Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2019 20:56 Stálbogabrúin er 78 metra löng. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. Fjögur ár verða þá liðin frá því gamla brúin eyðilagðist í Skaftárhlaupi. Mannvirkin mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Menn segja að gamla brúin hangi ennþá uppi á lyginni og svo mikið er árbakkinn sprunginn í kringum hana að hann er beinlínis varasamur. Síðustu fjögur ár hefur rútum og vörubílum verið bannað að aka yfir brúna, þar hefur gilt fimm tonna hámarksþungi. En núna sjá menn loksins fram á að samgöngur við Skaftártungu komist í eðlilegt horf, - ný brú er risin. Nýja brúin er skammt neðan þeirrar gömlu. Í Skaftárhlaupinu fyrir fjórum árum var gljúfrið í beygjunni bakkafullt.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Í frétt Stöðvar 2 var rifjað upp hvernig umhorfs var við nýja brúarstæðið fyrir fjórum árum þegar Skaftárhlaupið var í sínum mesta ham. Vegagerðarmenn vonast þó til að nýja brúin standi af sér slíka ógnarkrafta næstu aldir. Smíði hennar hófst haustið 2018 þegar undirstöður voru steyptar. Stálbogabrúin sjálf var smíðuð í Póllandi en flutt til Íslands í bútum og sett saman á staðnum. Síðan var hún dregin yfir ána. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi. Framundan er að mála brúna og ljúka vegagerð að henni. Nýir vegarkaflar verða um 900 metra langir.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Verktakinn Munck annast brúarsmíðina en Framrás í Vík leggur vegina að henni. Heildarkostnaður er áætlaður um 600 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Einari Magnússyni hjá Vegagerðinni. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi og vegagerð á að vera lokið 1. nóvember en Einar segir líklegast að brúin verði opnuð í október. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hlaup í Skaftá 2015 Samgöngur Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Fordæma seinagang Vegagerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eldvatn Þrjú ár eru liðin síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi. 9. mars 2018 08:22 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. Fjögur ár verða þá liðin frá því gamla brúin eyðilagðist í Skaftárhlaupi. Mannvirkin mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Menn segja að gamla brúin hangi ennþá uppi á lyginni og svo mikið er árbakkinn sprunginn í kringum hana að hann er beinlínis varasamur. Síðustu fjögur ár hefur rútum og vörubílum verið bannað að aka yfir brúna, þar hefur gilt fimm tonna hámarksþungi. En núna sjá menn loksins fram á að samgöngur við Skaftártungu komist í eðlilegt horf, - ný brú er risin. Nýja brúin er skammt neðan þeirrar gömlu. Í Skaftárhlaupinu fyrir fjórum árum var gljúfrið í beygjunni bakkafullt.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Í frétt Stöðvar 2 var rifjað upp hvernig umhorfs var við nýja brúarstæðið fyrir fjórum árum þegar Skaftárhlaupið var í sínum mesta ham. Vegagerðarmenn vonast þó til að nýja brúin standi af sér slíka ógnarkrafta næstu aldir. Smíði hennar hófst haustið 2018 þegar undirstöður voru steyptar. Stálbogabrúin sjálf var smíðuð í Póllandi en flutt til Íslands í bútum og sett saman á staðnum. Síðan var hún dregin yfir ána. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi. Framundan er að mála brúna og ljúka vegagerð að henni. Nýir vegarkaflar verða um 900 metra langir.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Verktakinn Munck annast brúarsmíðina en Framrás í Vík leggur vegina að henni. Heildarkostnaður er áætlaður um 600 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Einari Magnússyni hjá Vegagerðinni. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi og vegagerð á að vera lokið 1. nóvember en Einar segir líklegast að brúin verði opnuð í október. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hlaup í Skaftá 2015 Samgöngur Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Fordæma seinagang Vegagerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eldvatn Þrjú ár eru liðin síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi. 9. mars 2018 08:22 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45
Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00
Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47
Fordæma seinagang Vegagerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eldvatn Þrjú ár eru liðin síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi. 9. mars 2018 08:22