Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 23:36 Epstein fannst látinn í klefa sínum í gær. Vísir/AP Fangaverðir sem störfuðu á deild fangelsisins í New York þar sem auðkýfingnum Jeffrey Epstein var haldið unnu „gífurlega“ yfirvinnu vegna mikillar manneklu á deildinni morguninn sem hann fannst látinn. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.Sjá einnig: Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Í frétt AP segir að á deildinni hafi starfað tveir verðir þegar Epstein fannst látinn á laugardaginn. Annar þeirra var að vinna sína fimmtu yfirvinnuvakt í röð og hinn vann einnig fram yfir hefðbundinn vinnutíma. Þá virðist sem ýmislegt fleira hafi misfarist við varðhald Epsteins. Fyrr í dag greindi bandaríska dagblaðið New York Times frá því að samkvæmt reglum fangelsisins hefðu fangaverðir átt að líta eftir með Epstein á hálftíma fresti. Það hafi ekki verið gert nóttina áður en hann fannst látinn, að því er blaðið hafði eftir embættismanni hjá lögreglu á Manhattan. Þá höfðu fangelsismálayfirvöld auk þess flutt fangann sem deildi klefa með Epstein á brott. Epstein var þannig einn í klefa aðeins tveimur vikum eftir að hætt var að fylgjast með honum allan sólarhringinn vegna sjálfsvígshættu. Þetta er einnig sagt stríða gegn reglum fangelsisins. Talið er að rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á sjálfsvígi Epsteins muni einkum beinast að þessum ætluðu misbrestum við varðhaldið.Epstein var þekktur fyrir vinskap sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hér sést sá síðarnefndi benda honum á stúlkur í samkvæmi á tíunda áratugnum.skjáskot/YoutubeAndlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum. Epstein státaði jafnframt af afar valdamiklum vinum og kunningjum, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Albert Bretaprins. Andlát hans hefur vakið upp samsæriskenningar sem margar hafa komist á flug á samfélagsmiðlum. Samsæriskenningarnar eru margar byggðar á því að hinir valdamiklu kunningjar hans, sem kunni að hafa „notið góðs“ af glæpum hans, hafi viljað hann feigan. Sjálfur deildi Trump samsæriskenningu um andlát Epsteins á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið má sjá hér að neðan.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019 Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Sjá meira
Fangaverðir sem störfuðu á deild fangelsisins í New York þar sem auðkýfingnum Jeffrey Epstein var haldið unnu „gífurlega“ yfirvinnu vegna mikillar manneklu á deildinni morguninn sem hann fannst látinn. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.Sjá einnig: Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Í frétt AP segir að á deildinni hafi starfað tveir verðir þegar Epstein fannst látinn á laugardaginn. Annar þeirra var að vinna sína fimmtu yfirvinnuvakt í röð og hinn vann einnig fram yfir hefðbundinn vinnutíma. Þá virðist sem ýmislegt fleira hafi misfarist við varðhald Epsteins. Fyrr í dag greindi bandaríska dagblaðið New York Times frá því að samkvæmt reglum fangelsisins hefðu fangaverðir átt að líta eftir með Epstein á hálftíma fresti. Það hafi ekki verið gert nóttina áður en hann fannst látinn, að því er blaðið hafði eftir embættismanni hjá lögreglu á Manhattan. Þá höfðu fangelsismálayfirvöld auk þess flutt fangann sem deildi klefa með Epstein á brott. Epstein var þannig einn í klefa aðeins tveimur vikum eftir að hætt var að fylgjast með honum allan sólarhringinn vegna sjálfsvígshættu. Þetta er einnig sagt stríða gegn reglum fangelsisins. Talið er að rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á sjálfsvígi Epsteins muni einkum beinast að þessum ætluðu misbrestum við varðhaldið.Epstein var þekktur fyrir vinskap sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hér sést sá síðarnefndi benda honum á stúlkur í samkvæmi á tíunda áratugnum.skjáskot/YoutubeAndlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum. Epstein státaði jafnframt af afar valdamiklum vinum og kunningjum, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Albert Bretaprins. Andlát hans hefur vakið upp samsæriskenningar sem margar hafa komist á flug á samfélagsmiðlum. Samsæriskenningarnar eru margar byggðar á því að hinir valdamiklu kunningjar hans, sem kunni að hafa „notið góðs“ af glæpum hans, hafi viljað hann feigan. Sjálfur deildi Trump samsæriskenningu um andlát Epsteins á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið má sjá hér að neðan.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Sjá meira
FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54
Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08
Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15