Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður vespunnar fluttur á slysadeild til skoðunar en ekki er talið að hann hafi slasast mikið.
Lögreglan lokaði fyrir umferð um götuna á meðan unnið var á vettvangi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
