Segir innri endurskoðun um rekstur grunnskóla í Reykjavík áfellisdóm Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2019 20:30 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskóla borgarinnar vera áfellisdóm yfir skólamálum í Reykjavík. Formaður skóla- og frístundaráðs segist ósammála oddvitanum en tekur þó undir gagnrýni hans á framlög til viðhalds skólahúsnæðis. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um rekstur grunnskóla var lögð fyrir skóla- og frístundaráð í fyrradag. Skýrslan verður formlega lögð fyrir borgarráð í næstu viku en var þó rædd á fundi ráðsins í dag og sagði oddviti Sjálfstæðisflokksins skýrsluna áfellisdóm. „Skýrslan er ákveðinn áfellisdómur yfir hvernig staðið er að skólamálum. Það kemur fram að framlög til skólanna eru 7% lægri en landsmeðaltal,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Nei, ég er ekki sammála því þar sem við þurfum líka að halda því til haga að framlögin til grunnskólanna hafa hækkað myndarlega á undanförnum árum. Við erum að horfa á 46% hækkun, alveg helmings hækkun framlaganna frá 2013,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Í skýrslunni eru gerðar 24 ábendingar. Meginniðurstaðan er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og fjárveitingavalds borgarinnar um hvað sé nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar. Eyþór segir of mikill hluti fjármagns fara til rangra aðila. „Stjórnsýslan og miðlæga stjórnsýslan hefur vaxið gríðarlega og kostnaður í kerfinu hefur vaxið mikið en peningarnir eiga bara að skila sér til barnanna og það er okkar hlutverk í minnihlutanum að passa upp á það af því að hinir hafa gleymt því,“ sagði Eyþór. Viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum og því orðið mjög brýnt að taka til hendinni þar. „Það voru sex skólar sem ekki voru með húsnæðismálin sín í lagi á þessu ári,“ sagði Eyþór. „Það er alveg rétt að framlög til viðhalds voru of lítil og það er bara af því að borgarsjóður hafði ekki úr meiru fjármagni að spila. En skýrslan sýnir það líka að undanfarin tvö ár hefur þessi þáttur fengið meira vægi og framlögin hafa tvöfaldast,“ sagði Skúli. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskóla borgarinnar vera áfellisdóm yfir skólamálum í Reykjavík. Formaður skóla- og frístundaráðs segist ósammála oddvitanum en tekur þó undir gagnrýni hans á framlög til viðhalds skólahúsnæðis. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um rekstur grunnskóla var lögð fyrir skóla- og frístundaráð í fyrradag. Skýrslan verður formlega lögð fyrir borgarráð í næstu viku en var þó rædd á fundi ráðsins í dag og sagði oddviti Sjálfstæðisflokksins skýrsluna áfellisdóm. „Skýrslan er ákveðinn áfellisdómur yfir hvernig staðið er að skólamálum. Það kemur fram að framlög til skólanna eru 7% lægri en landsmeðaltal,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Nei, ég er ekki sammála því þar sem við þurfum líka að halda því til haga að framlögin til grunnskólanna hafa hækkað myndarlega á undanförnum árum. Við erum að horfa á 46% hækkun, alveg helmings hækkun framlaganna frá 2013,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Í skýrslunni eru gerðar 24 ábendingar. Meginniðurstaðan er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og fjárveitingavalds borgarinnar um hvað sé nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar. Eyþór segir of mikill hluti fjármagns fara til rangra aðila. „Stjórnsýslan og miðlæga stjórnsýslan hefur vaxið gríðarlega og kostnaður í kerfinu hefur vaxið mikið en peningarnir eiga bara að skila sér til barnanna og það er okkar hlutverk í minnihlutanum að passa upp á það af því að hinir hafa gleymt því,“ sagði Eyþór. Viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum og því orðið mjög brýnt að taka til hendinni þar. „Það voru sex skólar sem ekki voru með húsnæðismálin sín í lagi á þessu ári,“ sagði Eyþór. „Það er alveg rétt að framlög til viðhalds voru of lítil og það er bara af því að borgarsjóður hafði ekki úr meiru fjármagni að spila. En skýrslan sýnir það líka að undanfarin tvö ár hefur þessi þáttur fengið meira vægi og framlögin hafa tvöfaldast,“ sagði Skúli.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira