Samfylkingarkarlar hámuðu í sig mömmumatinn hjá Meistara Magga Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2019 13:42 Samfylkingakallar og þingmenn tóku sér hlé frá karpi um orkupakkann og hámuðu í sig mömmumatinn hjá Meistara Magga. visir/vilhelm Matreiðslumeistarinn Magnús Ingi Magnússon, sem jafnan er kallaður Meistari Maggi eftir að hann gerði garðinn frægan sem sjónvarpskokkur á ÍNN, fékk hóp þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar í heimsókn. Hann segir að þeir hafi verið alsælir með þann mömmumat sem hann er með á boðstólum á sínum nýja stað: Matarbarnum. Logi Einarsson birti mynd af hópnum og Magga í miðjunni á Facebook-síðu sinni. Þar getur að líta Loga, Magga og þá Ágúst Ólaf Ágústsson, Guðmund Andra Thorsson og Guðjón S. Brjánsson. Logi lætur fylgja með glettinn texta, „Þegar kettirnir bregða sér frá fá mýsnar sér smá. „Þar sem þingkonur Samfylkingarinnar voru fjarverandi í dag höfðum við kallarnir fullt frelsi um hvar og hvað við borðum!“Má af þessu helst skilja að það teljist forboðnir ávextir að lauma sér í eldhúsið til Magga en sennilega er það heillavænlegra en skunda á Klausturbar. Maggi segir þá, sem og aðra kunna vel að meta þann mömmu- eða heimilismat, sem hann er með á boðstólum. Og Samfylkingarkallar voru ekki matvandi að sögn Magga.Hámuðu í sig lambakjötið „Þeir töluðu við mig um leið og þeir vissu að ég var að opna og hafa verið lengi á leiðinni. „Það eru svo margir sem vilja fá svona mömmumat og heimilismat. Næsta miðvikudag verður saltkjöt sem ég salta sjálfur. En, þeir fengu sér það sem ég er með núna, lambakjöt í berníssósu, súrsætan kjúkling, og blandaða gratíneraða sjávarrétti í osti. Svo var ég með pólska kartöflumauksúpu og indverska karríkókossúpu.Magnús Ingi sá sitt óvænna, tók niður myndina af Trump og bað þjóðina afsökunar. En, Trump var nú samt kosinn. Þetta var heimalagað brauð með þessu og svo fengu þeir heimalagaða eplaköku og kaffi á eftir. Ég þurfti að gefa þeim sítrónusneið á eftir, þeir brostu svo mikið. Og ætluðu sér sannarlega að koma aftur.“ Hallur undir Trump og Miðflokkinn Orðaflaumurinn stendur uppúr kokknum, svo ánægður var hann með þessa heimsókn. En, það koma vöflur á hann þegar hann er spurður hvort þetta séu mennirnir sem hann hafi kosið? „Ég elska alla og sörvera alla.“ Meistari Maggi játar það, eftir að blaðamaður gengur á hann um hans pólitísku skoðanir að hann sé nú heldur hallur undir Trump og Miðflokkinn. Og hann hafi gaman að Boris, þessum þarna á Englandi. Meistari Maggi rifjar upp þegar hann setti upp mynd af Trump á sínum tíma á sínum stað og andskotinn varð laus. „Ég fékk svakalegar bylgjur á móti mér og þurfti að biðja þjóðina afsökunar. Samt var hann kosinn og verður kosinn aftur, það er enginn sem á roð í hann,“ segir Maggi og upplýsir að hann sé helst hrifinn af yfirlýsingaglöðum mönnum. Og ekki var rædd pólitík hjá Magga í dag. „Neinei, en ég sagði þeim að skemmtilegasti þingmaðurinn sem ég hef kynnst um dagana er Össur Skarphéðinsson, stórvinur minn. Hann kom oft til mín að borða, sem ráðherra og með lífverði, flottur karl og skemmtilegur.“ Alþingi Samfylkingin Veitingastaðir Tengdar fréttir Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Meistarakokkurinn Maggi opnar nýjan veitingastað við Laugaveg. 8. júlí 2019 11:52 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Matreiðslumeistarinn Magnús Ingi Magnússon, sem jafnan er kallaður Meistari Maggi eftir að hann gerði garðinn frægan sem sjónvarpskokkur á ÍNN, fékk hóp þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar í heimsókn. Hann segir að þeir hafi verið alsælir með þann mömmumat sem hann er með á boðstólum á sínum nýja stað: Matarbarnum. Logi Einarsson birti mynd af hópnum og Magga í miðjunni á Facebook-síðu sinni. Þar getur að líta Loga, Magga og þá Ágúst Ólaf Ágústsson, Guðmund Andra Thorsson og Guðjón S. Brjánsson. Logi lætur fylgja með glettinn texta, „Þegar kettirnir bregða sér frá fá mýsnar sér smá. „Þar sem þingkonur Samfylkingarinnar voru fjarverandi í dag höfðum við kallarnir fullt frelsi um hvar og hvað við borðum!“Má af þessu helst skilja að það teljist forboðnir ávextir að lauma sér í eldhúsið til Magga en sennilega er það heillavænlegra en skunda á Klausturbar. Maggi segir þá, sem og aðra kunna vel að meta þann mömmu- eða heimilismat, sem hann er með á boðstólum. Og Samfylkingarkallar voru ekki matvandi að sögn Magga.Hámuðu í sig lambakjötið „Þeir töluðu við mig um leið og þeir vissu að ég var að opna og hafa verið lengi á leiðinni. „Það eru svo margir sem vilja fá svona mömmumat og heimilismat. Næsta miðvikudag verður saltkjöt sem ég salta sjálfur. En, þeir fengu sér það sem ég er með núna, lambakjöt í berníssósu, súrsætan kjúkling, og blandaða gratíneraða sjávarrétti í osti. Svo var ég með pólska kartöflumauksúpu og indverska karríkókossúpu.Magnús Ingi sá sitt óvænna, tók niður myndina af Trump og bað þjóðina afsökunar. En, Trump var nú samt kosinn. Þetta var heimalagað brauð með þessu og svo fengu þeir heimalagaða eplaköku og kaffi á eftir. Ég þurfti að gefa þeim sítrónusneið á eftir, þeir brostu svo mikið. Og ætluðu sér sannarlega að koma aftur.“ Hallur undir Trump og Miðflokkinn Orðaflaumurinn stendur uppúr kokknum, svo ánægður var hann með þessa heimsókn. En, það koma vöflur á hann þegar hann er spurður hvort þetta séu mennirnir sem hann hafi kosið? „Ég elska alla og sörvera alla.“ Meistari Maggi játar það, eftir að blaðamaður gengur á hann um hans pólitísku skoðanir að hann sé nú heldur hallur undir Trump og Miðflokkinn. Og hann hafi gaman að Boris, þessum þarna á Englandi. Meistari Maggi rifjar upp þegar hann setti upp mynd af Trump á sínum tíma á sínum stað og andskotinn varð laus. „Ég fékk svakalegar bylgjur á móti mér og þurfti að biðja þjóðina afsökunar. Samt var hann kosinn og verður kosinn aftur, það er enginn sem á roð í hann,“ segir Maggi og upplýsir að hann sé helst hrifinn af yfirlýsingaglöðum mönnum. Og ekki var rædd pólitík hjá Magga í dag. „Neinei, en ég sagði þeim að skemmtilegasti þingmaðurinn sem ég hef kynnst um dagana er Össur Skarphéðinsson, stórvinur minn. Hann kom oft til mín að borða, sem ráðherra og með lífverði, flottur karl og skemmtilegur.“
Alþingi Samfylkingin Veitingastaðir Tengdar fréttir Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Meistarakokkurinn Maggi opnar nýjan veitingastað við Laugaveg. 8. júlí 2019 11:52 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Meistarakokkurinn Maggi opnar nýjan veitingastað við Laugaveg. 8. júlí 2019 11:52
Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning