Þetta kemur fram í þarlendum fjölmiðlum en tildrög slyssins eru sögð hafa verið þannig að Íslendingurinn hafi hjólað aftan á kyrrstæðan dráttarbíl.
Sjá má á myndbandi af vettvangi hvernig gangandi vegfarendur komu manninum til aðstoðar en í fréttum taílenskra fjölmiðla segir að maðurinn hafi slasast á höfði við áreksturinn.
Aðstoðuðu vegfarendur manninn með því að hringja á sjúkrabíl og halda sólhlífum yfir hjólreiðamanninum á meðan beðið var eftir sjúkrabíl, enda mikill hiti þegar slysið átti sér stað. Var maðurinn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar