Vilja láta taka niður steinvegg hvalaskoðunarfyrirtækis Sveinn Arnarsson skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Hlaðni steinveggurinn sem um ræðir umlykur lóð hvalaskoðunarfyrirtækisins við Hafnarstétt á Húsavík. Norðurþing hefur farið fram á það við hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants að fjarlægt verði mannvirki sem fyrirtækið nýtir við Hafnarstétt á Húsavík. Ekki hafa fengist tilætluð leyfi að mati sveitarfélagsins fyrir mannvirkinu og er það því kallað óleyfismannvirki. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings sendi fyrirtækinu Gentle Giants bréf þann 16. ágúst þar sem þess er einfaldlega krafist að fjarlægt verði það mannvirki sem stendur utan lóðar fyrirtækisins við Hafnarstétt 13. Mannvirkið er í raun hlaðinn veggur sem umlykur lóðina, steinveggur sem er utan lóðarmarka. Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings, segir málið hafa hafist í ágúst í fyrra þegar hann hafi orðið þess áskynja að framkvæmdir væru hafnar við þennan steinvegg utan lóðarmarka. Var þá farið fram á verkstöðvun og að veggurinn yrði fjarlægður. „Sú ákvörðun sveitarfélagsins var svo kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin kvað svo upp í lok síðasta árs sveitarfélaginu í vil,“ segir Gaukur. „Þá fór sveitarfélagið í það að reyna að koma á samkomulagi við fyrirtækið en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað ganga að því samkomulagi.“ Því eru skiptar skoðanir á málinu og menn ekki á eitt sáttir um lyktir mála. Ljóst er samkvæmt fundargerðum skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings að nú sé mál að linni og umleitanir um samkomulag ekki í höfn. „Fyrirtækið hefur síðan haldið áfram að framkvæma utan lóðarmarka eftir að úrskurður var kveðinn upp, umfram það sem áður var,“ bætir Gaukur við. Saga hvalaskoðunar á Húsavík er nokkuð löng og hún er ein af undirstöðum ferðaþjónustu í bænum. Að minnsta kosti fjögur fyrirtæki, misstór að vanda, hafa starfað við hvalaskoðun á svæðinu í gegnum tíðina og er Gentle Giants eitt það stærsta á landinu og sinnir tugþúsundum gesta ár hvert. Um það bil níu skip eru í notkun hjá fyrirtækinu og eru svokallaði RIB-bátar, hraðskreiðir opnir harðskeljabátar, þeir vinsælustu innan flotans. Stefán Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins Gentle Giants, vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Norðurþing hefur farið fram á það við hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants að fjarlægt verði mannvirki sem fyrirtækið nýtir við Hafnarstétt á Húsavík. Ekki hafa fengist tilætluð leyfi að mati sveitarfélagsins fyrir mannvirkinu og er það því kallað óleyfismannvirki. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings sendi fyrirtækinu Gentle Giants bréf þann 16. ágúst þar sem þess er einfaldlega krafist að fjarlægt verði það mannvirki sem stendur utan lóðar fyrirtækisins við Hafnarstétt 13. Mannvirkið er í raun hlaðinn veggur sem umlykur lóðina, steinveggur sem er utan lóðarmarka. Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings, segir málið hafa hafist í ágúst í fyrra þegar hann hafi orðið þess áskynja að framkvæmdir væru hafnar við þennan steinvegg utan lóðarmarka. Var þá farið fram á verkstöðvun og að veggurinn yrði fjarlægður. „Sú ákvörðun sveitarfélagsins var svo kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin kvað svo upp í lok síðasta árs sveitarfélaginu í vil,“ segir Gaukur. „Þá fór sveitarfélagið í það að reyna að koma á samkomulagi við fyrirtækið en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað ganga að því samkomulagi.“ Því eru skiptar skoðanir á málinu og menn ekki á eitt sáttir um lyktir mála. Ljóst er samkvæmt fundargerðum skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings að nú sé mál að linni og umleitanir um samkomulag ekki í höfn. „Fyrirtækið hefur síðan haldið áfram að framkvæma utan lóðarmarka eftir að úrskurður var kveðinn upp, umfram það sem áður var,“ bætir Gaukur við. Saga hvalaskoðunar á Húsavík er nokkuð löng og hún er ein af undirstöðum ferðaþjónustu í bænum. Að minnsta kosti fjögur fyrirtæki, misstór að vanda, hafa starfað við hvalaskoðun á svæðinu í gegnum tíðina og er Gentle Giants eitt það stærsta á landinu og sinnir tugþúsundum gesta ár hvert. Um það bil níu skip eru í notkun hjá fyrirtækinu og eru svokallaði RIB-bátar, hraðskreiðir opnir harðskeljabátar, þeir vinsælustu innan flotans. Stefán Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins Gentle Giants, vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar Fréttablaðið náði tali af honum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30
Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30