Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 19:00 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn.Fjölmennt var á fundinum í dagÞað var fjölmennt á fundinum sem hófst klukkan ellefu í morgun og þó nokkrir sem þurftu að standa þar sem öll sæti voru upptekin. Fundurinn er sá fyrsti af fimmtán sem þingflokkurinn fer um landið í vikunni. Bjarni Benediktsson formaður flokksins sagði á fundinum að fá mál hefðu verið eins vel undirbúin fyrir þingið og þriðji orkupakkinn. Hann telur að málið hljóti samþykki þegar það verður tekið fyrir á Alþingi í ágúst. „Við teljum að málið sé fullrætt. Þess vegna er það komið út úr utanríkismálanefnd, þess vegna sögðum við í júní að við værum tilbúin til að ljúka málinu. Ég held að það sé mikill meirihluti fyrir því á þingi að ljúka málinu,“ segir Bjarni. Bjarni líkti málþófi Miðflokksins á Alþingi um málið í vor við atriði í Hringleikahúsi. „Því er stundum haldið fram að þingið sé nokkurs konar hringleikahús. Í þessu máli í þessu máli hafa sumir listamannanna í þessu atriði sýnt atriði allan hringinn í hringleikahúsinu,“ segir Bjarni. Á þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnumÁ þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnum þar sem flokksmenn geta skorað á Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að efna til atkvæðagreiðslu um 3 orkupakkann. Hún gangi vel. „Hún gengur mjög vel og miklu betur en við þorðum að vona,“ segir Jón Kári. Hann segir að undirskriftarsöfnunni ljúki eftir 10 til 15 daga. Jón Kári er sannfærður um að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur feli það í sér fyrstu skref í átt að afsali á orkuauðlindunum. „Ef þetta verður samþykkt þá felur það í sér fyrstu skref í átt að afsali af mörgum“ segir hann. Ekki skylda um samþykki sæstrengs Bjarni Benediktsson segir þetta rangt, þá feli samningurinn ekki heldur í sér skyldu um samþykkja sæstreng til Íslands. „Ég er sömuleiðis algjörlega ósammála því að samþykki feli í sér framsal á orkustefnu Íslendinga,“ segir Bjarni. Þá greinir einnig á um hvernig samstaðan í flokknum um málið er. „Það er mjög mikil óánægja víða og í þessu máli er flokkurinn klofinn,“ segir Jón Kári. „Ég myndi ekki segja að það væri mjög alvarlegt ástand vegna málsins innan flokksins. Ég verð ekki var við klofning,“ segir Bjarni. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn.Fjölmennt var á fundinum í dagÞað var fjölmennt á fundinum sem hófst klukkan ellefu í morgun og þó nokkrir sem þurftu að standa þar sem öll sæti voru upptekin. Fundurinn er sá fyrsti af fimmtán sem þingflokkurinn fer um landið í vikunni. Bjarni Benediktsson formaður flokksins sagði á fundinum að fá mál hefðu verið eins vel undirbúin fyrir þingið og þriðji orkupakkinn. Hann telur að málið hljóti samþykki þegar það verður tekið fyrir á Alþingi í ágúst. „Við teljum að málið sé fullrætt. Þess vegna er það komið út úr utanríkismálanefnd, þess vegna sögðum við í júní að við værum tilbúin til að ljúka málinu. Ég held að það sé mikill meirihluti fyrir því á þingi að ljúka málinu,“ segir Bjarni. Bjarni líkti málþófi Miðflokksins á Alþingi um málið í vor við atriði í Hringleikahúsi. „Því er stundum haldið fram að þingið sé nokkurs konar hringleikahús. Í þessu máli í þessu máli hafa sumir listamannanna í þessu atriði sýnt atriði allan hringinn í hringleikahúsinu,“ segir Bjarni. Á þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnumÁ þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnum þar sem flokksmenn geta skorað á Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að efna til atkvæðagreiðslu um 3 orkupakkann. Hún gangi vel. „Hún gengur mjög vel og miklu betur en við þorðum að vona,“ segir Jón Kári. Hann segir að undirskriftarsöfnunni ljúki eftir 10 til 15 daga. Jón Kári er sannfærður um að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur feli það í sér fyrstu skref í átt að afsali á orkuauðlindunum. „Ef þetta verður samþykkt þá felur það í sér fyrstu skref í átt að afsali af mörgum“ segir hann. Ekki skylda um samþykki sæstrengs Bjarni Benediktsson segir þetta rangt, þá feli samningurinn ekki heldur í sér skyldu um samþykkja sæstreng til Íslands. „Ég er sömuleiðis algjörlega ósammála því að samþykki feli í sér framsal á orkustefnu Íslendinga,“ segir Bjarni. Þá greinir einnig á um hvernig samstaðan í flokknum um málið er. „Það er mjög mikil óánægja víða og í þessu máli er flokkurinn klofinn,“ segir Jón Kári. „Ég myndi ekki segja að það væri mjög alvarlegt ástand vegna málsins innan flokksins. Ég verð ekki var við klofning,“ segir Bjarni.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira