Innlent

Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Vísir
Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag.  

„Maður hefði haldið að formaður Sjálfstæðisflokksins, sá ágæti maður, myndi boða eitthvað nýtt í orkupakkamálinu fyrst blásið var til opins fundar í Valhöll. Í staðinn flutti hann gömlu línuna um að orkupakkinn hafi þegar verið orðinn til þegar ég var í ríkisstjórn,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook-síðu sinni.

„Jú pakkinn hafði lengi verið til en samt innleiddum við hann ekki. Auk þess heyrði málið ekki undir mig, ekki frekar en fjármálaráðherra á þeim tíma (hver sem það nú var),“ skrifar Sigmundur.

„Málið heyrði hins vegar undir ráðherra Sjálfstæðisflokksins en ekki ætla ég að gagnrýna þann góða ráðherra enda innleiddi hann ekki orkupakkann,“ skrifar Sigmundur og vitnar þar í Ragnheiði Elínu Árnadóttur sem var ráðherra iðnaðar- og viðskipta á þeim tíma sem hann var forsætisráðherra.

„Á fundinum í Valhöll fylgdu svo endurteknar fullyrðingar um að málið feli ekki í sér framsal valds yfir orkumálum eða að það sé að minnsta kosti „afmarkað”.“

„Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp sjálfstæðisstefnuna í þessu máli og öðrum fullveldismálum,“ skrifar Sigmundir í niðurlag stöðuuppfærslunnar.


Tengdar fréttir

Fullt út úr dyrum í Val­höll

Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×