FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 16:48 Loftmynd af aðalhíbýlum Epsteins á Little Saint James. Skjáskot/Google Maps Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og kynferðisbrot gegn tugum stúlkna, framdi sjálfsvíg í klefa sínum um helgina. Rassía FBI er sögð gefa til kynna að andlát Epsteins muni ekki hamla rannsókn á meintum brotum hans. Bandaríska NBC-fréttastofan birti myndskeið af leitinni í dag. Þar sjást útsendarar alríkislögreglunnar ganga á land á eyjunni Little Saint James á Bandarísku Jómfrúareyjum. Sérstök sveit lögreglu á vegum saksóknara í New York, sem stofnuð var um mál Epsteins, leiðir leitina, að því er NBC hefur eftir tveimur háttsettum embættismönnum innan lögreglunnar.Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Ýmislegt hefur verið hvíslað um Little Saint James eftir að ásakanir á hendur Epstein litu dagsins ljós fyrr í sumar. Epstein keypti eyjuna á tíunda áratugnum og réðst strax í umfangsmiklar byggingarframkvæmdir.Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum.Vísir/APAP-fréttastofan hefur eftir íbúum á Saint Thomas, næstu eyju við Little Saint James og einni stærstu eyju Jómfrúareyja, að eyjan hafi verið sveipuð nokkuð óhugnanlegri dulúð síðan Epstein festi kaup á henni. Öryggisverðir hafi vaktað hana allan sólahringinn og þar hafi ítrekað sést til ungra kvenna. „Allir kölluðu hana „Barnaníðingaeyjuna“,“ sagði Kevin Goodrich, íbúi á Saint Thomas, í samtali við AP í júlí. „Hún er myrkrahornið okkar.“ Epstein er sagður hafa dvalið langdvölum á eyjunni og boðið þangað valdamiklum vinum sínum úr stjórnmálum og skemmtanabransanum. Á meðal þeirra sem heimsótti eyjuna í boði Epsteins var Andrés Bretaprins. Að minnsta kosti ein kona sem sakar Epstein um nauðgun segist hafa tekið þátt í orgíu á heimili Epsteins á eyjunni. Þá segist hún hafa séð Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta á eyjunni en kveðst þó ekki hafa séð hann stunda þar kynlíf. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir að hann hafi stigið fæti á eyjuna.Konur sem sakað hafa Epstein um kynferðisbrot gegn sér hafa lýst yfir áhyggjum af því að í ljósi andláts Epsteins muni hann aldrei þurfa að svara fyrir gjörðir sínar. Þá biðluðu þær til yfirvalda að láta andlátið ekki hafa áhrif á rannsókn málsins og hvöttu saksóknara til að sækja alla hlutaðeigandi til saka. William Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna fullvissaði hin meintu fórnarlömb um að það yrði gert, að því er fram kom í ræðu sem hann flutti í gær. Epstein fannst látinn í klefa sínum daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur honum og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Síðan á laugardag hafa borist fregnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga. Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og kynferðisbrot gegn tugum stúlkna, framdi sjálfsvíg í klefa sínum um helgina. Rassía FBI er sögð gefa til kynna að andlát Epsteins muni ekki hamla rannsókn á meintum brotum hans. Bandaríska NBC-fréttastofan birti myndskeið af leitinni í dag. Þar sjást útsendarar alríkislögreglunnar ganga á land á eyjunni Little Saint James á Bandarísku Jómfrúareyjum. Sérstök sveit lögreglu á vegum saksóknara í New York, sem stofnuð var um mál Epsteins, leiðir leitina, að því er NBC hefur eftir tveimur háttsettum embættismönnum innan lögreglunnar.Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Ýmislegt hefur verið hvíslað um Little Saint James eftir að ásakanir á hendur Epstein litu dagsins ljós fyrr í sumar. Epstein keypti eyjuna á tíunda áratugnum og réðst strax í umfangsmiklar byggingarframkvæmdir.Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum.Vísir/APAP-fréttastofan hefur eftir íbúum á Saint Thomas, næstu eyju við Little Saint James og einni stærstu eyju Jómfrúareyja, að eyjan hafi verið sveipuð nokkuð óhugnanlegri dulúð síðan Epstein festi kaup á henni. Öryggisverðir hafi vaktað hana allan sólahringinn og þar hafi ítrekað sést til ungra kvenna. „Allir kölluðu hana „Barnaníðingaeyjuna“,“ sagði Kevin Goodrich, íbúi á Saint Thomas, í samtali við AP í júlí. „Hún er myrkrahornið okkar.“ Epstein er sagður hafa dvalið langdvölum á eyjunni og boðið þangað valdamiklum vinum sínum úr stjórnmálum og skemmtanabransanum. Á meðal þeirra sem heimsótti eyjuna í boði Epsteins var Andrés Bretaprins. Að minnsta kosti ein kona sem sakar Epstein um nauðgun segist hafa tekið þátt í orgíu á heimili Epsteins á eyjunni. Þá segist hún hafa séð Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta á eyjunni en kveðst þó ekki hafa séð hann stunda þar kynlíf. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir að hann hafi stigið fæti á eyjuna.Konur sem sakað hafa Epstein um kynferðisbrot gegn sér hafa lýst yfir áhyggjum af því að í ljósi andláts Epsteins muni hann aldrei þurfa að svara fyrir gjörðir sínar. Þá biðluðu þær til yfirvalda að láta andlátið ekki hafa áhrif á rannsókn málsins og hvöttu saksóknara til að sækja alla hlutaðeigandi til saka. William Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna fullvissaði hin meintu fórnarlömb um að það yrði gert, að því er fram kom í ræðu sem hann flutti í gær. Epstein fannst látinn í klefa sínum daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur honum og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Síðan á laugardag hafa borist fregnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36