Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2019 09:42 Loðnan er mikilvæg Fréttablaðið/Hari Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada. Hrynji loðnustofninn hér við land er líklegt að fæða þorskstofnsins mun minnka með tilheyrandi afleiðingum.Þetta kom fram í máli Björns Birnis, stærðfræðiprófessors við Kaliforníu-háskóla í Santa Barbara í Bandaríkjunum og gestaprófessor við Háskóla Íslands, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann hefur undanfarin ár rannsakað göngu loðnunnar inn á miðin við landið.„Það er þróun sem er að eiga sér stað sem er áhyggjuverð,“ sagði Björn og bar hana saman við það sem gerðist í Kanada á tíunda áratug síðustu aldar. Kanadamenn hafi verið fyrsta landið sem varð alvarlega fyrir barðinu á hlýnun jarðar„Það sem gerðist hjá þeim er að þeir hafa loðnustofn sem er kallaður Labrador-Nýfundnalandsstofninn sem gengur þarna upp með strönd Labrador og hrygnir í fjörðum á norðanverðu Nýfundnalandi. Hann hrundi um 1990 og datt niður tuttugufalt. Síðan tveimur árum seinna hrundi þorskstofninn hjá þeim á George's Bank fyrir sunnan Labrador,“ sagði Björn en hlusta má á viðtalið við hann hér fyrir neðan.Loðnan stór hluti af fæðu þorsksins Hrun þorskstofnins við Kanada hafði miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem reiddu sig á þorskveiðar þar í landi, líkt og lesa má um í umfjöllun CBC í Kanada um hrun þorskstofnsins.En hver var ástæðan fyrir því að loðnan hvarf og þorskurinn hrundi fyrir utan strendur Kanada á sínum tíma?„Það er talið að það sem orsakaði þetta var hlýnun á meginlandi Norður-Ameríku. Það veldur því að bráðnunin eykst og það kemur kalt og ferskt vatn í Labrador-straum, sem er kaldur straumur sem gengur meðfram strönd Labrador. Þá eru lífsskilyrði loðnunnar miklu verri, og þetta er talið hafa orsakað þetta hrun,“ sagði BjörnOg þorskurinn lifir á loðnunni?„Stór hluti, það er talið um 40 prósent hér við land af fæðu þorsksins sé loðna.“Á loðnu.Mynd/Óskar P. FriðrikssonLoðnan fer norðar en áður og virðist eiga erfiðara með að snúa aftur heim Í máli Björns kom fram að svipaðir hlutir væru að gerast við Íslandstrendur og á norðurslóðum, erfiðara væri fyrir loðnuna að snúa aftur til Íslands eftir að hafa haldið norður á bóginn í fæðuleit, líkt og loðnan hafi yfirleitt gert. Hún fari nú norðar en áður í fæðuleit. „Það sem að síðan gerist er að sjávarísinn er að bráðna lengra og lengra í norður. Þessar göngur eru að færa sig norðar og norðar. Það sem virðist hafa gerst á tveimur síðustu árum er að það var erfitt fyrir hluta stofnsins að komast aftur til landsins. Þess vegna hrygndi hluti stofnsins út fyrir Norðurlandi. Það hefur ekki gerst í áratugi. Síðasta ár eru líkur á því að hluti stofnsins hafi ekki náð hingað til lands,“ sagði Björn. Loðnubresturinn hefur haft ýmis áhrif. Sveitarfélög hafa þurft að draga saman seglin þar sem væntar tekjur af loðnuveiðum í ár hafa ekki skilað sér. Meira að segja Flugfélag Íslands rekur verri afkomu félagsins að hluta til loðnubrestsins.Norskir loðnabátar landa afla sínum fyrir austan.Mynd/KSHLoðnan gæti þó aðlagast þar sem hún hefur meira svigrúm hér en við Kanada Þegar Björn var spurður út í hvort Íslendingar gæti nú reiknað með að þorskstofninn myndi hrynja líkt og í Kanada á sínum tíma, sagði hann þó að ekki væri hægt að fullyrða um það, þar sem aðstæður í hafinu hér við land og við Kanada væru ekki nákvæmlega eins.„Það er ekki ljóst vegna þess að þessi þróun er ekki alveg jafn einhliða og hún var í Labrador-hafinu. Þar eru bara kaldir straumar. Við höfum bæði kalda strauma sem eru að verða kaldari og ferkari og heita strauma sem eru að verða heitari og saltari. Loðnan hefur meira svigrúm, íslenska loðnan, heldur en í Labrador og Nýfundnalandi. Hún gæti aðlagað sig þessum breyttu aðstæðum þannig að það er ekki alveg ljóst hvað gerist. Spurningin er hvað tekur það langan tíma að aðlaga sig,“ sagði Björn.Ljóst var að þáttastjórnendum leist ekki á blikuna og spurðu þeir Björn hvort að Íslendingar gætu ekki bara „tekið upp tjaldið og farið“ ef að loðnan myndi hverfa og þorskstofninn hrynja. Sagði Björn að nýjar tegundir myndu koma inn. Þeim myndi þó fylgja ákveðið spurningamerki„Það koma nýjar tegundir. Makríllinn hefur komið hingað en hvort þær séu jafn verðmætar og þorskurinn, hvort sé jafn mikið af þeim, það er spurningin.“ Loftslagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 100 milljóna tap hjá Vestmannaeyjabæ vegna loðnubrests Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. 31. mars 2019 13:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada. Hrynji loðnustofninn hér við land er líklegt að fæða þorskstofnsins mun minnka með tilheyrandi afleiðingum.Þetta kom fram í máli Björns Birnis, stærðfræðiprófessors við Kaliforníu-háskóla í Santa Barbara í Bandaríkjunum og gestaprófessor við Háskóla Íslands, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann hefur undanfarin ár rannsakað göngu loðnunnar inn á miðin við landið.„Það er þróun sem er að eiga sér stað sem er áhyggjuverð,“ sagði Björn og bar hana saman við það sem gerðist í Kanada á tíunda áratug síðustu aldar. Kanadamenn hafi verið fyrsta landið sem varð alvarlega fyrir barðinu á hlýnun jarðar„Það sem gerðist hjá þeim er að þeir hafa loðnustofn sem er kallaður Labrador-Nýfundnalandsstofninn sem gengur þarna upp með strönd Labrador og hrygnir í fjörðum á norðanverðu Nýfundnalandi. Hann hrundi um 1990 og datt niður tuttugufalt. Síðan tveimur árum seinna hrundi þorskstofninn hjá þeim á George's Bank fyrir sunnan Labrador,“ sagði Björn en hlusta má á viðtalið við hann hér fyrir neðan.Loðnan stór hluti af fæðu þorsksins Hrun þorskstofnins við Kanada hafði miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem reiddu sig á þorskveiðar þar í landi, líkt og lesa má um í umfjöllun CBC í Kanada um hrun þorskstofnsins.En hver var ástæðan fyrir því að loðnan hvarf og þorskurinn hrundi fyrir utan strendur Kanada á sínum tíma?„Það er talið að það sem orsakaði þetta var hlýnun á meginlandi Norður-Ameríku. Það veldur því að bráðnunin eykst og það kemur kalt og ferskt vatn í Labrador-straum, sem er kaldur straumur sem gengur meðfram strönd Labrador. Þá eru lífsskilyrði loðnunnar miklu verri, og þetta er talið hafa orsakað þetta hrun,“ sagði BjörnOg þorskurinn lifir á loðnunni?„Stór hluti, það er talið um 40 prósent hér við land af fæðu þorsksins sé loðna.“Á loðnu.Mynd/Óskar P. FriðrikssonLoðnan fer norðar en áður og virðist eiga erfiðara með að snúa aftur heim Í máli Björns kom fram að svipaðir hlutir væru að gerast við Íslandstrendur og á norðurslóðum, erfiðara væri fyrir loðnuna að snúa aftur til Íslands eftir að hafa haldið norður á bóginn í fæðuleit, líkt og loðnan hafi yfirleitt gert. Hún fari nú norðar en áður í fæðuleit. „Það sem að síðan gerist er að sjávarísinn er að bráðna lengra og lengra í norður. Þessar göngur eru að færa sig norðar og norðar. Það sem virðist hafa gerst á tveimur síðustu árum er að það var erfitt fyrir hluta stofnsins að komast aftur til landsins. Þess vegna hrygndi hluti stofnsins út fyrir Norðurlandi. Það hefur ekki gerst í áratugi. Síðasta ár eru líkur á því að hluti stofnsins hafi ekki náð hingað til lands,“ sagði Björn. Loðnubresturinn hefur haft ýmis áhrif. Sveitarfélög hafa þurft að draga saman seglin þar sem væntar tekjur af loðnuveiðum í ár hafa ekki skilað sér. Meira að segja Flugfélag Íslands rekur verri afkomu félagsins að hluta til loðnubrestsins.Norskir loðnabátar landa afla sínum fyrir austan.Mynd/KSHLoðnan gæti þó aðlagast þar sem hún hefur meira svigrúm hér en við Kanada Þegar Björn var spurður út í hvort Íslendingar gæti nú reiknað með að þorskstofninn myndi hrynja líkt og í Kanada á sínum tíma, sagði hann þó að ekki væri hægt að fullyrða um það, þar sem aðstæður í hafinu hér við land og við Kanada væru ekki nákvæmlega eins.„Það er ekki ljóst vegna þess að þessi þróun er ekki alveg jafn einhliða og hún var í Labrador-hafinu. Þar eru bara kaldir straumar. Við höfum bæði kalda strauma sem eru að verða kaldari og ferkari og heita strauma sem eru að verða heitari og saltari. Loðnan hefur meira svigrúm, íslenska loðnan, heldur en í Labrador og Nýfundnalandi. Hún gæti aðlagað sig þessum breyttu aðstæðum þannig að það er ekki alveg ljóst hvað gerist. Spurningin er hvað tekur það langan tíma að aðlaga sig,“ sagði Björn.Ljóst var að þáttastjórnendum leist ekki á blikuna og spurðu þeir Björn hvort að Íslendingar gætu ekki bara „tekið upp tjaldið og farið“ ef að loðnan myndi hverfa og þorskstofninn hrynja. Sagði Björn að nýjar tegundir myndu koma inn. Þeim myndi þó fylgja ákveðið spurningamerki„Það koma nýjar tegundir. Makríllinn hefur komið hingað en hvort þær séu jafn verðmætar og þorskurinn, hvort sé jafn mikið af þeim, það er spurningin.“
Loftslagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 100 milljóna tap hjá Vestmannaeyjabæ vegna loðnubrests Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. 31. mars 2019 13:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47
100 milljóna tap hjá Vestmannaeyjabæ vegna loðnubrests Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. 31. mars 2019 13:05