Hjólabrautin var ekki sett við Vesturbæjarlaugina í skjóli nætur Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 11:00 Hjólahreystibraut hefur verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina. Vísir/Vilhelm Hjólabraut sem skólastjórnendur Grandaskóla og íbúar við Sörlaskjól höfðu hafnað er komin á túnið við Vesturbæjarlaugina. Hugmyndin um þessa hjólabraut var upphaflega samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt við Grandaskóla en sem fyrr segir hefur tveimur staðsetningum verið hafnað. Nú er hún komin við Vesturbæjarlaugina en á því túni hafði verið samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt að hafa gerði þar sem íbúar eiga að geta sleppt hundum sínum lausum. Hefur þessi nýja staðsetning á hjólabrautinni því vakið athygli íbúa í Vesturbænum sem vonuðust eftir hundagerði á þessu túni en engar efndir hafa orðið á því hjá borginni. Lýstu margir áhyggjur af því í hópnum Vesturbærinn á Facebook að þessi hjólabraut hefði tekið yfir svæðið eftir að hún var sett þar upp í „skjóli nætur“. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, Jón Halldór Jónasson sem svarar fyrir framkvæmdir í borginni, segir það þó óþarfa áhyggjur.Hundargerðið þarf samþykki samkvæmt reglugerð Hundagerðið við Vesturbæjarlaug er sannarlega í vinnslu að hans sögn. Verið er að vinna teikningu sem á að fara fyrir umhverfis- og samgönguráð með umsögn heilbrigðisnefndar, eins og reglur um hundahald kveða á um. Bendir Jón Halldór á að í samþykkt um hundahald í Reykjavík sé heimilt að sleppa hundum lausum meðal annars innan hundheldra girðinga, hundaæfingasvæða og annarra svæða, sem hafa samþykkt verið af umhverfis- og samgönguráði að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Jón Halldór bendir á að borgin vinni úr 25 hugmyndum fyrir hvern borgarhluta og því séu um 250 álitamál fyrir hvert svæði sem þarf að vinna úr. Málin eru því mörg en tafirnar á hundagerðinu skýrist af því að leggja þarf tillöguna fyrir heilbrigðiseftirlit og síðan umhverfis- og samgönguráð.Óskuðu eftir tillögum á Facebook Hjólabrautinni hafi verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina eftir að verkefnisstjóri vefsins Hverfið mitt spurði einfaldlega í Vesturbæjargrúppunni á Facebook hvar í íbúar vildu fá þessa hjólabraut. Það var því ekki svo að henni hafi verið komið fyrir þar í skjóli nætur. Jón Halldór segir þessa hjólabraut einfalda í uppsetningu og því lítið mál að færa hana þegar endanleg útfærsla á svæðinu við Vesturbæjarlaug liggur fyrir.Svæðið er nokkuð stórt en hjólabrautinni var komið fyrir norðan við Vesturbæjarlaugina. Hundagerðið á að vera norðaustan við laugina. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina á vefnum Hverfið mitt er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Segir Jón Halldór að íbúar í Vesturbæ hafi kosið um að ráðstafa þeim fjármunum sem er varið í Hverfið mitt í þessa hjólabraut og borgaryfirvöld takið því alvarlega. Þess vegna hafi hjólabrautin verið keypt og nú sé búið að koma henni fyrir við Vesturbæjarlaugina. Reykjavík Skipulag Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Hjólabraut sem skólastjórnendur Grandaskóla og íbúar við Sörlaskjól höfðu hafnað er komin á túnið við Vesturbæjarlaugina. Hugmyndin um þessa hjólabraut var upphaflega samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt við Grandaskóla en sem fyrr segir hefur tveimur staðsetningum verið hafnað. Nú er hún komin við Vesturbæjarlaugina en á því túni hafði verið samþykkt í íbúakosningu á vefnum Hverfið mitt að hafa gerði þar sem íbúar eiga að geta sleppt hundum sínum lausum. Hefur þessi nýja staðsetning á hjólabrautinni því vakið athygli íbúa í Vesturbænum sem vonuðust eftir hundagerði á þessu túni en engar efndir hafa orðið á því hjá borginni. Lýstu margir áhyggjur af því í hópnum Vesturbærinn á Facebook að þessi hjólabraut hefði tekið yfir svæðið eftir að hún var sett þar upp í „skjóli nætur“. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, Jón Halldór Jónasson sem svarar fyrir framkvæmdir í borginni, segir það þó óþarfa áhyggjur.Hundargerðið þarf samþykki samkvæmt reglugerð Hundagerðið við Vesturbæjarlaug er sannarlega í vinnslu að hans sögn. Verið er að vinna teikningu sem á að fara fyrir umhverfis- og samgönguráð með umsögn heilbrigðisnefndar, eins og reglur um hundahald kveða á um. Bendir Jón Halldór á að í samþykkt um hundahald í Reykjavík sé heimilt að sleppa hundum lausum meðal annars innan hundheldra girðinga, hundaæfingasvæða og annarra svæða, sem hafa samþykkt verið af umhverfis- og samgönguráði að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Jón Halldór bendir á að borgin vinni úr 25 hugmyndum fyrir hvern borgarhluta og því séu um 250 álitamál fyrir hvert svæði sem þarf að vinna úr. Málin eru því mörg en tafirnar á hundagerðinu skýrist af því að leggja þarf tillöguna fyrir heilbrigðiseftirlit og síðan umhverfis- og samgönguráð.Óskuðu eftir tillögum á Facebook Hjólabrautinni hafi verið komið fyrir við Vesturbæjarlaugina eftir að verkefnisstjóri vefsins Hverfið mitt spurði einfaldlega í Vesturbæjargrúppunni á Facebook hvar í íbúar vildu fá þessa hjólabraut. Það var því ekki svo að henni hafi verið komið fyrir þar í skjóli nætur. Jón Halldór segir þessa hjólabraut einfalda í uppsetningu og því lítið mál að færa hana þegar endanleg útfærsla á svæðinu við Vesturbæjarlaug liggur fyrir.Svæðið er nokkuð stórt en hjólabrautinni var komið fyrir norðan við Vesturbæjarlaugina. Hundagerðið á að vera norðaustan við laugina. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina á vefnum Hverfið mitt er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Segir Jón Halldór að íbúar í Vesturbæ hafi kosið um að ráðstafa þeim fjármunum sem er varið í Hverfið mitt í þessa hjólabraut og borgaryfirvöld takið því alvarlega. Þess vegna hafi hjólabrautin verið keypt og nú sé búið að koma henni fyrir við Vesturbæjarlaugina.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira