Foreldrar bálreiðir á hitafundi í Fossvogsskóla Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 23:18 Rannsókn á húsnæði Fossvogsskóla leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál og ráðist var í framkvæmdir í kjölfarið. Vísir/vilhelm Foreldrar barna í Fossvogsskóla eru afar óánægðir með vinnubrögð Reykjavíkurborgar vegna myglunnar sem kom upp í skólanum fyrr á þessu ári. Mikillar reiði gætti í foreldrahópnum á fundi í Fossvogsskóla í kvöld, einkum vegna ákvörðunar um að farga ekki bókum og húsgögnum úr skólanum heldur taka aftur í notkun. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu eftir að móðir nemanda í 1. bekk kallaði eftir úttekt. Barn hennar hafði þá glímt við veikindi eftir að hafa byrjað í skólanum. Rannsókn leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál og ráðist var í framkvæmdir í kjölfarið. Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið í tæka tíð áður en skólastarf hefst í næstu viku. Sá hluti skólans sem kallaður er Vesturland er þannig ekki tilbúinn en í pósti fráfarandi skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur, segir að verklok séu áætluð í lok nóvember. Skólastarf mun því fara fram í um 2/3-hluta skólans fyrst um sinn. Ætla ekki að senda börn sín aftur í skólann Foreldrar sem Vísir hefur rætt við og voru á fundinum í kvöld segja mikla vankanta á upplýsingaflæði frá borginni. Fátt hafi verið um svör á fundinum, þar sem foreldrar hafi jafnframt fyrst fengið að vita af því að enn væru rakaskemmdir í austurhlið skólans. Þeim upplýsingum hafi verið óskað eftir á fundi í Bústaðakirkju í byrjun júní og ítrekað kallað eftir þeim síðan. Þá beindist reiði foreldra á fundinum í kvöld einkum að því að munir úr skólanum, þ.e. stólar og bækur, hefði ekki verið fargað heldur fluttir aftur inn í bygginguna eftir hreinsun. Foreldrarnir fullyrða að forsvarsmenn Reykjavíkurborgar og skólans hafi lofað því að það yrði ekki gert en myglugró geta fest sig í yfirborði pappírs og í svampi, líkt og finna má í sessum stólanna. Foreldrarnir sátu sjálfir á umræddum stólum á fundinum í kvöld og voru margir sýnilega óánægðir með ráðahaginn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sagði í viðtali við Mbl í mars að farið væri eftir leiðsögn sérfræðinga við frágang á hlutum úr skólanum. Hann benti þá á að ekki væri ráðlegt að taka bólstruð sæti og svamp með úr rýmum þar sem mygla hefur verið í, án hreinsunar eða útskiptingar. Um bækurnar sagði hann að þeim yrði annað hvort hent eða kannað hvort hægt yrði að hreinsa þær. Bókasafnið var við útvegg þar sem varð mikill leki. Þá herma heimildir Vísis að einhverjir foreldrar hafi ákveðið að senda börn sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins. Vísa þeir einkum til þess að komið hafi verið með bækurnar og stólana aftur inn í skólann, auk þess sem framkvæmdir við skólann hafi dregist þetta lengi. Þá hafi fulltrúar Reykjavíkurborgar ekki svarað nógu vel fyrir stöðu mála. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Hefja skólastarfið þótt ein álma sé enn lokuð Þrátt fyrir að vesturálma Fossvogsskóla sé ekki enn tilbúin til notkunar eftir endurbætur vegna mygluskemmda á að koma öllum nemendum fyrir í húsnæði skólans þegar kennsla hefst í næstu viku. 15. ágúst 2019 06:00 Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Foreldrar barna í Fossvogsskóla eru afar óánægðir með vinnubrögð Reykjavíkurborgar vegna myglunnar sem kom upp í skólanum fyrr á þessu ári. Mikillar reiði gætti í foreldrahópnum á fundi í Fossvogsskóla í kvöld, einkum vegna ákvörðunar um að farga ekki bókum og húsgögnum úr skólanum heldur taka aftur í notkun. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu eftir að móðir nemanda í 1. bekk kallaði eftir úttekt. Barn hennar hafði þá glímt við veikindi eftir að hafa byrjað í skólanum. Rannsókn leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál og ráðist var í framkvæmdir í kjölfarið. Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið í tæka tíð áður en skólastarf hefst í næstu viku. Sá hluti skólans sem kallaður er Vesturland er þannig ekki tilbúinn en í pósti fráfarandi skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur, segir að verklok séu áætluð í lok nóvember. Skólastarf mun því fara fram í um 2/3-hluta skólans fyrst um sinn. Ætla ekki að senda börn sín aftur í skólann Foreldrar sem Vísir hefur rætt við og voru á fundinum í kvöld segja mikla vankanta á upplýsingaflæði frá borginni. Fátt hafi verið um svör á fundinum, þar sem foreldrar hafi jafnframt fyrst fengið að vita af því að enn væru rakaskemmdir í austurhlið skólans. Þeim upplýsingum hafi verið óskað eftir á fundi í Bústaðakirkju í byrjun júní og ítrekað kallað eftir þeim síðan. Þá beindist reiði foreldra á fundinum í kvöld einkum að því að munir úr skólanum, þ.e. stólar og bækur, hefði ekki verið fargað heldur fluttir aftur inn í bygginguna eftir hreinsun. Foreldrarnir fullyrða að forsvarsmenn Reykjavíkurborgar og skólans hafi lofað því að það yrði ekki gert en myglugró geta fest sig í yfirborði pappírs og í svampi, líkt og finna má í sessum stólanna. Foreldrarnir sátu sjálfir á umræddum stólum á fundinum í kvöld og voru margir sýnilega óánægðir með ráðahaginn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sagði í viðtali við Mbl í mars að farið væri eftir leiðsögn sérfræðinga við frágang á hlutum úr skólanum. Hann benti þá á að ekki væri ráðlegt að taka bólstruð sæti og svamp með úr rýmum þar sem mygla hefur verið í, án hreinsunar eða útskiptingar. Um bækurnar sagði hann að þeim yrði annað hvort hent eða kannað hvort hægt yrði að hreinsa þær. Bókasafnið var við útvegg þar sem varð mikill leki. Þá herma heimildir Vísis að einhverjir foreldrar hafi ákveðið að senda börn sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins. Vísa þeir einkum til þess að komið hafi verið með bækurnar og stólana aftur inn í skólann, auk þess sem framkvæmdir við skólann hafi dregist þetta lengi. Þá hafi fulltrúar Reykjavíkurborgar ekki svarað nógu vel fyrir stöðu mála.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Hefja skólastarfið þótt ein álma sé enn lokuð Þrátt fyrir að vesturálma Fossvogsskóla sé ekki enn tilbúin til notkunar eftir endurbætur vegna mygluskemmda á að koma öllum nemendum fyrir í húsnæði skólans þegar kennsla hefst í næstu viku. 15. ágúst 2019 06:00 Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15
Hefja skólastarfið þótt ein álma sé enn lokuð Þrátt fyrir að vesturálma Fossvogsskóla sé ekki enn tilbúin til notkunar eftir endurbætur vegna mygluskemmda á að koma öllum nemendum fyrir í húsnæði skólans þegar kennsla hefst í næstu viku. 15. ágúst 2019 06:00
Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38