Íbúar í Skerjafirði ósáttir við að yngstu nemendur ferðist með strætó Sighvatur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 20:00 Fyrirhugaðar breytingar á skólaakstri við Melaskóla mælast illa fyrir hjá íbúum í Skerjafirði. Þeir óttast að öryggi barnanna verði minna en áður og vísa til þess að skólaakstur var tekinn upp eftir banaslys. Reykjavíkurborg hyggst spara sextán milljónir króna með því að hætta skólaakstri við þrjá af grunnskólum borgarinnar. Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögu um breytingar á skólaakstri og vísað henni til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni eiga nemendur sem búa lengra en einum og hálfum kílómetra frá skóla kost á ókeypis strætókortum. Hætt verður við akstur með skólarútum við þrjá skóla: Melaskóla, Hlíðaskóla og Kelduskóla. Markmiðið með breytingunum er sagt vera að auka jafnræði, að sömu reglur gildi fyrir alla nemendur. Einnig er þetta gert til að bæta aðgengi yngstu kynslóðarinnar að almenningssamgöngum.Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.„Víða var stofnað til þessa aksturs við aðrar aðstæður og forsendur. Umferðin hefur breyst og umferðaröryggi aukist mikið víða með aðgerðum sem borgin hefur gripið til varðandi gönguljós, undirgöng og annað slíkt. Við viljum að öll börnin í borginni búi við sambærilegar aðstæður þannig að fjármunir og annað slíkt í borginni nýtist sem allra best,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrum barna í Melaskóla gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við skólaráð Melaskóla á fundi á morgun. Í framhaldi verður farið yfir málið í ljósi umsagna. Þó liggur fyrir að skólaakstur verður áfram fyrir yngstu nemendurna við Hlíðaskóla og Melaskóla til áramóta.Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði.Vísir/baldurÍbúar horfa til banaslyss sem varð fyrir tæpum þrjátíu árum þegar stúlka á leið úr strætisvagni á Suðurgötu varð fyrir bíl. „Og þótt að strætóbílstjórinn sæi þetta var hann fastur í sínu boxi og lítið annað að gera en að leggjast á flautuna. Og því miður varð þetta dauðaslys,“ segir Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði. Fulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og Strætó hittast á fundi í næstu viku til að ræða hvort gera megi hugsanlegar breytingar á leiðakerfi Strætó samfara þessari nýju útfærslu á skólaakstri. „Skólabíll keyrir bara frá A til B. Hann er stopp þegar hann er komin við skólann, hann fer ekkert lengra og krakkarnir fara bara út. Strætó heldur bara áfram og það þarf einhver starfsmaður að vera ábyrgur fyrir því,“ segir Ásdís. „Ég sé ekki alveg hvernig þetta á að halda utan um það sem við höfum úr skólabílnum, sem sagt öryggi frá A til B.“ Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Strætó Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á skólaakstri við Melaskóla mælast illa fyrir hjá íbúum í Skerjafirði. Þeir óttast að öryggi barnanna verði minna en áður og vísa til þess að skólaakstur var tekinn upp eftir banaslys. Reykjavíkurborg hyggst spara sextán milljónir króna með því að hætta skólaakstri við þrjá af grunnskólum borgarinnar. Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögu um breytingar á skólaakstri og vísað henni til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni eiga nemendur sem búa lengra en einum og hálfum kílómetra frá skóla kost á ókeypis strætókortum. Hætt verður við akstur með skólarútum við þrjá skóla: Melaskóla, Hlíðaskóla og Kelduskóla. Markmiðið með breytingunum er sagt vera að auka jafnræði, að sömu reglur gildi fyrir alla nemendur. Einnig er þetta gert til að bæta aðgengi yngstu kynslóðarinnar að almenningssamgöngum.Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.„Víða var stofnað til þessa aksturs við aðrar aðstæður og forsendur. Umferðin hefur breyst og umferðaröryggi aukist mikið víða með aðgerðum sem borgin hefur gripið til varðandi gönguljós, undirgöng og annað slíkt. Við viljum að öll börnin í borginni búi við sambærilegar aðstæður þannig að fjármunir og annað slíkt í borginni nýtist sem allra best,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrum barna í Melaskóla gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við skólaráð Melaskóla á fundi á morgun. Í framhaldi verður farið yfir málið í ljósi umsagna. Þó liggur fyrir að skólaakstur verður áfram fyrir yngstu nemendurna við Hlíðaskóla og Melaskóla til áramóta.Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði.Vísir/baldurÍbúar horfa til banaslyss sem varð fyrir tæpum þrjátíu árum þegar stúlka á leið úr strætisvagni á Suðurgötu varð fyrir bíl. „Og þótt að strætóbílstjórinn sæi þetta var hann fastur í sínu boxi og lítið annað að gera en að leggjast á flautuna. Og því miður varð þetta dauðaslys,“ segir Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði. Fulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og Strætó hittast á fundi í næstu viku til að ræða hvort gera megi hugsanlegar breytingar á leiðakerfi Strætó samfara þessari nýju útfærslu á skólaakstri. „Skólabíll keyrir bara frá A til B. Hann er stopp þegar hann er komin við skólann, hann fer ekkert lengra og krakkarnir fara bara út. Strætó heldur bara áfram og það þarf einhver starfsmaður að vera ábyrgur fyrir því,“ segir Ásdís. „Ég sé ekki alveg hvernig þetta á að halda utan um það sem við höfum úr skólabílnum, sem sagt öryggi frá A til B.“
Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Strætó Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira