Orkan okkar segist ekki bera ábyrgð á miðadreifingum í Fossvogskirkjugarði Sylvía Hall skrifar 22. ágúst 2019 21:36 Einum miða var komið fyrir í blómaskreytingu í garðinum. Twitter Miðum frá samtökunum Orkan okkar var stillt upp í blómaskreytingum og við leiði í Fossvogskirkjugarði. Erlingur Sigvaldsson var á göngu um kirkjugarðinn þegar hann varð var við miðana, sem hann segir hafa verið á í það minnsta þremur leiðum. „Þetta var aðkoman. Ég var í Pokémon Go í Fossvogskirkjugarði, sem ég hef gert nokkrum sinnum áður, og labbaði fram hjá þessum leiðum sem voru nokkuð undarlega merkt,“ segir Erlingur sem vakti athygli á málinu á Twitter. Hann hafi séð miðunum stillt upp á þremur leiðum en í garðinum var að finna annan pappír sem hann segir mögulega hafa fokið af leiðunum. Yfirskrift miðana er „10 góðar ástæður til að segja nei við orkupakkanum“ og eru þar útlistuð rök samtakanna fyrir því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Hann segir miðana hafa verið áberandi á leiðunum og það hafi vakið athygli hans.„Við erum ekki að setja þetta á leiði“Miðarnir fundust á þremur leiðum í garðinum.TwitterÍ samtali við fréttastofu segist Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, ekki kannast við miðadreifinguna. Hún sé ekki á vegum samtakanna sjálfra heldur sé líklegra að andstæðingar þeirra séu á bakvið gjörninginn. „Leiðum í Fossvogskirkjugarði? Það er einhver sem er að reyna að koma höggi á okkur, ég hef aldrei vitað þetta,“ segir Birgir. Hann segir málið vera hið ótrúlegasta. „Þetta er einhver sem er að reyna að klekkja á okkur, það eru margir Samfylkingarmenn og Viðreisnarmenn sem eru ekki voða hrifnir af þessu. Það er nokkuð ljóst að þetta er eitthvað svoleiðis, við erum ekki að setja þetta á leiði.“ Vigdís Hauksdóttir, annar talsmanna samtakanna, var verulega brugðið þegar blaðamaður bar miðadreifinguna undir hana. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um málið, en það væri ljóst að samtökin sjálf bæru ekki ábyrgð á miðadreifingunni. Pokemon Go Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Miðum frá samtökunum Orkan okkar var stillt upp í blómaskreytingum og við leiði í Fossvogskirkjugarði. Erlingur Sigvaldsson var á göngu um kirkjugarðinn þegar hann varð var við miðana, sem hann segir hafa verið á í það minnsta þremur leiðum. „Þetta var aðkoman. Ég var í Pokémon Go í Fossvogskirkjugarði, sem ég hef gert nokkrum sinnum áður, og labbaði fram hjá þessum leiðum sem voru nokkuð undarlega merkt,“ segir Erlingur sem vakti athygli á málinu á Twitter. Hann hafi séð miðunum stillt upp á þremur leiðum en í garðinum var að finna annan pappír sem hann segir mögulega hafa fokið af leiðunum. Yfirskrift miðana er „10 góðar ástæður til að segja nei við orkupakkanum“ og eru þar útlistuð rök samtakanna fyrir því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Hann segir miðana hafa verið áberandi á leiðunum og það hafi vakið athygli hans.„Við erum ekki að setja þetta á leiði“Miðarnir fundust á þremur leiðum í garðinum.TwitterÍ samtali við fréttastofu segist Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, ekki kannast við miðadreifinguna. Hún sé ekki á vegum samtakanna sjálfra heldur sé líklegra að andstæðingar þeirra séu á bakvið gjörninginn. „Leiðum í Fossvogskirkjugarði? Það er einhver sem er að reyna að koma höggi á okkur, ég hef aldrei vitað þetta,“ segir Birgir. Hann segir málið vera hið ótrúlegasta. „Þetta er einhver sem er að reyna að klekkja á okkur, það eru margir Samfylkingarmenn og Viðreisnarmenn sem eru ekki voða hrifnir af þessu. Það er nokkuð ljóst að þetta er eitthvað svoleiðis, við erum ekki að setja þetta á leiði.“ Vigdís Hauksdóttir, annar talsmanna samtakanna, var verulega brugðið þegar blaðamaður bar miðadreifinguna undir hana. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um málið, en það væri ljóst að samtökin sjálf bæru ekki ábyrgð á miðadreifingunni.
Pokemon Go Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31