Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 00:42 Mike Pence er varaforseti Bandaríkjanna. AP/Mike Shulz Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 4. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins.Íslenska utanríkisráðuneytið hefur að undanförnu unnið að komu varaforsetans hingað til lands, líkt og kom framí kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.Þá gat Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, ekki staðfest að von væri á Pence en sagði að vonir stæðu til að heimsókn hans gæti orðið að veruleika, fyrr en síðar.Heimsókn Pence hingað til lands hefur nú verið staðfest af Hvíta húsinu og verður hún hluti af Evrópureisu varaforsetans, en hann mun einnig heimsækja Bretland og Írland.Á vef Hvíta hússins segir að í viðræðum sínum við íslenska ráðamenn muni hann leggja áherslu á mikilvægi Íslands þegar kemur að Norðurslóðamálum, leiðir til að stemma stigu við hernaðarumsvifum Rússa á svæðinu, sem og leiðir til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna.Þetta rímar ágætlega við orð Guðlaugs Þórs um að aðalumræðuefni í heimsókn varaforsetans yrði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Búast má við mótmælum vegna komu Pence hingað til lands enSamtökin 78' hafa sagt að þau muni ekki sitja þegjandiundir því komi Pence hingað til lands, vegna baráttu hans gegn hinsegin réttindum í Bandaríkjunum. Uppfært eftir að leiðrétting barst á upprunalegri fréttatilkynningu Hvíta hússins þar sem stóð að Pence kæmi til landsins þann 3. september. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 7. ágúst 2019 12:00 Ekki séns, Mike Pence Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2019 08:00 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 4. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins.Íslenska utanríkisráðuneytið hefur að undanförnu unnið að komu varaforsetans hingað til lands, líkt og kom framí kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.Þá gat Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, ekki staðfest að von væri á Pence en sagði að vonir stæðu til að heimsókn hans gæti orðið að veruleika, fyrr en síðar.Heimsókn Pence hingað til lands hefur nú verið staðfest af Hvíta húsinu og verður hún hluti af Evrópureisu varaforsetans, en hann mun einnig heimsækja Bretland og Írland.Á vef Hvíta hússins segir að í viðræðum sínum við íslenska ráðamenn muni hann leggja áherslu á mikilvægi Íslands þegar kemur að Norðurslóðamálum, leiðir til að stemma stigu við hernaðarumsvifum Rússa á svæðinu, sem og leiðir til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna.Þetta rímar ágætlega við orð Guðlaugs Þórs um að aðalumræðuefni í heimsókn varaforsetans yrði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Búast má við mótmælum vegna komu Pence hingað til lands enSamtökin 78' hafa sagt að þau muni ekki sitja þegjandiundir því komi Pence hingað til lands, vegna baráttu hans gegn hinsegin réttindum í Bandaríkjunum. Uppfært eftir að leiðrétting barst á upprunalegri fréttatilkynningu Hvíta hússins þar sem stóð að Pence kæmi til landsins þann 3. september.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 7. ágúst 2019 12:00 Ekki séns, Mike Pence Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2019 08:00 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 7. ágúst 2019 12:00
Ekki séns, Mike Pence Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2019 08:00
Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30