Borgarstjóra blöskrar umræða um stam Seðlabankastjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2019 13:05 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, getur ekki orða bundist yfir því hve margir leggja lykkju á leið sinni í umræðu um nýjan Seðlabankastjóra til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann stami. Borgarstjóri skrifar pistil í tilefni þessa en Ásgeir tók við starfinu í vikunni. „Ég ólst upp við það að Gauti bróðir stamaði. Mjög illa. Frá frumbernsku man ég eftir kvíðanum og angistinni sem fylgdi þessu og ég man eftir umræðum við foreldra okkar um mikilvægi þolinmæði, bíða, ekki grípa frammí og ekki gera óþarfa mál úr þessu. Það þurfti varla að hafa orð á því að stríðni eða háð væri útilokað,“ segir Dagur. „Ég gat hins vegar orðið mjög reiður ef ég fann fyrir háði eða stríðni í garð bróður míns út af þessu. Stamið eltist af honum og ég veit fyrir víst að Ásgeir hefur með mikilli vinnu unnið mjög úr sínu málhelti.“ Hann segir að síðar á ævinni hafi hann kynnst því að margt kjarkmesta fólk sem hann hafi kynnst hafi þá reynslu að hafa þurft að glíma við stam.Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins 2011. Dagur segir hann mikla fyrirmynd þegar komi að stami.Fréttablaðið/pjetur„Ég vona að Heiðar Helguson knattspyrnumaður fyrirgefi mér að ég nefni hann sem sérstaka fyrirmynd í þessu efni. Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag og bið allt fullorðið fólk að hugleiða þessi orð. Ef við krakkarnir gátum tekið tillit og sýnt stuðning fjögurra, fimm ára gömul, hljótum við öll að geta gert það.“ Fleiri virðast hafa tekið eftir þessari umræðu og leggja orð í belg. Þeirra á meðal Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. „Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað fullorðið fólk hefur talað um málhelti seðlabankastjóra með ljótum og stórum orðum. Ég veit að Ásgeir getur tekist á við það en það er bara svo vont að verða vitni að svona miklum andstyggilegheitum, maður verður ekkert sérlega bjartsýnn á samfélagið.“ Umræðan sem Dagur nefnir virðist hins vegar koma Illuga Jökulssyni og fleirum í opna skjöldu. Sumir gerðu sér ekki grein fyrir að Ásgeir stamaði og aðrir segjast ekki hafa orðið varir við neina umræðu hvað þetta varði. „Þetta er fínn pistill en ég hef hlustað á Ásgeir Jónsson tala í 12-13 ár og hafði ekki hugmynd um að hann stamaði og hef hvorki fyrr né síðar séð neinn skamma hann fyrir það. Ég vissi ekki af þessu fyrr en það var farið að skamma einhverja ónafngreinda menn fyrir að gera lítið úr honum vegna þessa.“ „Vel mælt. Tek hér undir hvert orð!“ segir Jakob Frímann Magnússon. Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, getur ekki orða bundist yfir því hve margir leggja lykkju á leið sinni í umræðu um nýjan Seðlabankastjóra til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann stami. Borgarstjóri skrifar pistil í tilefni þessa en Ásgeir tók við starfinu í vikunni. „Ég ólst upp við það að Gauti bróðir stamaði. Mjög illa. Frá frumbernsku man ég eftir kvíðanum og angistinni sem fylgdi þessu og ég man eftir umræðum við foreldra okkar um mikilvægi þolinmæði, bíða, ekki grípa frammí og ekki gera óþarfa mál úr þessu. Það þurfti varla að hafa orð á því að stríðni eða háð væri útilokað,“ segir Dagur. „Ég gat hins vegar orðið mjög reiður ef ég fann fyrir háði eða stríðni í garð bróður míns út af þessu. Stamið eltist af honum og ég veit fyrir víst að Ásgeir hefur með mikilli vinnu unnið mjög úr sínu málhelti.“ Hann segir að síðar á ævinni hafi hann kynnst því að margt kjarkmesta fólk sem hann hafi kynnst hafi þá reynslu að hafa þurft að glíma við stam.Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins 2011. Dagur segir hann mikla fyrirmynd þegar komi að stami.Fréttablaðið/pjetur„Ég vona að Heiðar Helguson knattspyrnumaður fyrirgefi mér að ég nefni hann sem sérstaka fyrirmynd í þessu efni. Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag og bið allt fullorðið fólk að hugleiða þessi orð. Ef við krakkarnir gátum tekið tillit og sýnt stuðning fjögurra, fimm ára gömul, hljótum við öll að geta gert það.“ Fleiri virðast hafa tekið eftir þessari umræðu og leggja orð í belg. Þeirra á meðal Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. „Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað fullorðið fólk hefur talað um málhelti seðlabankastjóra með ljótum og stórum orðum. Ég veit að Ásgeir getur tekist á við það en það er bara svo vont að verða vitni að svona miklum andstyggilegheitum, maður verður ekkert sérlega bjartsýnn á samfélagið.“ Umræðan sem Dagur nefnir virðist hins vegar koma Illuga Jökulssyni og fleirum í opna skjöldu. Sumir gerðu sér ekki grein fyrir að Ásgeir stamaði og aðrir segjast ekki hafa orðið varir við neina umræðu hvað þetta varði. „Þetta er fínn pistill en ég hef hlustað á Ásgeir Jónsson tala í 12-13 ár og hafði ekki hugmynd um að hann stamaði og hef hvorki fyrr né síðar séð neinn skamma hann fyrir það. Ég vissi ekki af þessu fyrr en það var farið að skamma einhverja ónafngreinda menn fyrir að gera lítið úr honum vegna þessa.“ „Vel mælt. Tek hér undir hvert orð!“ segir Jakob Frímann Magnússon.
Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent