MAST veitir rekstrarleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum eftir ógildingu úrskurðarnefndar Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 17:15 Frá eldiskvíum á Patreksfirði Vísir/Einar Árnason Matvælastofnun hefur veitt fiskeldisfyrirtækinu Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Stofnunin hafði áður óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrr í sumar. Matvælastofnun bárust athugasemdir frá tveimur aðilum vegna tillögunnar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði í september á síðasta ári. Hafa fyrirtækin síðan starfað samkvæmt bráðabirgðarekstrarleyfi Matvælastofnunar. Í október síðastliðnum voru gerðar breytingar á lögum um fiskeldi þar sem ráðherra var veitt heimild til að gefa út tímabundið rekstrarleyfi til allt að tíu mánaða. Leyfin voru felld úr gildi í september þar sem úrskurðarnefndin taldi að skort hefði á umræðu um valkosti í umhverfismati fyrir eldið. Mikið hefur verið deilt um starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækjanna. Þar hafa einna helst tekist á umhverfis- og byggðasjónarmið.Sjá einnig: Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldiArctic Sea Farm sótti upprunalega um rekstrarleyfi í september 2016 fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreks- og Tálknafirði. Matvælastofnun hefur nú fallist á að veita fyrirtækinu rekstrarleyfið. Úttekt starfsstöðva hefur farið fram og við gildistöku nýs rekstrarleyfis fellur bráðabirgðarekstrarleyfið úr gildi. Hámarkslífmassi eldisins í Patreks- og Tálknafirði mun ekki fara yfir 7.800 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat fjarðanna, er fram kemur í tilkynningunni frá Matvælastofnun. Þar kemur fram að tekið hafi verið tillit til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar við útgáfu rekstrarleyfisins og að starfsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Framkvæmd fyrirtækisins er jafnframt sögð hafa farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við þar til gerð lög. Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. 22. júní 2019 08:00 Óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir laxeldi Arcti Sea Farm og Fjarðalax hafa starfað eftir bráðabirgðarekstrarleyfi eftir að þau voru felld úr gildi í september. 5. júlí 2019 17:34 Gat á sjókví í Tálknafirði Við köfunareftirlit sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði, eða 6. ágúst sl., var nótarpoki heill. 19. ágúst 2019 16:07 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Matvælastofnun hefur veitt fiskeldisfyrirtækinu Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Stofnunin hafði áður óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrr í sumar. Matvælastofnun bárust athugasemdir frá tveimur aðilum vegna tillögunnar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði í september á síðasta ári. Hafa fyrirtækin síðan starfað samkvæmt bráðabirgðarekstrarleyfi Matvælastofnunar. Í október síðastliðnum voru gerðar breytingar á lögum um fiskeldi þar sem ráðherra var veitt heimild til að gefa út tímabundið rekstrarleyfi til allt að tíu mánaða. Leyfin voru felld úr gildi í september þar sem úrskurðarnefndin taldi að skort hefði á umræðu um valkosti í umhverfismati fyrir eldið. Mikið hefur verið deilt um starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækjanna. Þar hafa einna helst tekist á umhverfis- og byggðasjónarmið.Sjá einnig: Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldiArctic Sea Farm sótti upprunalega um rekstrarleyfi í september 2016 fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreks- og Tálknafirði. Matvælastofnun hefur nú fallist á að veita fyrirtækinu rekstrarleyfið. Úttekt starfsstöðva hefur farið fram og við gildistöku nýs rekstrarleyfis fellur bráðabirgðarekstrarleyfið úr gildi. Hámarkslífmassi eldisins í Patreks- og Tálknafirði mun ekki fara yfir 7.800 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat fjarðanna, er fram kemur í tilkynningunni frá Matvælastofnun. Þar kemur fram að tekið hafi verið tillit til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar við útgáfu rekstrarleyfisins og að starfsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Framkvæmd fyrirtækisins er jafnframt sögð hafa farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við þar til gerð lög.
Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. 22. júní 2019 08:00 Óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir laxeldi Arcti Sea Farm og Fjarðalax hafa starfað eftir bráðabirgðarekstrarleyfi eftir að þau voru felld úr gildi í september. 5. júlí 2019 17:34 Gat á sjókví í Tálknafirði Við köfunareftirlit sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði, eða 6. ágúst sl., var nótarpoki heill. 19. ágúst 2019 16:07 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. 22. júní 2019 08:00
Óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir laxeldi Arcti Sea Farm og Fjarðalax hafa starfað eftir bráðabirgðarekstrarleyfi eftir að þau voru felld úr gildi í september. 5. júlí 2019 17:34
Gat á sjókví í Tálknafirði Við köfunareftirlit sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði, eða 6. ágúst sl., var nótarpoki heill. 19. ágúst 2019 16:07