden is a better scorer than Michael Jordan: "It's just factual" https://t.co/4J0iiawNPJ — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 16, 2019„Það eru bara staðreyndir að James Harden er betri skorari en Michael Jordan var,“ sagði Daryl Morey við Matthew Haag í spjalli í hlaðvarpsþættinum Selfmade with Nadeshot. „Þú lætur James Harden fá boltann vitandi það hvað það er gefa liðinu mörg stig sem er þannig sem á að meta sóknarleik. Ef við skoðum framleiðslu á stigum þá er James Harden langefstur í NBA-sögunni,“ sagði Morey. „Hann var líka númer eitt hjá Oklahoma City Thunder en þá var hann að koma inn á bekknum og menn tóku ekki eins vel eftir þessu,“ sagði Morey en Harden spilaði með Kevin Durant hjá OKC. „Það er alveg hægt að hlusta á móttökin sem eru að ef þú settir Michael Jordan inn í lið í deildinni í dag þá myndi hann gera meira James Harden. Það er mögulegt en ef við erum bara að skoða það sem leikmenn hafa gert inn á vellinum þegar kemur að því að skora í NBA sögunni þá er James Harden bestur. Ég veit að ég reiti fólk til reiði með þessu en þetta er bara staðreynd,“ sagði Morey. James Harden skoraði 36,1 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en var með 30,4 stig í leik tímabilið á undan þegar hann var kosinn bestur. Michael Jordan náði einu sinni að skora fleiri stig í leik á tímabili en hann var með 37,1 stig í leik leiktíðina 1986-87. Þá var Jordan með 40 mínútur spilaðar í leik og 27,8 skot reynd í leik en á síðasta tímabili var Harden með 24,5 skot að meðaltali á 36,8 mínútum. Harden hitti mun betur úr þriggja stiga skotum (37% á móti 18%) og var líka með mun fleiri stoðsendingar á tveimur bestu tímabilum þessara kappa (7,5 á móti 4,6).
NBA Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira