Priyanka Chopra kölluð hræsnari af ráðstefnugesti Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2019 11:08 Chopra sat fyrir svörum á Beautycon-ráðstefnunni um helgina. Vísir/Getty Leikkonan Priyanka Chopra var á meðal gesta á Beautycon-ráðstefnunni sem fram fór í Los Angeles nú um helgina. Ráðstefnan tók þó óvænta stefnu þegar kom að því að opna fyrir spurningar úr sal og einn ráðstefnugestur beindi sjónum sínum að deilu Pakistan og Indlands. „Það var svolítið erfitt að hlusta á þig tala um manngæsku því sem nágranni þinn, Pakistani, þá veit ég að þú ert svolítill hræsnari,“ sagði Ayesha Malik sem var ein þeirra sem sótti ráðstefnuna. Hún benti á tíst sem Chopra birti á Twitter-aðgangi sínum í febrúar síðastliðnum þar sem hún skrifaði „Jai Hind“ sem má þýða sem „Sigur fyrir Indland“ og bætti við myllumerki um her landsins.Jai Hind #IndianArmedForces — PRIYANKA (@priyankachopra) February 26, 2019 „Þú ert friðarsendiherra fyrir UNICEF og þú ert að hvetja til kjarnorkustríðs gegn Pakistan. Það er enginn sigurvegari í þessu,“ sagði Malik sem sagði marga íbúa landsins hafa stutt Chopra á leiklistarferli sínum í Bollywood. Þegar Malik hafði klárað setninguna gripu starfsmenn hljóðnemann af henni. Chopra greip hljóðnema og sagðist getað svarað þegar Malik væri búin að „pústa“. Hún baðst afsökunar á því að hafa sært tilfinningar fólks sem hafi stutt við bakið á henni en hún elskaði þjóð sína og það þyrfti að feta milliveginn í þessum málum. „Ég á marga vini frá Pakistand og ég er frá Indlandi. Stríð er ekki eitthvað sem ég er hrifin af, en ég er föðurlandsvinur, svo mér þykir það leitt ef særði tilfinningar fólks sem elska mig og hafa elskað mig, en ég held að við getum öll fundið einhverskonar milliveg sem við verðum að feta, alveg eins og þú gerir örugglega sjálf,“ sagði Chopra í svari sínu. „Hvernig þú réðst að mér núna, stelpa, ekki öskra. Við erum öll hér fyrir ást. Ekki öskra. Ekki gera þig að fífli,“ sagði hún áður en hún þakkaði fyrir spurningu Malik.Priyanka Chopra gets an audience question calling her hypocritical — here’s her response. #beautyconpic.twitter.com/pS82qX1SQG — Lindsay Weinberg (@WeinbergLindsay) August 10, 2019 Malik hefur tjáð sig um málið á Twitter og gerði lítið úr svari Chopra. Hún sagði bæði Indland og Pakistan hafa verið í hættu á þeim tíma sem Chopra birti tístið og í stað þess að hvetja til friðar hafi hún hvatt til kjarnorkustríðs. Þá hafi svarið verið ófagmannlegt í ljósi starfa hennar í þágu mannréttindamála og hún hafi gert lítið úr sér.It took me back to when I couldn’t reach my family because of the blackouts and how scared/helpless I was. She gaslit me and turned the narrative around on me being the “bad guy” — as a UN ambassador this was so irresponsible. — Ayesha Malik (@Spishaa) August 11, 2019Priyanka Chopra tweeted during a time when we were this close to sending nukes to one another. Instead of advocating for peace she tweeted in support of the Indian army pic.twitter.com/LhbMkOW59v — Ayesha Malik (@Spishaa) August 11, 2019 Hollywood Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Leikkonan Priyanka Chopra var á meðal gesta á Beautycon-ráðstefnunni sem fram fór í Los Angeles nú um helgina. Ráðstefnan tók þó óvænta stefnu þegar kom að því að opna fyrir spurningar úr sal og einn ráðstefnugestur beindi sjónum sínum að deilu Pakistan og Indlands. „Það var svolítið erfitt að hlusta á þig tala um manngæsku því sem nágranni þinn, Pakistani, þá veit ég að þú ert svolítill hræsnari,“ sagði Ayesha Malik sem var ein þeirra sem sótti ráðstefnuna. Hún benti á tíst sem Chopra birti á Twitter-aðgangi sínum í febrúar síðastliðnum þar sem hún skrifaði „Jai Hind“ sem má þýða sem „Sigur fyrir Indland“ og bætti við myllumerki um her landsins.Jai Hind #IndianArmedForces — PRIYANKA (@priyankachopra) February 26, 2019 „Þú ert friðarsendiherra fyrir UNICEF og þú ert að hvetja til kjarnorkustríðs gegn Pakistan. Það er enginn sigurvegari í þessu,“ sagði Malik sem sagði marga íbúa landsins hafa stutt Chopra á leiklistarferli sínum í Bollywood. Þegar Malik hafði klárað setninguna gripu starfsmenn hljóðnemann af henni. Chopra greip hljóðnema og sagðist getað svarað þegar Malik væri búin að „pústa“. Hún baðst afsökunar á því að hafa sært tilfinningar fólks sem hafi stutt við bakið á henni en hún elskaði þjóð sína og það þyrfti að feta milliveginn í þessum málum. „Ég á marga vini frá Pakistand og ég er frá Indlandi. Stríð er ekki eitthvað sem ég er hrifin af, en ég er föðurlandsvinur, svo mér þykir það leitt ef særði tilfinningar fólks sem elska mig og hafa elskað mig, en ég held að við getum öll fundið einhverskonar milliveg sem við verðum að feta, alveg eins og þú gerir örugglega sjálf,“ sagði Chopra í svari sínu. „Hvernig þú réðst að mér núna, stelpa, ekki öskra. Við erum öll hér fyrir ást. Ekki öskra. Ekki gera þig að fífli,“ sagði hún áður en hún þakkaði fyrir spurningu Malik.Priyanka Chopra gets an audience question calling her hypocritical — here’s her response. #beautyconpic.twitter.com/pS82qX1SQG — Lindsay Weinberg (@WeinbergLindsay) August 10, 2019 Malik hefur tjáð sig um málið á Twitter og gerði lítið úr svari Chopra. Hún sagði bæði Indland og Pakistan hafa verið í hættu á þeim tíma sem Chopra birti tístið og í stað þess að hvetja til friðar hafi hún hvatt til kjarnorkustríðs. Þá hafi svarið verið ófagmannlegt í ljósi starfa hennar í þágu mannréttindamála og hún hafi gert lítið úr sér.It took me back to when I couldn’t reach my family because of the blackouts and how scared/helpless I was. She gaslit me and turned the narrative around on me being the “bad guy” — as a UN ambassador this was so irresponsible. — Ayesha Malik (@Spishaa) August 11, 2019Priyanka Chopra tweeted during a time when we were this close to sending nukes to one another. Instead of advocating for peace she tweeted in support of the Indian army pic.twitter.com/LhbMkOW59v — Ayesha Malik (@Spishaa) August 11, 2019
Hollywood Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40