Bone-orðin 10: Harpa heillast að ástríðu, auðmýkt og einlægni Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. ágúst 2019 19:30 Harpa Björnsdóttir segir hvaða eiginleikar henni finnast aðlaðandi og óaðlaðandi í fari fólks. Harpa Björnsdóttir listakona með meiru er með BA í vöruhönnun og stundar nú mastersnám í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Með náminu vinnur hún sem leiðbeinandi í sjálfstæðri búsetu fyrir fólk með þroskahömlun. Harpa elskar að brasa og stússast og þegar Makamál náðu tali af henni var hún í þann mund að klára að mála íbúðina sína þar sem gulur litur ræður ríkjum. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orð Hörpu eru. Hvaða eignleikar eru það sem henni finnast heillandi og óheillandi í fari manneskju? Aðsend myndON:1. Húmor. Grín er ómissandi. Fólk sem gerir grín að sjálfu sér, bullar, býr til grín, skilur þegar aðrir eru að grínast, notar kaldhæðni, ýkir svolítið og daðrar við mörkin en fer ekki yfir þau fær fullt hús stiga. 2. Þegar fólk er búið að taka aðeins til í sínum eigin skúffum og er sátt í sér, stendur með sjálfum sér og er sama hvað öðrum finnst. Þá flýtur allt þetta góða með. Sjálfsöryggið, metnaðurinn, heiðarleikinn, ljóminn og velgengnin! 3. Ástríða. Þegar fólk hefur ástríðu fyrir einhverju, hlustar á hana og eltir drauma sína. 4. Tilfinningagreind. Að geta greint sínar eigin tilfinningar og tilfinningar annarra. Þá er hægt að tengjast annari manneskju. Að geta deilt, hlustað, gefið og þáð, sýnt auðmýkt og einlægni. Það finnst mér vera mikil dyggð. 5. Smáatriðin. Það eru oft smáatriðin hverju sinni sem skipta mestu máli, en ef til vill erfitt að lýsa því hvað það er. Gæti verið bros, skökk tönn, fæðingarblettur, ákveðinn hljómur í rödd eða hlátri, frekjuskarð, lykt, kækur, göngulag eða augnaráð. Oftast er það samt þetta ósýnilega.OFF: 1. Sjálfsvorkunn. Að dvelja í neikvæðni, reiði og biturð og setja sig í hlutverk fórnarlambs er mikill löstur og afar óheillandi. 2. Afbrýðisemi. Það er auðvitað ekkert annað en óöryggi. Algjört eitur og ég hef enga þolinmæði fyrir henni. 3. Níska. Þarf ekki að fara nánar út í það, alveg til að drepa stemninguna. 4. Leti. Í alvöru! Versti texti í jólalagi eða jafnvel bara lagi yfir höfuð er Ef ég nenni með Helga Bjöss. Ég hugsa alltaf þegar ég heyri þetta lag:Hversu slöpp týpa ertu ef þú ert það latur að þú nennir ekki einu sinni að senda ástinni þinni jólakort? Ekki það að Helgi Bjöss sé slöpp týpa. Ég meina eru ekki allir sexý? Mér finnst rigning góð og allt það! 5. Fólk sem er alltaf að tala um hvað það sé þreytt. Í guðana bænum talaðu ekki um þetta við nokkra manneskju, farðu og leggðu þig eða eitthvað. Kemur mér ekki við.Aðsend myndMakamál þakka Hörpu innilega fyrir spjallið og vona að guli liturinn muni slá í gegn á heimilinu. Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar Hörpu hér: Bone-orðin 10 Tengdar fréttir Emojional: Rikki G um lífið og rómantík Ríkharður Óskar Guðnason eða Rikki G eins og hann er oftast kallaður er dagskrárstjóri FM957 og þáttastjórnandi á Stöð 2. Makamál tóku létt spjall við Rikka á Facebook og spurðu hann um lífið og rómantíkina. Rikki mátti eingöngu svara spurningum með emojis (táknmyndum). Sjáum hversu emojional Rikki G er. 20. ágúst 2019 20:15 Einhleypan: Ása Bríet segir ástina púsluspil Ása Bríet er 23 ára klæðskeri og textílhönnuður. Síðasta árið hefur hún unnið sjálfstætt í ýmsum verkefnum og mikið með íslensku tónlistarfólki. Ása Bríet er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 20. ágúst 2019 14:00 Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Hvað er það sem gerir okkur góð í rúminu? Og hvað er það raunverulega að vera GÓÐUR í rúminu? 21. ágúst 2019 20:15 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Spurning vikunnar: Hver á að bera upp bónorðið? Makamál „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Makamál Sesar A gaf kærustunni frumlega afmælisgjöf Makamál Erfiðast að endurheimta traust og virðingu fyrrverandi maka þegar skilnaður er frágenginn Makamál Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypa vikunnar: Brynja Jónbjarnardóttir Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Harpa Björnsdóttir listakona með meiru er með BA í vöruhönnun og stundar nú mastersnám í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Með náminu vinnur hún sem leiðbeinandi í sjálfstæðri búsetu fyrir fólk með þroskahömlun. Harpa elskar að brasa og stússast og þegar Makamál náðu tali af henni var hún í þann mund að klára að mála íbúðina sína þar sem gulur litur ræður ríkjum. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orð Hörpu eru. Hvaða eignleikar eru það sem henni finnast heillandi og óheillandi í fari manneskju? Aðsend myndON:1. Húmor. Grín er ómissandi. Fólk sem gerir grín að sjálfu sér, bullar, býr til grín, skilur þegar aðrir eru að grínast, notar kaldhæðni, ýkir svolítið og daðrar við mörkin en fer ekki yfir þau fær fullt hús stiga. 2. Þegar fólk er búið að taka aðeins til í sínum eigin skúffum og er sátt í sér, stendur með sjálfum sér og er sama hvað öðrum finnst. Þá flýtur allt þetta góða með. Sjálfsöryggið, metnaðurinn, heiðarleikinn, ljóminn og velgengnin! 3. Ástríða. Þegar fólk hefur ástríðu fyrir einhverju, hlustar á hana og eltir drauma sína. 4. Tilfinningagreind. Að geta greint sínar eigin tilfinningar og tilfinningar annarra. Þá er hægt að tengjast annari manneskju. Að geta deilt, hlustað, gefið og þáð, sýnt auðmýkt og einlægni. Það finnst mér vera mikil dyggð. 5. Smáatriðin. Það eru oft smáatriðin hverju sinni sem skipta mestu máli, en ef til vill erfitt að lýsa því hvað það er. Gæti verið bros, skökk tönn, fæðingarblettur, ákveðinn hljómur í rödd eða hlátri, frekjuskarð, lykt, kækur, göngulag eða augnaráð. Oftast er það samt þetta ósýnilega.OFF: 1. Sjálfsvorkunn. Að dvelja í neikvæðni, reiði og biturð og setja sig í hlutverk fórnarlambs er mikill löstur og afar óheillandi. 2. Afbrýðisemi. Það er auðvitað ekkert annað en óöryggi. Algjört eitur og ég hef enga þolinmæði fyrir henni. 3. Níska. Þarf ekki að fara nánar út í það, alveg til að drepa stemninguna. 4. Leti. Í alvöru! Versti texti í jólalagi eða jafnvel bara lagi yfir höfuð er Ef ég nenni með Helga Bjöss. Ég hugsa alltaf þegar ég heyri þetta lag:Hversu slöpp týpa ertu ef þú ert það latur að þú nennir ekki einu sinni að senda ástinni þinni jólakort? Ekki það að Helgi Bjöss sé slöpp týpa. Ég meina eru ekki allir sexý? Mér finnst rigning góð og allt það! 5. Fólk sem er alltaf að tala um hvað það sé þreytt. Í guðana bænum talaðu ekki um þetta við nokkra manneskju, farðu og leggðu þig eða eitthvað. Kemur mér ekki við.Aðsend myndMakamál þakka Hörpu innilega fyrir spjallið og vona að guli liturinn muni slá í gegn á heimilinu. Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar Hörpu hér:
Bone-orðin 10 Tengdar fréttir Emojional: Rikki G um lífið og rómantík Ríkharður Óskar Guðnason eða Rikki G eins og hann er oftast kallaður er dagskrárstjóri FM957 og þáttastjórnandi á Stöð 2. Makamál tóku létt spjall við Rikka á Facebook og spurðu hann um lífið og rómantíkina. Rikki mátti eingöngu svara spurningum með emojis (táknmyndum). Sjáum hversu emojional Rikki G er. 20. ágúst 2019 20:15 Einhleypan: Ása Bríet segir ástina púsluspil Ása Bríet er 23 ára klæðskeri og textílhönnuður. Síðasta árið hefur hún unnið sjálfstætt í ýmsum verkefnum og mikið með íslensku tónlistarfólki. Ása Bríet er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 20. ágúst 2019 14:00 Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Hvað er það sem gerir okkur góð í rúminu? Og hvað er það raunverulega að vera GÓÐUR í rúminu? 21. ágúst 2019 20:15 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Spurning vikunnar: Hver á að bera upp bónorðið? Makamál „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Makamál Sesar A gaf kærustunni frumlega afmælisgjöf Makamál Erfiðast að endurheimta traust og virðingu fyrrverandi maka þegar skilnaður er frágenginn Makamál Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypa vikunnar: Brynja Jónbjarnardóttir Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Emojional: Rikki G um lífið og rómantík Ríkharður Óskar Guðnason eða Rikki G eins og hann er oftast kallaður er dagskrárstjóri FM957 og þáttastjórnandi á Stöð 2. Makamál tóku létt spjall við Rikka á Facebook og spurðu hann um lífið og rómantíkina. Rikki mátti eingöngu svara spurningum með emojis (táknmyndum). Sjáum hversu emojional Rikki G er. 20. ágúst 2019 20:15
Einhleypan: Ása Bríet segir ástina púsluspil Ása Bríet er 23 ára klæðskeri og textílhönnuður. Síðasta árið hefur hún unnið sjálfstætt í ýmsum verkefnum og mikið með íslensku tónlistarfólki. Ása Bríet er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 20. ágúst 2019 14:00
Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Hvað er það sem gerir okkur góð í rúminu? Og hvað er það raunverulega að vera GÓÐUR í rúminu? 21. ágúst 2019 20:15