Leggja áherslu að framkvæmdum við Fjarðarheiðargöng verði flýtt Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2019 10:57 Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. aðsend Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur áherslu á að hönnun og framkvæmd Fjarðarheiðarganga verði flýtt. „Fjarðarheiðargöng eru lykillinn að eflingu atvinnulífs á austur- og norðurlandi auk þess sem tækifæri skapast til að flytja heitt og kalt vatn frá Héraði yfir á Seyðisfjörð,“ er haft eftir Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði, í tilkynningu frá nefndinni. Þar er rakin kynning samgönguráðherra á skýrslu starfshóps um jarðgangakosti á Egilsstöðum fyrr í mánuðinum. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið í landshlutanum öllum með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging myndi færa samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að Fjarðarheiðargöng séu á 2. og 3. tímabili samgönguáætlunar fyrir árin 2019 – 2033 og í framhaldsflokki. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur hins vegar áherslu á að fjármagn verði tryggt til fullnaðarhönnunar á árinu 2020, framkvæmdum verði flýtt og verði á 1. og 2. tímabili samgönguáætlunar. Framkvæmdatími við gerð gangnanna er áætlaður um sjö ár. „Mikilvægum áfanga var náð þegar Fjarðaheiðargöng voru sett í forgang en verkefninu er þó hvergi nærri lokið,“ er haft eftir Birni. „Það er gríðarlega mikilvægt að framkvæmdum verði flýtt enda eru tryggar samgöngur grunnur að því að vel takist til við sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi.“ Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi. Íbúakosningin er unnin í samræmi við stefnu Alþingis og ríkisstjórnar í byggða- og samgöngumálum um sameiningu sveitarfélaga. Markmiðið er að sameining sveitarfélaganna á Austurlandi leiði til aukins árangurs í byggða- og samgöngumálum, bættrar þjónustu og öflugri stjórnsýslu. Fyrirhugaðar samgöngubætur á Austurlandi eru því grunnur þess að framtíðarsýn samstarfsnefndar nái fram að ganga. Ef til sameiningar kemur verður Sveitarfélagið Austurland landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins með fjóra byggðakjarna og umfangsmikið dreifbýli. Íbúafjöldi verður um fimm þúsund. Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur áherslu á að hönnun og framkvæmd Fjarðarheiðarganga verði flýtt. „Fjarðarheiðargöng eru lykillinn að eflingu atvinnulífs á austur- og norðurlandi auk þess sem tækifæri skapast til að flytja heitt og kalt vatn frá Héraði yfir á Seyðisfjörð,“ er haft eftir Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði, í tilkynningu frá nefndinni. Þar er rakin kynning samgönguráðherra á skýrslu starfshóps um jarðgangakosti á Egilsstöðum fyrr í mánuðinum. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið í landshlutanum öllum með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging myndi færa samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að Fjarðarheiðargöng séu á 2. og 3. tímabili samgönguáætlunar fyrir árin 2019 – 2033 og í framhaldsflokki. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur hins vegar áherslu á að fjármagn verði tryggt til fullnaðarhönnunar á árinu 2020, framkvæmdum verði flýtt og verði á 1. og 2. tímabili samgönguáætlunar. Framkvæmdatími við gerð gangnanna er áætlaður um sjö ár. „Mikilvægum áfanga var náð þegar Fjarðaheiðargöng voru sett í forgang en verkefninu er þó hvergi nærri lokið,“ er haft eftir Birni. „Það er gríðarlega mikilvægt að framkvæmdum verði flýtt enda eru tryggar samgöngur grunnur að því að vel takist til við sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi.“ Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi. Íbúakosningin er unnin í samræmi við stefnu Alþingis og ríkisstjórnar í byggða- og samgöngumálum um sameiningu sveitarfélaga. Markmiðið er að sameining sveitarfélaganna á Austurlandi leiði til aukins árangurs í byggða- og samgöngumálum, bættrar þjónustu og öflugri stjórnsýslu. Fyrirhugaðar samgöngubætur á Austurlandi eru því grunnur þess að framtíðarsýn samstarfsnefndar nái fram að ganga. Ef til sameiningar kemur verður Sveitarfélagið Austurland landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins með fjóra byggðakjarna og umfangsmikið dreifbýli. Íbúafjöldi verður um fimm þúsund.
Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15