Nýr loftslagshópur boðar róttækar aðgerðir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2019 13:00 Hópurinn mun hittast vikulega og ræða loftslagsmálin. Fréttablaðið/GVA Nýstofnaður loftslagshópur mun hittast vikulega til að leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. Talskona hópsins vill sjá sterkari framtíðarsýn stjórnvalda en hún segir forgangsröðun þeirra oft á tíðum ranga. Loftslagshópur á vegum Landverndar mun funda á hverjum þriðjudegi með það að markmiði að hvetja stjórnvöld til róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir. Hópurinn byrjaði með umræðum á Facebook. „Og það var bara undiralda í samfélaginu og kominn tími til að kalla saman fólk og vera þrýstiafl til að knýja fram róttækar aðgerðir, hvort sem það eru stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklingar. Við erum fyrst og fremst að skoða hvaða aðgerðir er hægt að fara í því við erum með allar upplýsingar. Vísindin eru komin og við vitum í hvað stefnir og nú er það að skoða hvað stjórnvöld og fyrirtæki geta gert,“ sagði Eva H. Baldursdóttir, talskona loftslagshópsins. Hópurinn mun meðal annars leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. „Og svo ætlum við að reyna að hrista aðeins upp í þessu og fara í einhverjar aðgerðir,“ sagði Eva. Hún segir enn óljóst hversu róttækum aðgerðum hópurinn muni beita en að hennar sögn sýni sagan að árangursríkast er þegar fólk kemur saman og krefst breytinga. Þá segir hún forgangsröðun stjórnvalda oft ranga. Sem dæmi tekur hún uppbygginguna við Keflavíkurflugvöll. „Ef við ætlum að fara í fimmtíu prósent uppbyggingu á Leifstöð, hvað þýðir það eru þá ekki bara fleiri flugvélar að fara að koma sem knúnar eru áfram á jarðefnaeldsneyti. Er það stefnan okkar,“ sagði Eva. Hún myndi vilja sjá stjórnvöld banna jarðefnaeldsneyti. „Þar er mesta losun gróðurhúsalofttegunda og þetta er bara spurning um pólitíska ákvörðun,“ sagði Eva. Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt. 28. ágúst 2019 08:54 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Nýstofnaður loftslagshópur mun hittast vikulega til að leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. Talskona hópsins vill sjá sterkari framtíðarsýn stjórnvalda en hún segir forgangsröðun þeirra oft á tíðum ranga. Loftslagshópur á vegum Landverndar mun funda á hverjum þriðjudegi með það að markmiði að hvetja stjórnvöld til róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir. Hópurinn byrjaði með umræðum á Facebook. „Og það var bara undiralda í samfélaginu og kominn tími til að kalla saman fólk og vera þrýstiafl til að knýja fram róttækar aðgerðir, hvort sem það eru stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklingar. Við erum fyrst og fremst að skoða hvaða aðgerðir er hægt að fara í því við erum með allar upplýsingar. Vísindin eru komin og við vitum í hvað stefnir og nú er það að skoða hvað stjórnvöld og fyrirtæki geta gert,“ sagði Eva H. Baldursdóttir, talskona loftslagshópsins. Hópurinn mun meðal annars leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. „Og svo ætlum við að reyna að hrista aðeins upp í þessu og fara í einhverjar aðgerðir,“ sagði Eva. Hún segir enn óljóst hversu róttækum aðgerðum hópurinn muni beita en að hennar sögn sýni sagan að árangursríkast er þegar fólk kemur saman og krefst breytinga. Þá segir hún forgangsröðun stjórnvalda oft ranga. Sem dæmi tekur hún uppbygginguna við Keflavíkurflugvöll. „Ef við ætlum að fara í fimmtíu prósent uppbyggingu á Leifstöð, hvað þýðir það eru þá ekki bara fleiri flugvélar að fara að koma sem knúnar eru áfram á jarðefnaeldsneyti. Er það stefnan okkar,“ sagði Eva. Hún myndi vilja sjá stjórnvöld banna jarðefnaeldsneyti. „Þar er mesta losun gróðurhúsalofttegunda og þetta er bara spurning um pólitíska ákvörðun,“ sagði Eva.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt. 28. ágúst 2019 08:54 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt. 28. ágúst 2019 08:54