CNN fjallar um sakbitna sælu höfuðborgarbúa og sumarhitann á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2019 13:50 Miðbærinn hefur iðað af lífi í sólinni. Vísir/Vilhelm Á vef bandaríska fréttamiðilsins CNN má finna nokkuð ítarlega grein um sumarhitann á suðvesturhorni Íslands þetta sumarið, sem og áhrif loftslagsbreytinga á íslenska jökla. Rætt er við sakbitinn höfuðborgarbúa sem nýtur sumarhitans á sama tíma og áhyggjur af áhrifum hlýnunar jarðar eru alltaf handan við hornið. „Ég er í garðinum að svitna í 20 stiga hita á miðnætti og ég finn fyrir sakbitinni sælu þar sem ég veit að þetta er ekki gott, en á sama tíma vil ég njóta þess,“ segir Helga Ögmundardóttir við fréttamann CNN. Í fréttinni segir að hún sé ekki vön því að geta setið á svölunum heima hjá sér án þess að hafa teppi við hönd, í sumar hafi hún hins vegar getað notið þess í stuttermabol. Íbúar á Suðvesturhorninu hafa ekki farið varhluta af veðurblíðunni sem þar hefur verið lengst af sumri. Júlí var hlýjasti mánuður í sögu hitamælina í höfuðborginni. Apríl, maí og júní voru einnig óvanalega þurrir og hlýir að því er vitnað í upplýsingar frá Veðurstofu Íslands í frétt CNN. Í fréttinni er minnst á nýlega jarðarför jökulsins Oks og sýndur samanburðarloftmynd sem sýnir muninn á ástandi jöklanna í grennd við OK frá árinu 1986 til ársins í ár. Munurinn er sláandi. Haft er eftir Helgu að Íslendingar séu vanir því að náttúra landsins sé síbreytileg. Það sé hluti af því að búa á Íslandi. „En hraðinn nú, það er alveg nýtt,“ segir Helga. Hopandi jöklar, nýjar skordýrategundir og meiri hiti geri það að verkum að áhrif hlýnun jarðar á Íslandi séu augljós.Farið er um víðan völl í fréttinni sem lesa má hér, auk þess sem að henni fylgir viðtal Christiane Amanpour við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, þar sem þær fara í sameiningu yfir feril Katrínar í stjórnmálum. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06 Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30 Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Á vef bandaríska fréttamiðilsins CNN má finna nokkuð ítarlega grein um sumarhitann á suðvesturhorni Íslands þetta sumarið, sem og áhrif loftslagsbreytinga á íslenska jökla. Rætt er við sakbitinn höfuðborgarbúa sem nýtur sumarhitans á sama tíma og áhyggjur af áhrifum hlýnunar jarðar eru alltaf handan við hornið. „Ég er í garðinum að svitna í 20 stiga hita á miðnætti og ég finn fyrir sakbitinni sælu þar sem ég veit að þetta er ekki gott, en á sama tíma vil ég njóta þess,“ segir Helga Ögmundardóttir við fréttamann CNN. Í fréttinni segir að hún sé ekki vön því að geta setið á svölunum heima hjá sér án þess að hafa teppi við hönd, í sumar hafi hún hins vegar getað notið þess í stuttermabol. Íbúar á Suðvesturhorninu hafa ekki farið varhluta af veðurblíðunni sem þar hefur verið lengst af sumri. Júlí var hlýjasti mánuður í sögu hitamælina í höfuðborginni. Apríl, maí og júní voru einnig óvanalega þurrir og hlýir að því er vitnað í upplýsingar frá Veðurstofu Íslands í frétt CNN. Í fréttinni er minnst á nýlega jarðarför jökulsins Oks og sýndur samanburðarloftmynd sem sýnir muninn á ástandi jöklanna í grennd við OK frá árinu 1986 til ársins í ár. Munurinn er sláandi. Haft er eftir Helgu að Íslendingar séu vanir því að náttúra landsins sé síbreytileg. Það sé hluti af því að búa á Íslandi. „En hraðinn nú, það er alveg nýtt,“ segir Helga. Hopandi jöklar, nýjar skordýrategundir og meiri hiti geri það að verkum að áhrif hlýnun jarðar á Íslandi séu augljós.Farið er um víðan völl í fréttinni sem lesa má hér, auk þess sem að henni fylgir viðtal Christiane Amanpour við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, þar sem þær fara í sameiningu yfir feril Katrínar í stjórnmálum.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06 Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30 Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06
Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30
Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00