Mikil fjölgun í Háskóla þriðja æviskeiðsins Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 06:30 Nemendum hefur fjölgað um tæplega 600 á aðeins 7 árum. Mynd/Aðsend Hans Kristján Guðmundsson, formaður Háskóla þriðja æviskeiðsins, segir skólann vettvang fyrir fólk yfir fimmtugu sem vill fræðast eða fræða aðra. Skólinn, sem byggir á sjálfboðavinnu, er rekinn af frjálsum félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2012. Við stofnun voru félagarnir 30 eða 40 talsins. Í dag eru þeir um 630. Rúmlega helmingur félagsmanna er á aldrinum 65 til 75 ára. En aldursbilið er breitt því yngsti nemandinn er rúmlega fimmtugur og sá elsti að verða níræður. „Þriðja æviskeiðið er þegar það léttir undir hjá fólki,“ segir Hans. „Börnin eru flogin úr hreiðrinu, stór hluti skulda niðurgreiddur og fólk hefur meiri tíma. Þetta skeið er ekki bundið við ákveðið ár heldur þegar fólk sest niður og hugar að framtíðinni.“ Hans segir að skólinn sé ekki háskóli í formlegri merkingu. „Hér taka nemendur ekki próf eða fá gráðu. Heldur er hugmyndin byggð á hinni fornu hugmynd um háskóla, að miðla fróðleik,“ segir hann. Starf skólans er nú að hefjast og í allan vetur verða erindi á hverjum þriðjudegi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði. Hans segir að þau séu af öllum toga og séu ekki síður hugsuð sem skemmtun en fræðsla. Þjóðfræði- og sagnfræðifyrirlestrar hafa verið vinsælir, sem og náttúrufræði. „Vinsælasti fyrirlesarinn hjá okkur hefur verið Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur. Hann fyllir alltaf salinn,“ segir Hans. „Þegar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur kemur og talar um eldfjöll þá koma margir líka.“ Félagslífið er gott í kringum skólann og hluti af starfinu er heimsóknir á ýmsa staði. Til dæmis Seðlabankann, Alþingi, Dómkirkjuna, Árnastofnun og fleiri, einnig á landsbyggðinni. „Þetta eru eins konar vísindaferðir,“ segir Hans. Háskóli þriðja æviskeiðsins er í nánu alþjóðasamstarfi við sambærilega skóla víða um heim og nýtur Erasmus-styrkja. Ræturnar liggja í stúdentauppreisnunum í Frakklandi árið 1968. Eftir þær lögðu Frakkar þær skyldur á háskólana að hleypa fleirum að og sýna samfélagsábyrgð. Fyrsti háskóli þriðja æviskeiðsins var opnaður innan háskólans í Toulouse árið 1973. Hefur þetta síðan breiðst út um allan heim. „Fyrsti viðburðurinn hjá okkur verður þann 3. september, þegar við tökum á móti nemendum frá Prag í Tékklandi. Í maí fór 20 manna hópur frá okkur þangað,“ segir Hans. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Hans Kristján Guðmundsson, formaður Háskóla þriðja æviskeiðsins, segir skólann vettvang fyrir fólk yfir fimmtugu sem vill fræðast eða fræða aðra. Skólinn, sem byggir á sjálfboðavinnu, er rekinn af frjálsum félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2012. Við stofnun voru félagarnir 30 eða 40 talsins. Í dag eru þeir um 630. Rúmlega helmingur félagsmanna er á aldrinum 65 til 75 ára. En aldursbilið er breitt því yngsti nemandinn er rúmlega fimmtugur og sá elsti að verða níræður. „Þriðja æviskeiðið er þegar það léttir undir hjá fólki,“ segir Hans. „Börnin eru flogin úr hreiðrinu, stór hluti skulda niðurgreiddur og fólk hefur meiri tíma. Þetta skeið er ekki bundið við ákveðið ár heldur þegar fólk sest niður og hugar að framtíðinni.“ Hans segir að skólinn sé ekki háskóli í formlegri merkingu. „Hér taka nemendur ekki próf eða fá gráðu. Heldur er hugmyndin byggð á hinni fornu hugmynd um háskóla, að miðla fróðleik,“ segir hann. Starf skólans er nú að hefjast og í allan vetur verða erindi á hverjum þriðjudegi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði. Hans segir að þau séu af öllum toga og séu ekki síður hugsuð sem skemmtun en fræðsla. Þjóðfræði- og sagnfræðifyrirlestrar hafa verið vinsælir, sem og náttúrufræði. „Vinsælasti fyrirlesarinn hjá okkur hefur verið Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur. Hann fyllir alltaf salinn,“ segir Hans. „Þegar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur kemur og talar um eldfjöll þá koma margir líka.“ Félagslífið er gott í kringum skólann og hluti af starfinu er heimsóknir á ýmsa staði. Til dæmis Seðlabankann, Alþingi, Dómkirkjuna, Árnastofnun og fleiri, einnig á landsbyggðinni. „Þetta eru eins konar vísindaferðir,“ segir Hans. Háskóli þriðja æviskeiðsins er í nánu alþjóðasamstarfi við sambærilega skóla víða um heim og nýtur Erasmus-styrkja. Ræturnar liggja í stúdentauppreisnunum í Frakklandi árið 1968. Eftir þær lögðu Frakkar þær skyldur á háskólana að hleypa fleirum að og sýna samfélagsábyrgð. Fyrsti háskóli þriðja æviskeiðsins var opnaður innan háskólans í Toulouse árið 1973. Hefur þetta síðan breiðst út um allan heim. „Fyrsti viðburðurinn hjá okkur verður þann 3. september, þegar við tökum á móti nemendum frá Prag í Tékklandi. Í maí fór 20 manna hópur frá okkur þangað,“ segir Hans.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira