Þróa nýtt skilaboða-app tengt Instagram sem á að keppa við Snapchat Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 23:15 Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. vísir/getty Facebook er nú með í þróun nýtt skilaboð-app sem kallast Threads. Appið verður tengt hinu vinsæla mynda-appi Instagram og er ætlað að keppa við skilaboða-appið Snapchat sem einnig er mjög vinsælt. Fjallað er um málið á vef The Verge. Hugsunin á bak við Threads er sú að notendur sendi skilaboð í gegnum appið til náinna vina og ættingja, samkvæmt þar til gerðum lista á Instagram (e. close friends). Með appinu verður sjálfkrafa hægt að senda skilaboð um hvar maður er og hversu mikið batterí maður á eftir á símanum auk þess sem hægt verður að senda hefðbundnari skilaboð með texta, mynd og myndbandi. Tæki og tól Instagram munu nýtast til þess í Threads. Instagram neitaði að tjá sig um málið þegar The Verge leitaði eftir því. Það er þó ljóst að fyrirtækið hefur lengi leitað leiða til þess að koma sér inn á skilaboðamarkaðinn, ef svo má að orði komast. Þannig hætti fyrirtækið við þróun á skilaboða-appi fyrir tæpum tveimur árum þar sem prófanir gáfu ekki til kynna að það myndi njóta vinsælda. Núna vonast Instagram hins vegar til þess að app sem sérstaklega er hannað til þess að senda skilaboð til náinna vina og vinahópa verði betur tekið. Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. Vonast er til þess að Threads geti veitt Snapchat meiri samkeppni í þessum efnum en Instagram. Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Facebook er nú með í þróun nýtt skilaboð-app sem kallast Threads. Appið verður tengt hinu vinsæla mynda-appi Instagram og er ætlað að keppa við skilaboða-appið Snapchat sem einnig er mjög vinsælt. Fjallað er um málið á vef The Verge. Hugsunin á bak við Threads er sú að notendur sendi skilaboð í gegnum appið til náinna vina og ættingja, samkvæmt þar til gerðum lista á Instagram (e. close friends). Með appinu verður sjálfkrafa hægt að senda skilaboð um hvar maður er og hversu mikið batterí maður á eftir á símanum auk þess sem hægt verður að senda hefðbundnari skilaboð með texta, mynd og myndbandi. Tæki og tól Instagram munu nýtast til þess í Threads. Instagram neitaði að tjá sig um málið þegar The Verge leitaði eftir því. Það er þó ljóst að fyrirtækið hefur lengi leitað leiða til þess að koma sér inn á skilaboðamarkaðinn, ef svo má að orði komast. Þannig hætti fyrirtækið við þróun á skilaboða-appi fyrir tæpum tveimur árum þar sem prófanir gáfu ekki til kynna að það myndi njóta vinsælda. Núna vonast Instagram hins vegar til þess að app sem sérstaklega er hannað til þess að senda skilaboð til náinna vina og vinahópa verði betur tekið. Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. Vonast er til þess að Threads geti veitt Snapchat meiri samkeppni í þessum efnum en Instagram.
Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira