Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2019 06:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Ráðherra ferðamála segir að vakin hafi verið athygli á möguleika á að setja upp séríslenskt bókunarkerfi til þess að losna undan hárri söluþóknun sem fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða erlendum bókunarsíðum fyrir bókanir ferðamanna í gegnum síðurnar. Til dæmis er áætlað að söluþóknanir bókunarrisans Booking.com vegna sölu gistingar á Íslandi nemi að minnsta kosti fimm milljörðum á ári miðað við 15 prósenta þóknun af heildarkostnaði gistingar. Þórdís segir þó að því fylgi talsverð áhætta að ætla að markaðssetja slíkt bókunarkerfi með tilætluðum árangri. „Það getur verið þungbært fyrir lítil fyrirtæki að treysta á utanaðkomandi síður til að sinna bókunum fyrir sig á sama tíma og það getur verið ein mikilvægasta aðferð þeirra til að koma þjónustu sinni á framfæri gagnvart ferðamönnum og ákveðnum mörkuðum. Þegar skoðaður er rekstur fyrirtækja í greininni má sjá að mörg þeirra eru að greiða hátt hlutfall til þessa,“ útskýrir Þórdís og segir eðlilegast að ef uppsetning á íslenskri bókunarþjónustu kæmi til frekari skoðunar ættu Samtök ferðaþjónustunnar að leiða þá vinnu, þ.e. greinin sjálf. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hugmyndum um stofnun slíks bókunarkerfis hafi verið velt upp í viðleitni til þess að minnka hversu háð íslensk fyrirtæki í greininni eru erlendum bókunarsíðum. Nauðsynlegt sé að leggjast í greiningu á því hvað stofnun slíks kerfis fæli í sér. „Ég held að þetta sé hægt. Hins vegar eru stóru bókunarsíðurnar eins og Booking.com með markaðsráðandi stöðu á heimsvísu. Það er verðugt umræðuefni að hve miklu leyti íslensk fyrirtæki í greininni væru til í að draga úr framboði á stóru síðunum og inn í svona kerfi. Ég held að þetta sé þess virði að skoða betur, en það er mörgum spurningum ósvarað.“Sjá einnig: Hótelstjórum stillt upp við vegg Ferðamálastofa sendi í júlí ábendingu til Samkeppniseftirlitsins um starfsemi Booking.com. Telur Ferðamálastofa álitamál hvort skilmálar fyrirtækisins standist samkeppnislög þar sem þeir feli mögulega í sér íþyngjandi skilyrði fyrir viðskiptavini þess og hindri þar með eðlilega samkeppni. Ferðamálastofa segir að margt bendi til þess að markaðshlutdeild Booking.com hafi náð yfir 50 prósentum á umræddum markaði og á þeirri forsendu sé líklegt að fyrirtækið teljist hafa markaðsráðandi stöðu hérlendis. Jóhannes segir samtal á milli Samtaka ferðaþjónustunnar og norrænna og evrópskra systursamtaka á hótel- og veitingamarkaði um ýmis atriði varðandi skilmála erlendu bókunarþjónustanna. „Sum þessara atriða hafa komið fyrir dómstóla en þau mál hafa ekki unnist. Okkar hlutverk er að tryggja hagsmuni fyrirtækjanna gagnvart þessari markaðsráðandi stöðu síðnanna. Þá er mikilvægt að vel sé fylgst með þeim reglum sem gilda innan EES og á Íslandi. Þetta eru miklir hagsmunir. Það og aðrar lausnir, eins og að búa til fleiri kanala þar sem hægt er að bóka til dæmis gistingu, þetta þarf allt að vinnast saman.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ráðherra ferðamála segir að vakin hafi verið athygli á möguleika á að setja upp séríslenskt bókunarkerfi til þess að losna undan hárri söluþóknun sem fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða erlendum bókunarsíðum fyrir bókanir ferðamanna í gegnum síðurnar. Til dæmis er áætlað að söluþóknanir bókunarrisans Booking.com vegna sölu gistingar á Íslandi nemi að minnsta kosti fimm milljörðum á ári miðað við 15 prósenta þóknun af heildarkostnaði gistingar. Þórdís segir þó að því fylgi talsverð áhætta að ætla að markaðssetja slíkt bókunarkerfi með tilætluðum árangri. „Það getur verið þungbært fyrir lítil fyrirtæki að treysta á utanaðkomandi síður til að sinna bókunum fyrir sig á sama tíma og það getur verið ein mikilvægasta aðferð þeirra til að koma þjónustu sinni á framfæri gagnvart ferðamönnum og ákveðnum mörkuðum. Þegar skoðaður er rekstur fyrirtækja í greininni má sjá að mörg þeirra eru að greiða hátt hlutfall til þessa,“ útskýrir Þórdís og segir eðlilegast að ef uppsetning á íslenskri bókunarþjónustu kæmi til frekari skoðunar ættu Samtök ferðaþjónustunnar að leiða þá vinnu, þ.e. greinin sjálf. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hugmyndum um stofnun slíks bókunarkerfis hafi verið velt upp í viðleitni til þess að minnka hversu háð íslensk fyrirtæki í greininni eru erlendum bókunarsíðum. Nauðsynlegt sé að leggjast í greiningu á því hvað stofnun slíks kerfis fæli í sér. „Ég held að þetta sé hægt. Hins vegar eru stóru bókunarsíðurnar eins og Booking.com með markaðsráðandi stöðu á heimsvísu. Það er verðugt umræðuefni að hve miklu leyti íslensk fyrirtæki í greininni væru til í að draga úr framboði á stóru síðunum og inn í svona kerfi. Ég held að þetta sé þess virði að skoða betur, en það er mörgum spurningum ósvarað.“Sjá einnig: Hótelstjórum stillt upp við vegg Ferðamálastofa sendi í júlí ábendingu til Samkeppniseftirlitsins um starfsemi Booking.com. Telur Ferðamálastofa álitamál hvort skilmálar fyrirtækisins standist samkeppnislög þar sem þeir feli mögulega í sér íþyngjandi skilyrði fyrir viðskiptavini þess og hindri þar með eðlilega samkeppni. Ferðamálastofa segir að margt bendi til þess að markaðshlutdeild Booking.com hafi náð yfir 50 prósentum á umræddum markaði og á þeirri forsendu sé líklegt að fyrirtækið teljist hafa markaðsráðandi stöðu hérlendis. Jóhannes segir samtal á milli Samtaka ferðaþjónustunnar og norrænna og evrópskra systursamtaka á hótel- og veitingamarkaði um ýmis atriði varðandi skilmála erlendu bókunarþjónustanna. „Sum þessara atriða hafa komið fyrir dómstóla en þau mál hafa ekki unnist. Okkar hlutverk er að tryggja hagsmuni fyrirtækjanna gagnvart þessari markaðsráðandi stöðu síðnanna. Þá er mikilvægt að vel sé fylgst með þeim reglum sem gilda innan EES og á Íslandi. Þetta eru miklir hagsmunir. Það og aðrar lausnir, eins og að búa til fleiri kanala þar sem hægt er að bóka til dæmis gistingu, þetta þarf allt að vinnast saman.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15