Búið er að aflífa grindhvalinn sem var fastur í sjónum við Eiðsgranda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 17:53 Björgunarsveitarfólk reyndi að hjálpa hvalnum. Vísir/Vilhelm Grindhvalurinn sem var í vandræðum í sjónum við Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í dag var aflífaður á sjötta tímanum af landhelgisgæslunni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að dýralæknir hefði metið ástand dýrsins svo slæmt að binda þyrfti enda á þjáningar þess.Björgunarsveitarfólk reyndi hvað það gat að koma hvalnum frá landi. Hann leitaði hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/VilhelmDýrið sást fyrst um klukkan tíu í morgun og létu nokkrir vegfarendur á Granda fréttastofuna vita. Björgunarsveitarfólk hóf aðgerðir við að reyna að aðstoða hvalinn klukkan 11:44 í morgun og reyndu um tíu björgunarsveitarmenn að koma hvalnum á sjó út. Hann virtist áttavilltur og leitaði aftur í land.Hvalurinn var í miklum vandræðum og reyndu sjálfboðaliðar að koma honum til aðstoðar. Vísir/VilhelmÁður en björgunarsveitarfólk kom á staðinn reyndu sjálfboðaliðar að hjálpa hvalnum sem gekk ekki. Bundið var um sporð hans til að draga hann út á sjó. Í athugasemd frá Hjalta Andrasyni, fræðslustjóra MAST, segir að mikilvægt sé að binda ekki um sporð á hval þegar björgunaraðgerðir eru í gangi. Það sé vís leið til að valda dýrinu skaða eða drekkja því. Þá sé mikilvægt að leyfa sérfræðingum að sjá um björgun og vilji sjálfboðaliðar aðstoða sé mikilvægt að vökva dýr sem stranda.Hvalurinn var í miklu basli við Granda.Vísir/VilhelmEinn björgunarsveitarbátur stóð vaktina frá klukkan hálf fjögur og reyndi að koma hvalnum á haf út en ekkert gekk. Hvalurinn rataði ekki út og leitaði að landi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sagði að eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir hafi dýrið verið örmagna og hafi dýralæknir Matvælastofnunar metið það svo að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað til Landhelgisgæslu Íslands og óskað eftir að séraðgerða- og sprengjueyðingasvið LHG yrði kallað út. Dýrið var svo aflífað á sjötta tímanum að beiðni dýralæknis og var dýrinu sökkt í framhaldi. Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Grindhvalurinn sem var í vandræðum í sjónum við Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í dag var aflífaður á sjötta tímanum af landhelgisgæslunni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að dýralæknir hefði metið ástand dýrsins svo slæmt að binda þyrfti enda á þjáningar þess.Björgunarsveitarfólk reyndi hvað það gat að koma hvalnum frá landi. Hann leitaði hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/VilhelmDýrið sást fyrst um klukkan tíu í morgun og létu nokkrir vegfarendur á Granda fréttastofuna vita. Björgunarsveitarfólk hóf aðgerðir við að reyna að aðstoða hvalinn klukkan 11:44 í morgun og reyndu um tíu björgunarsveitarmenn að koma hvalnum á sjó út. Hann virtist áttavilltur og leitaði aftur í land.Hvalurinn var í miklum vandræðum og reyndu sjálfboðaliðar að koma honum til aðstoðar. Vísir/VilhelmÁður en björgunarsveitarfólk kom á staðinn reyndu sjálfboðaliðar að hjálpa hvalnum sem gekk ekki. Bundið var um sporð hans til að draga hann út á sjó. Í athugasemd frá Hjalta Andrasyni, fræðslustjóra MAST, segir að mikilvægt sé að binda ekki um sporð á hval þegar björgunaraðgerðir eru í gangi. Það sé vís leið til að valda dýrinu skaða eða drekkja því. Þá sé mikilvægt að leyfa sérfræðingum að sjá um björgun og vilji sjálfboðaliðar aðstoða sé mikilvægt að vökva dýr sem stranda.Hvalurinn var í miklu basli við Granda.Vísir/VilhelmEinn björgunarsveitarbátur stóð vaktina frá klukkan hálf fjögur og reyndi að koma hvalnum á haf út en ekkert gekk. Hvalurinn rataði ekki út og leitaði að landi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sagði að eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir hafi dýrið verið örmagna og hafi dýralæknir Matvælastofnunar metið það svo að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað til Landhelgisgæslu Íslands og óskað eftir að séraðgerða- og sprengjueyðingasvið LHG yrði kallað út. Dýrið var svo aflífað á sjötta tímanum að beiðni dýralæknis og var dýrinu sökkt í framhaldi.
Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02