Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 10:57 Fox & Friends er á dagskrá Fox sjónvarpsstöðvarinnar á hverjum virkum morgni. Þátturinn er í miklu uppáhaldi hjá Bandaríkjaforseta. Vísir/getty Í fréttaþættinum Fox & Friends var áhugi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, til umræðu hjá þáttastjórnendunum Steve Doocy, Ainsley Earhardt og Brian Kilmeade. Ísland barst fljótlega í tal í þættinum en DV greindi fyrstur íslenskra miðla frá þessu. Þáttastjórnendurnir virtust hafa tekið ummæli Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, óstinnt upp því Kilmeade sagði: „Ef við gætum bara fengið Grænland myndi allt verða svo mikið auðveldara.“ Doocy svaraði um hæl og sagðist hafa heyrt Ísland nefnt í þessu samhengi en skilja má af ummælum Doocys að Trump væri að virða fyrir sér möguleikann á að kaupa Ísland. Þátturinn er eftirlætisþáttur Trump og Fox News í miklu uppáhald. Fjölmörg dæmi eru um að Trump hafi veitt Fox-news og Fox & Friends einkaviðtal á sama tíma og hann hefur neitað að ræða við aðra meginstraumsfjölmiðla í Bandaríkjunum og jafnvel úthúðað þeim. Vísir sagði þá í gær frá tengslum sjónvarpsstöðvarinnar við forsetaembættið en einn stofnandi Fox News, Roger Ailes heitinn, gegndi hlutverki fjölmiðlaráðgjafa fyrir fjölda forseta Bandaríkjanna, meðal annars Richard Nixon, Ronald Reagan, George Bush en þá var hann líka Trump innan handar í kosningabaráttunni 2016. Eftir að Doocy leysti frá skjóðunni um Ísland virtist Earhardt þurfa að fullvissa sig um að Ísland væri nú örugglega landið sem væri grænt en Grænland það sem væri þakið ís. „Alveg rétt, víkingarnir reyndu að svindla á okkur með þessu. Góð tilraun víkingar,“ sagði Kilmeade.Brian Kilmeade: "If we could just get Greenland, everything else will be easy." Steve Doocy: "I heard Iceland." Ainsley Earhardt: "Iceland's the one that's green, and Greenland's the one that's cold." Kilmeade: "Right. The vikings tried to screw us up. Nice try, vikings." pic.twitter.com/iMMsFYbvvy — Bobby Lewis (@revrrlewis) August 22, 2019 Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Í fréttaþættinum Fox & Friends var áhugi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, til umræðu hjá þáttastjórnendunum Steve Doocy, Ainsley Earhardt og Brian Kilmeade. Ísland barst fljótlega í tal í þættinum en DV greindi fyrstur íslenskra miðla frá þessu. Þáttastjórnendurnir virtust hafa tekið ummæli Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, óstinnt upp því Kilmeade sagði: „Ef við gætum bara fengið Grænland myndi allt verða svo mikið auðveldara.“ Doocy svaraði um hæl og sagðist hafa heyrt Ísland nefnt í þessu samhengi en skilja má af ummælum Doocys að Trump væri að virða fyrir sér möguleikann á að kaupa Ísland. Þátturinn er eftirlætisþáttur Trump og Fox News í miklu uppáhald. Fjölmörg dæmi eru um að Trump hafi veitt Fox-news og Fox & Friends einkaviðtal á sama tíma og hann hefur neitað að ræða við aðra meginstraumsfjölmiðla í Bandaríkjunum og jafnvel úthúðað þeim. Vísir sagði þá í gær frá tengslum sjónvarpsstöðvarinnar við forsetaembættið en einn stofnandi Fox News, Roger Ailes heitinn, gegndi hlutverki fjölmiðlaráðgjafa fyrir fjölda forseta Bandaríkjanna, meðal annars Richard Nixon, Ronald Reagan, George Bush en þá var hann líka Trump innan handar í kosningabaráttunni 2016. Eftir að Doocy leysti frá skjóðunni um Ísland virtist Earhardt þurfa að fullvissa sig um að Ísland væri nú örugglega landið sem væri grænt en Grænland það sem væri þakið ís. „Alveg rétt, víkingarnir reyndu að svindla á okkur með þessu. Góð tilraun víkingar,“ sagði Kilmeade.Brian Kilmeade: "If we could just get Greenland, everything else will be easy." Steve Doocy: "I heard Iceland." Ainsley Earhardt: "Iceland's the one that's green, and Greenland's the one that's cold." Kilmeade: "Right. The vikings tried to screw us up. Nice try, vikings." pic.twitter.com/iMMsFYbvvy — Bobby Lewis (@revrrlewis) August 22, 2019
Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30
Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39
Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39
Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10