Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:00 Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Umræður um þunga umferð hafa verið áberandi í Facebook hópi Mosfellinga. Þar greina íbúar frá því að hafa margir hverjir orðið of seinir í vinnu vegna mikillar umferðar. Einn greinir frá því að hafa verið í 65 mínútur á leiðinni sem vanalega tekur hann 12 mínútur. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar er í bígerð 110 milljarða króna samkomulag á milli sveitarfélaga og ríkisins sem eigi að fara í samgöngumál. Hann segir margar hugmyndir á lofti svo sem að laga stofnvegi. „Og svo þurfum við líka kannski breyttan hugsunarhátt hjá okkur sjálfum. Það er mjög algengt að fólk hér ferðist eitt í bíl. Viljum við það? Er það umhverfisvænt og gott fyrir okkur til að leysa umferðarmálin, ég held ekki,“ sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Engin forgangsakrein er fyrir almenningssamgöngur á Vesturlandsvegi. Aðspurður hvort einhver hvati sé til að ferðast með strætó frá Mosfellsbæ segir hann það ekki þegar strætisvagninn situr í sömu umferð og einkabíllinn. „Og þess vegna þarf að bæta við forgangsrein á Vesturlandsveg ég held að það sé alveg ljóst. Sem geti þá líka þjónað þeim sem eru saman í bíl og stulað þá að því að fólk ferðist meira með carpooli,“ sagði Haraldur. Erlendis, til að mynda í Los Angeles hefur verið tekið upp svokölluð Carpool hvatning, en í því felst að sér forgangsakrein er til staðar fyrir þá sem eru fleiri en einn saman í bíl. Í aðferðinni felst hvatning til ökumanna að sameina í bíla, en ef ökumaður keyrir einn í bíl á forgangsakreininni bíður hans sekt. „Eins og að setja forgangsrein fyrir almenningssamgöngur og carpool er eitthvað sem þarf eki að bíða eftir, ég held að við setjum það strax í skoðun,“ sagði Haraldur. Mosfellsbær Samgöngur Tengdar fréttir Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Umræður um þunga umferð hafa verið áberandi í Facebook hópi Mosfellinga. Þar greina íbúar frá því að hafa margir hverjir orðið of seinir í vinnu vegna mikillar umferðar. Einn greinir frá því að hafa verið í 65 mínútur á leiðinni sem vanalega tekur hann 12 mínútur. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar er í bígerð 110 milljarða króna samkomulag á milli sveitarfélaga og ríkisins sem eigi að fara í samgöngumál. Hann segir margar hugmyndir á lofti svo sem að laga stofnvegi. „Og svo þurfum við líka kannski breyttan hugsunarhátt hjá okkur sjálfum. Það er mjög algengt að fólk hér ferðist eitt í bíl. Viljum við það? Er það umhverfisvænt og gott fyrir okkur til að leysa umferðarmálin, ég held ekki,“ sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Engin forgangsakrein er fyrir almenningssamgöngur á Vesturlandsvegi. Aðspurður hvort einhver hvati sé til að ferðast með strætó frá Mosfellsbæ segir hann það ekki þegar strætisvagninn situr í sömu umferð og einkabíllinn. „Og þess vegna þarf að bæta við forgangsrein á Vesturlandsveg ég held að það sé alveg ljóst. Sem geti þá líka þjónað þeim sem eru saman í bíl og stulað þá að því að fólk ferðist meira með carpooli,“ sagði Haraldur. Erlendis, til að mynda í Los Angeles hefur verið tekið upp svokölluð Carpool hvatning, en í því felst að sér forgangsakrein er til staðar fyrir þá sem eru fleiri en einn saman í bíl. Í aðferðinni felst hvatning til ökumanna að sameina í bíla, en ef ökumaður keyrir einn í bíl á forgangsakreininni bíður hans sekt. „Eins og að setja forgangsrein fyrir almenningssamgöngur og carpool er eitthvað sem þarf eki að bíða eftir, ég held að við setjum það strax í skoðun,“ sagði Haraldur.
Mosfellsbær Samgöngur Tengdar fréttir Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55