Enski boltinn

Aðeins Man. City og Liverpool náð í fleiri stig en Crystal Palace frá 2. febrúar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni, Roy Hodgson, er að gera fína hluti með Crystal Palace.
Elsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni, Roy Hodgson, er að gera fína hluti með Crystal Palace. vísir/getty
Frá 2. febrúar hafa aðeins tvö lið fengið fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni en Crystal Palace. Það eru Manchester City og Liverpool sem höfðu mikla yfirburði á síðasta tímabili og skipa tvö efstu sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar þrjár umferðir eru liðnar af þessu tímabili.

Palace vann 1-2 sigur á Manchester United á laugardaginn. Þetta var fyrsti sigur Palace á United í deildarleik í 28 ár og fyrsti sigur liðsins á Old Trafford í 30 ár.

Þetta var jafnframt níundi sigur strákanna hans Roys Hodgson í síðustu 17 leikjum þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að vera elsti knattspyrnustjóri deildarinnar gefur Hodgson ekkert eftir.

Í síðustu 17 deildarleikjum sínum, eða frá 2. febrúar 2019, hefur Palace náð í 30 stig. Bara City (49) og Liverpool (45) hafa náð í fleiri. Töfluna yfir gengi liðanna á þessu 17 leikja tímabili má sjá hér fyrir neðan.



Á þessu tímabili hefur Palace fengið fimm stigum meira en United og átta stigum meira en Tottenham.

Árangur Palace á útivelli á þessu tímabili er sérstaklega eftirtektarverður. Af þessum 30 stigum sem Palace hefur náð í hafa 18 komið á útivelli. Þá hafa sex af síðustu níu sigurleikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni komið á útivelli.

Næsti leikur Palace er gegn nýliðum Aston Villa á Selhurst Park á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×