Samfylkingarkarlar hámuðu í sig mömmumatinn hjá Meistara Magga Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2019 13:42 Samfylkingakallar og þingmenn tóku sér hlé frá karpi um orkupakkann og hámuðu í sig mömmumatinn hjá Meistara Magga. visir/vilhelm Matreiðslumeistarinn Magnús Ingi Magnússon, sem jafnan er kallaður Meistari Maggi eftir að hann gerði garðinn frægan sem sjónvarpskokkur á ÍNN, fékk hóp þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar í heimsókn. Hann segir að þeir hafi verið alsælir með þann mömmumat sem hann er með á boðstólum á sínum nýja stað: Matarbarnum. Logi Einarsson birti mynd af hópnum og Magga í miðjunni á Facebook-síðu sinni. Þar getur að líta Loga, Magga og þá Ágúst Ólaf Ágústsson, Guðmund Andra Thorsson og Guðjón S. Brjánsson. Logi lætur fylgja með glettinn texta, „Þegar kettirnir bregða sér frá fá mýsnar sér smá. „Þar sem þingkonur Samfylkingarinnar voru fjarverandi í dag höfðum við kallarnir fullt frelsi um hvar og hvað við borðum!“Má af þessu helst skilja að það teljist forboðnir ávextir að lauma sér í eldhúsið til Magga en sennilega er það heillavænlegra en skunda á Klausturbar. Maggi segir þá, sem og aðra kunna vel að meta þann mömmu- eða heimilismat, sem hann er með á boðstólum. Og Samfylkingarkallar voru ekki matvandi að sögn Magga.Hámuðu í sig lambakjötið „Þeir töluðu við mig um leið og þeir vissu að ég var að opna og hafa verið lengi á leiðinni. „Það eru svo margir sem vilja fá svona mömmumat og heimilismat. Næsta miðvikudag verður saltkjöt sem ég salta sjálfur. En, þeir fengu sér það sem ég er með núna, lambakjöt í berníssósu, súrsætan kjúkling, og blandaða gratíneraða sjávarrétti í osti. Svo var ég með pólska kartöflumauksúpu og indverska karríkókossúpu.Magnús Ingi sá sitt óvænna, tók niður myndina af Trump og bað þjóðina afsökunar. En, Trump var nú samt kosinn. Þetta var heimalagað brauð með þessu og svo fengu þeir heimalagaða eplaköku og kaffi á eftir. Ég þurfti að gefa þeim sítrónusneið á eftir, þeir brostu svo mikið. Og ætluðu sér sannarlega að koma aftur.“ Hallur undir Trump og Miðflokkinn Orðaflaumurinn stendur uppúr kokknum, svo ánægður var hann með þessa heimsókn. En, það koma vöflur á hann þegar hann er spurður hvort þetta séu mennirnir sem hann hafi kosið? „Ég elska alla og sörvera alla.“ Meistari Maggi játar það, eftir að blaðamaður gengur á hann um hans pólitísku skoðanir að hann sé nú heldur hallur undir Trump og Miðflokkinn. Og hann hafi gaman að Boris, þessum þarna á Englandi. Meistari Maggi rifjar upp þegar hann setti upp mynd af Trump á sínum tíma á sínum stað og andskotinn varð laus. „Ég fékk svakalegar bylgjur á móti mér og þurfti að biðja þjóðina afsökunar. Samt var hann kosinn og verður kosinn aftur, það er enginn sem á roð í hann,“ segir Maggi og upplýsir að hann sé helst hrifinn af yfirlýsingaglöðum mönnum. Og ekki var rædd pólitík hjá Magga í dag. „Neinei, en ég sagði þeim að skemmtilegasti þingmaðurinn sem ég hef kynnst um dagana er Össur Skarphéðinsson, stórvinur minn. Hann kom oft til mín að borða, sem ráðherra og með lífverði, flottur karl og skemmtilegur.“ Alþingi Samfylkingin Veitingastaðir Tengdar fréttir Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Meistarakokkurinn Maggi opnar nýjan veitingastað við Laugaveg. 8. júlí 2019 11:52 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Matreiðslumeistarinn Magnús Ingi Magnússon, sem jafnan er kallaður Meistari Maggi eftir að hann gerði garðinn frægan sem sjónvarpskokkur á ÍNN, fékk hóp þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar í heimsókn. Hann segir að þeir hafi verið alsælir með þann mömmumat sem hann er með á boðstólum á sínum nýja stað: Matarbarnum. Logi Einarsson birti mynd af hópnum og Magga í miðjunni á Facebook-síðu sinni. Þar getur að líta Loga, Magga og þá Ágúst Ólaf Ágústsson, Guðmund Andra Thorsson og Guðjón S. Brjánsson. Logi lætur fylgja með glettinn texta, „Þegar kettirnir bregða sér frá fá mýsnar sér smá. „Þar sem þingkonur Samfylkingarinnar voru fjarverandi í dag höfðum við kallarnir fullt frelsi um hvar og hvað við borðum!“Má af þessu helst skilja að það teljist forboðnir ávextir að lauma sér í eldhúsið til Magga en sennilega er það heillavænlegra en skunda á Klausturbar. Maggi segir þá, sem og aðra kunna vel að meta þann mömmu- eða heimilismat, sem hann er með á boðstólum. Og Samfylkingarkallar voru ekki matvandi að sögn Magga.Hámuðu í sig lambakjötið „Þeir töluðu við mig um leið og þeir vissu að ég var að opna og hafa verið lengi á leiðinni. „Það eru svo margir sem vilja fá svona mömmumat og heimilismat. Næsta miðvikudag verður saltkjöt sem ég salta sjálfur. En, þeir fengu sér það sem ég er með núna, lambakjöt í berníssósu, súrsætan kjúkling, og blandaða gratíneraða sjávarrétti í osti. Svo var ég með pólska kartöflumauksúpu og indverska karríkókossúpu.Magnús Ingi sá sitt óvænna, tók niður myndina af Trump og bað þjóðina afsökunar. En, Trump var nú samt kosinn. Þetta var heimalagað brauð með þessu og svo fengu þeir heimalagaða eplaköku og kaffi á eftir. Ég þurfti að gefa þeim sítrónusneið á eftir, þeir brostu svo mikið. Og ætluðu sér sannarlega að koma aftur.“ Hallur undir Trump og Miðflokkinn Orðaflaumurinn stendur uppúr kokknum, svo ánægður var hann með þessa heimsókn. En, það koma vöflur á hann þegar hann er spurður hvort þetta séu mennirnir sem hann hafi kosið? „Ég elska alla og sörvera alla.“ Meistari Maggi játar það, eftir að blaðamaður gengur á hann um hans pólitísku skoðanir að hann sé nú heldur hallur undir Trump og Miðflokkinn. Og hann hafi gaman að Boris, þessum þarna á Englandi. Meistari Maggi rifjar upp þegar hann setti upp mynd af Trump á sínum tíma á sínum stað og andskotinn varð laus. „Ég fékk svakalegar bylgjur á móti mér og þurfti að biðja þjóðina afsökunar. Samt var hann kosinn og verður kosinn aftur, það er enginn sem á roð í hann,“ segir Maggi og upplýsir að hann sé helst hrifinn af yfirlýsingaglöðum mönnum. Og ekki var rædd pólitík hjá Magga í dag. „Neinei, en ég sagði þeim að skemmtilegasti þingmaðurinn sem ég hef kynnst um dagana er Össur Skarphéðinsson, stórvinur minn. Hann kom oft til mín að borða, sem ráðherra og með lífverði, flottur karl og skemmtilegur.“
Alþingi Samfylkingin Veitingastaðir Tengdar fréttir Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Meistarakokkurinn Maggi opnar nýjan veitingastað við Laugaveg. 8. júlí 2019 11:52 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Meistarakokkurinn Maggi opnar nýjan veitingastað við Laugaveg. 8. júlí 2019 11:52
Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56