Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. ágúst 2019 06:00 Barnaverndarstofa Fréttablaðið/Pjetur Frá því að ellefu ára dóttir Birnu Markúsdóttur greindist með ADHD fyrir fimm árum hefur hún beðið eftir að kerfið veiti stúlkunni þá þjónustu sem hún þarfnast nauðsynlega. „Hún þarf mikla þjónustu og sum hegðunin kemur ekki fram í skólanum. Við upplifðum og upplifum það sterklega að ekki hafi verið hlustað á okkur fyrr en við hittum sérfræðing í tengslameðferð á BUGL,“ segir Birna sem fann strax að greiningin væri ekki tekin nógu alvarlega til að dóttir hennar fengi viðeigandi aðstoð innan skólans og félagsmálakerfisins. Mál stúlkunnar hefur verið inni á borði hjá Reykjavíkurborg þegar fjölskyldan bjó þar, síðar hjá Hafnarfjarðarbæ, Þroska- og hegðunarstöð og nú hjá BUGL. „Kerfið er bæði tyrfið og hægfara. Við erum sífellt send á milli staða, förum á marga fundi og látin bíða þótt við séum algjörlega komin í þrot,“ segir Birna sem að lokum greip til þess örþrifaráðs að tilkynna fjölskylduna sjálf til barnaverndar.Birna Markúsdóttir„Til að fá aðstoð fyrir dóttur okkar og taka okkur fjölskylduna til meðferðar áður en allt myndi springa.“ Hún bætir við að sex mánuðum eftir að málið barst fjölskyldu- og skólaþjónustu Hafnarfjarðar hafi starfsmaður þar sent skriflega tilkynningu til barnaverndar. Birna segir þetta hafa verið gert með samþykki og vilja hennar og fjölskyldunnar. „Ef ég hefði vitað að ég gæti sjálf tilkynnt mig til barnaverndar þá hefði ég gert það miklu fyrr, mér var ekki kunnugt um að það væri mögulegt. Það er ekki beint það fyrsta sem maður hugsar um sem foreldri. Að tilkynna sig.“ Ástæðurnar sem gefnar eru upp fyrir töfunum eru mannekla, sumarfrí, biðlistar og fleira. Birna er þroskaþjálfi og hefur unnið að réttindamálum fullorðins fólk með fötlun og undrast hve erfitt er að fá hjálp fyrir börn í mikilli vanlíðan. „Ég finn fyrir því að fólk er viljugt til að hjálpa en kerfið sjálft er vandamálið,“ segir Birna en hún og framkvæmdastjóri Sjónarhóls ræða einnig baráttu foreldra barna með vanda við Fréttablaðið.is í dag. Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Frá því að ellefu ára dóttir Birnu Markúsdóttur greindist með ADHD fyrir fimm árum hefur hún beðið eftir að kerfið veiti stúlkunni þá þjónustu sem hún þarfnast nauðsynlega. „Hún þarf mikla þjónustu og sum hegðunin kemur ekki fram í skólanum. Við upplifðum og upplifum það sterklega að ekki hafi verið hlustað á okkur fyrr en við hittum sérfræðing í tengslameðferð á BUGL,“ segir Birna sem fann strax að greiningin væri ekki tekin nógu alvarlega til að dóttir hennar fengi viðeigandi aðstoð innan skólans og félagsmálakerfisins. Mál stúlkunnar hefur verið inni á borði hjá Reykjavíkurborg þegar fjölskyldan bjó þar, síðar hjá Hafnarfjarðarbæ, Þroska- og hegðunarstöð og nú hjá BUGL. „Kerfið er bæði tyrfið og hægfara. Við erum sífellt send á milli staða, förum á marga fundi og látin bíða þótt við séum algjörlega komin í þrot,“ segir Birna sem að lokum greip til þess örþrifaráðs að tilkynna fjölskylduna sjálf til barnaverndar.Birna Markúsdóttir„Til að fá aðstoð fyrir dóttur okkar og taka okkur fjölskylduna til meðferðar áður en allt myndi springa.“ Hún bætir við að sex mánuðum eftir að málið barst fjölskyldu- og skólaþjónustu Hafnarfjarðar hafi starfsmaður þar sent skriflega tilkynningu til barnaverndar. Birna segir þetta hafa verið gert með samþykki og vilja hennar og fjölskyldunnar. „Ef ég hefði vitað að ég gæti sjálf tilkynnt mig til barnaverndar þá hefði ég gert það miklu fyrr, mér var ekki kunnugt um að það væri mögulegt. Það er ekki beint það fyrsta sem maður hugsar um sem foreldri. Að tilkynna sig.“ Ástæðurnar sem gefnar eru upp fyrir töfunum eru mannekla, sumarfrí, biðlistar og fleira. Birna er þroskaþjálfi og hefur unnið að réttindamálum fullorðins fólk með fötlun og undrast hve erfitt er að fá hjálp fyrir börn í mikilli vanlíðan. „Ég finn fyrir því að fólk er viljugt til að hjálpa en kerfið sjálft er vandamálið,“ segir Birna en hún og framkvæmdastjóri Sjónarhóls ræða einnig baráttu foreldra barna með vanda við Fréttablaðið.is í dag.
Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira