„Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 19:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Fréttablaðið/Anton Brink Verkalýðsfélögin gera kröfur sem hlaupa á hundruðum milljóna ár hvert vegna brotastarfsemi á vinnumarkaði samkvæmt nýrri skýrslu. Forseti Alþýðusambands Íslands segir skýrsluna staðfesta það sem lengi hafi verið haldið fram, að launaþjófnaður viðgangist á Íslandi. Skýrslan byggist bæði á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga. Fjögur aðildarfélög ASÍ gerðu hátt í átta hundruð launakröfur í fyrra sem samtals námu um 450 milljónum. Yfir helmingur allra krafna voru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en um 19% launafólks á Íslandi er af erlendum uppruna.Sjá einnig: Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki „Við sjáum auðvitað fyrst og fremst að um helmingur allra krafna sem voru gerðar hjá þessum félögum var vegna erlendra félagsmanna og við sjáum líka það að um helmingur krafna eru gerðar vegna fyrirtækja sem eru í ferðaþjónustu- eða veitinga- eða gistiþjónustu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Hæstu kröfurnar eru aftur á móti gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. „Við höfum séð að samhliða efnahagslegum uppgangi og uppgangi í ferðaþjónustu að þessum málum hefur fjölgað til stéttarfélaganna. Þannig að það er engin spurning að það hefur orðið ákveðin aukning á undanförnum árum,“ segir Róbert. Brotin eru misalvarleg en þau geta meðal annars falist í vangreiðslu á launum, álagsgreiðslum eða örum réttindabrotum. „Þessi skýrsla sýnir svo að ekki verður um villst það sem við höfum haldið fram, að launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd og það er mest í byggingageiranum og ferðaþjónustunn,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Drífa segir ýmislegt hægt að gera til að bregðast við, meðal annars sé mikilvægt að fylgja eftir yfirlýsingum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga í vor. „Og síðan er að herða viðurlög, það á ekki að geta borgað sig að svína á fólki í launum, það er kannski eitt af stóru málunum.“ Hún segir að svo virðist sem hér sé að teiknast upp ný stéttaskipting á Íslenskum vinnumarkaði. „Það eru annars vegar þeir sem eru viðkvæmir fyrir, það eru útlendingar, ungt fólk, fólk í lausbeisluðum ráðningarsamböndum og hins vegar þeir sem eru komnir fyrir vind með fasta vinnu, meðaltekjur eða fyrir ofan, og hvernig brotin lenda á viðkvæmustu hópunum.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Verkalýðsfélögin gera kröfur sem hlaupa á hundruðum milljóna ár hvert vegna brotastarfsemi á vinnumarkaði samkvæmt nýrri skýrslu. Forseti Alþýðusambands Íslands segir skýrsluna staðfesta það sem lengi hafi verið haldið fram, að launaþjófnaður viðgangist á Íslandi. Skýrslan byggist bæði á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga. Fjögur aðildarfélög ASÍ gerðu hátt í átta hundruð launakröfur í fyrra sem samtals námu um 450 milljónum. Yfir helmingur allra krafna voru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en um 19% launafólks á Íslandi er af erlendum uppruna.Sjá einnig: Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki „Við sjáum auðvitað fyrst og fremst að um helmingur allra krafna sem voru gerðar hjá þessum félögum var vegna erlendra félagsmanna og við sjáum líka það að um helmingur krafna eru gerðar vegna fyrirtækja sem eru í ferðaþjónustu- eða veitinga- eða gistiþjónustu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Hæstu kröfurnar eru aftur á móti gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. „Við höfum séð að samhliða efnahagslegum uppgangi og uppgangi í ferðaþjónustu að þessum málum hefur fjölgað til stéttarfélaganna. Þannig að það er engin spurning að það hefur orðið ákveðin aukning á undanförnum árum,“ segir Róbert. Brotin eru misalvarleg en þau geta meðal annars falist í vangreiðslu á launum, álagsgreiðslum eða örum réttindabrotum. „Þessi skýrsla sýnir svo að ekki verður um villst það sem við höfum haldið fram, að launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd og það er mest í byggingageiranum og ferðaþjónustunn,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Drífa segir ýmislegt hægt að gera til að bregðast við, meðal annars sé mikilvægt að fylgja eftir yfirlýsingum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga í vor. „Og síðan er að herða viðurlög, það á ekki að geta borgað sig að svína á fólki í launum, það er kannski eitt af stóru málunum.“ Hún segir að svo virðist sem hér sé að teiknast upp ný stéttaskipting á Íslenskum vinnumarkaði. „Það eru annars vegar þeir sem eru viðkvæmir fyrir, það eru útlendingar, ungt fólk, fólk í lausbeisluðum ráðningarsamböndum og hins vegar þeir sem eru komnir fyrir vind með fasta vinnu, meðaltekjur eða fyrir ofan, og hvernig brotin lenda á viðkvæmustu hópunum.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira