Hafði áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga grindhval Sighvatur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 14:30 Grindhvalir í Kolgrafarfirði árið 2018. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn reyndu að bjarga grindhval við erfiðar aðstæður í fjörunni við Ólafsvík í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á vettvang og tókst að bjarga öðrum hval af tveimur sem festust í fjörunni. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ segist hugsi yfir því hvort skynsamlegra sé að aflífa hval í stað þess að reyna tímafreka björgun. Um hundrað grindhvalir sáust skammt frá landi við Ólafsvík í gærkvöldi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sá þegar fjórir hvalir komu upp í fjöruna. Hann segir að strax hafi tekist að koma þremur hvölum út aftur. Kristinn hafði meiri áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga fjórða hvalnum. „Svo var þarna einn [hvalur] sem þeir voru með í hátt í klukkutíma í öldugangi sem hefur verið allt upp í þrjá metra í ísköldum sjónum. Ég hafði miklar áhyggjur af þeim, að þeir myndu forkælast við að gera þetta.“Voru þetta margir ferðamenn? „Ég sá sex sem voru í sjónum. Svo fylgdust fleiri með, líka heimamenn. En maður veltir oft fyrir sér hvað sé skynsamlegast að gera þegar staðan er orðin svona. Hvort það sé betra að aflífa dýrið strax í stað þess að láta það hveljast svona lengi í fjörunni, að reyna svona lengi að bjarga því. Ég varð svolítið hugsi eftir þetta,“ segir Kristinn. Björgunarsveitin Lífsbjörg var kölluð á vettvang. Helgi Már Bjarnason, formaður Lífsbjargar, segir að tveir hvalir hafi verið í fjörunni þegar 14 björgunarsveitarmenn komu á svæðið. Tekist hafi að losa annan hvalinn, hinn ekki. Kristinn bæjarstjóri keyrði um fjöruna aftur í morgun. „Það er eins og það hafi tekist að koma henni [hvalavöðunni] á haf út. Svo getur vel verið að hún birtist á Barðaströnd eða upp í fjöru, maður veit það ekki.“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að hvalrekinn hafi verið tilkynntur til Hafrannsóknastofnunar. Það er á ábyrgð landeigenda að fjarlægja hræið, það verði gert í framhaldi, en fjaran er í landi Snæfellsbæjar. Dýr Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Erlendir ferðamenn reyndu að bjarga grindhval við erfiðar aðstæður í fjörunni við Ólafsvík í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á vettvang og tókst að bjarga öðrum hval af tveimur sem festust í fjörunni. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ segist hugsi yfir því hvort skynsamlegra sé að aflífa hval í stað þess að reyna tímafreka björgun. Um hundrað grindhvalir sáust skammt frá landi við Ólafsvík í gærkvöldi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sá þegar fjórir hvalir komu upp í fjöruna. Hann segir að strax hafi tekist að koma þremur hvölum út aftur. Kristinn hafði meiri áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga fjórða hvalnum. „Svo var þarna einn [hvalur] sem þeir voru með í hátt í klukkutíma í öldugangi sem hefur verið allt upp í þrjá metra í ísköldum sjónum. Ég hafði miklar áhyggjur af þeim, að þeir myndu forkælast við að gera þetta.“Voru þetta margir ferðamenn? „Ég sá sex sem voru í sjónum. Svo fylgdust fleiri með, líka heimamenn. En maður veltir oft fyrir sér hvað sé skynsamlegast að gera þegar staðan er orðin svona. Hvort það sé betra að aflífa dýrið strax í stað þess að láta það hveljast svona lengi í fjörunni, að reyna svona lengi að bjarga því. Ég varð svolítið hugsi eftir þetta,“ segir Kristinn. Björgunarsveitin Lífsbjörg var kölluð á vettvang. Helgi Már Bjarnason, formaður Lífsbjargar, segir að tveir hvalir hafi verið í fjörunni þegar 14 björgunarsveitarmenn komu á svæðið. Tekist hafi að losa annan hvalinn, hinn ekki. Kristinn bæjarstjóri keyrði um fjöruna aftur í morgun. „Það er eins og það hafi tekist að koma henni [hvalavöðunni] á haf út. Svo getur vel verið að hún birtist á Barðaströnd eða upp í fjöru, maður veit það ekki.“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að hvalrekinn hafi verið tilkynntur til Hafrannsóknastofnunar. Það er á ábyrgð landeigenda að fjarlægja hræið, það verði gert í framhaldi, en fjaran er í landi Snæfellsbæjar.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira