„Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. apríl 2025 20:02 Ása og Leo líður best þegar þau eru á ferðinni saman og upplifa eitthvað nýtt. Ása Steinars „Það er þessi orka og samhugur sem heldur okkur gangandi. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa fundið einhvern sem er bæði ástin og sálufélagi minn,“ segir ferðaljósmyndarinn Ása Steinars um samband sitt og eiginmanns síns, Leo Sebastian Alsved. Saman eiga þau einn dreng og eiga von á öðrum. Ása er einn stærsti áhrifavaldur Íslands og er með um 1,4 milljón fylgjendur á Instagram. Hún starfar við ljósmyndun og flakkar vítt og breitt um heiminn í starfi sínu og deilir því á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars (@asasteinars) Hjónin festu kaup á fallegu einbýlishúsi í Garðabæ í lok síðasta árs. Undanfarin ár hafa þau flakkað heimshorna á milli líkt og fylgjendur Ásu á samfélagsmiðlum vita mæta vel, meðal annars í uppgerðum húsbíl. Ása Steinars Ása situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvernig kynntust þið? Við kynntumst á skíðum í Ölpunum í Austurríki. Ég og vinkona mín bókuðum okkur í skíðaferð með The Ski Week í Ölpunum í Austurríki, og það reyndist svo að Leo átti og rak fyrirtækið. Við kynntumst fyrst þegar ég nefndi við hann að ég væri ljósmyndari og langaði að vinna með þeim. Eftir það héldum við sambandi. Hann skíðaði svo í jakkafötum yfir sundlaug í svokölluðu „pond skimming“ og ég man að það heillaði, ég hugsaði þessi gæji er öðruvísi hehe. Ása Steinars Rétta mómentið í Króatíu Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég byrjaði að spjalla við hann, en það var ekki beint í rómantískum tilgangi, þannig að í raun má segja að hann hafi tekið fyrsta skrefið í að eltast við mig. Fyrsti kossinn okkar: Hann var í Króatíu eftir að við höfðum hist hér og þar á ferðalögum og verið í reglulegu sambandi. Það var rétta mómentið. Fyrsta stefnumótið? Það má eiginlega segja að fyrsta stefnumótið hafi verið þegar hann bauð mér til Króatíu sumarið eftir að við kynntumst. Hann réð mig til að mynda viðburð sem hann stóð fyrir á einkaeyju. Eitt kvöldið sigldi hann með mér á hraðbát yfir á aðra eyju þar sem við krössuðum partý í gömlu virki. Það var byrjunin á okkar sambandi og síðar ákváðum við að gifta okkur í þessu sama virki, Fort George. Ása Steinars Þannig brúðkaupið okkar var á sama stað og sambandið okkar byrjaði. Það var ótrúlega dýrmætt að sjá alla vini okkar og fjölskyldu samankomin í virkinu í brúðkaupinu. Ása Steinars Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar? Við erum í grunninn bestu vinir og sálufélagar. Við rekum bæði fjölskyldu og fyrirtæki saman og styðjum hvort annað heilshugar. Fólk segir gjarnan að það virðist sem við getum “talað endalaust saman,” því við eigum svo margt sameiginlegt og erum bæði með fullt af hugmyndum, stundum of margar til að framkvæma. En það er þessi orka og samhugur sem heldur okkur gangandi. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa fundið einhvern sem er bæði ástin og sálufélaginn minn. Við eigum saman (bráðum) tvö börn, rekum fyrirtæki og tökum ákvarðanir saman, en hlutverkin okkar eru ekki samkvæmt einhverri hefðbundinni kynjaskiptingu. Ég er oft sú sem kemur með stóru hugmyndirnar, þróa verkefni og hrindi þeim af stað. Leo er sá sem heldur öllu gangandi, sér um praktísk atriði, skipulag og það gildir líka um heimilið. Hann eldar meira, þvær þvottinn og sér um að allt gangi smurt þegar ég er upptekin í vinnunni eða í verkefnum erlendis, eins og þegar ég fer til Grænlands. Hann hefur alltaf verið sá sem stígur inn þar sem þörf er á, án þess að einhver þurfi að biðja hann um það. Hann kallar sig oft „houseman“ og er stoltur af því, sem mér finnst alveg dásamlegt. Ása Steinars Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Að vera úti í náttúrunni saman, kannski í göngu, á toppi fjalls, eða í heitum potti einhvers staðar úti í óbyggðum. Þar sem við erum bæði 100% til staðar, njótum augnabliksins og tímans saman. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín: The Notebook. Ég veit, klisja kannski, en it gets me everytime. Lagið ykkar: Home - The Magnetic Zeros. Það varð lagið okkar eftir að hafa búið í ferðatöskum og húsbílum árum saman. Heimilið okkar hefur alltaf verið “hvort annað”, frekar en einhver ákveðinn staður. Við dönsuðum fyrsta dansinn okkar í brúðkaupinu við þetta lag og tárin streyma þegar ég hugsa um það. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Já, mjög mörg. Við elskum bæði að skíða, fara í snjósleðaferðir, fjallgöngur, húsbílaferðalög og ferðast um heiminn. Okkur líður best þegar við erum á ferðinni saman og upplifum eitthvað nýtt. Ása Steinars Hvort ykkar eldar meira? Leo tekur þann titil. Hann er mjög fær í eldhúsinu og eldar hollan mat og stundum sænskar kjötbollur. Hann kemur sífellt á óvart þegar hann ber fram “toast skagen”, síld, bakaða kanilsnúða eða annan týpískan sænskan mat. Haldið þið upp á sambandsafmælið? Við einblínum mest á brúðkaupsafmælið okkar sem er 16. júlí. Það er okkar dagur. Eruði rómantísk? Ekki á þann skipulagða, kerta og rauðra rósa blóma hátt. En við eigum óteljandi rómantísk augnablik sem verða til óvænt, þegar við erum að gera eitthvað skemmtilegt saman, í húsbílnum okkar eða í einhverjum ævintýrum. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Flugmiði til Íslands. Fyrsta gjöfin sem hann gaf mér: Hann gaf mér hefðbundinn austurrískan “Dirndl” þjóðbúning sem ég hafði leigt í þessari fyrstu skíðaferð í Ölpunum, því það var svona Októberfest-kvöld. Honum fannst það vera minning um upphafið okkar og vildi að ég ætti hann sjálf, þannig hann hafði samband við fataleiguna og keypti hann. Hann á reyndar líka Lederhosen svo við erum alveg klár í næsta Októberfest í München! Ása Steinars Maðurinn minn er: Sænskur, með stórt hjarta, business-smart og ótrúlega jarðbundinn, hann heldur jafnvægi á lífi okkar. Rómantískasti staður á Íslandi: Ósnortnar náttúrulaugar úti í náttúrunni, sérstaklega á vestfjörðum. Fyndnasta minningin af okkur saman: Það er líklega þegar ég stal tannburstanum hans snemma í sambandinu. Hann grunaði mig strax en ég neitaði, svo fór ég út í búð og ég ætlaði að kaupa nýjan í laumi, en hann sá mig strax og ég stakk honum bara í veskið. Þetta var neyðartilfelli, ok? Ása Steinars Titill á ævisögu okkar: Kaos. Fullkomið kaos. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við eldum hollan og góðan mat saman eða bökum með litla stráknum okkar. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Klár, góður pabbi, lausnamiðaður og algjör “yes-man” og alltaf tilbúinn í ævintýri. (ok þrjú orð eru ekki nóg) Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Vonandi enn að hafa gaman, í góðu formi og ferðast. En fyrst og fremst: ennþá bestu vinir. Ása Steinars Hvernig viðhaldið þið neistanum? Með því að prófa nýja hluti, ferðast, hlæja mikið og setja símana frá okkur þegar það skiptir máli. Ást er… að drekka morgun-kaffibollan saman. Ást er... Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Vala Grand Einarsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson, sem vinir og fjölskylda kalla Bryn, eru nýlega byrjuð saman eftir að þau kynntust á stefnumótaforritinu Smitten. Vala lýsir þeim sem tækniáhugafólki þar sem þau vinna bæði í tæknigeiranum og deila ástríðu fyrir tölvuleikjum. 10. apríl 2025 07:01 Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar Leo Sebastian Alsved hafa fest kaup á einbýlishúsi við Steinás í Garðabæ. Hjónin greiddu 188 milljónir fyrir eignina. 20. nóvember 2024 11:31 Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Héraðsdómur í Washington borg hefur vísað frá gagnkröfum sem bandarískt markaðsfyrirtæki höfðaði gegn íslenska áhrifavaldinum Ásu Steinarsdóttur. Var það í kjölfar þess að Ása stefndi fyrirtækinu fyrir brot á höfundarrétti. Dómurinn féll þann 14. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2025 07:01 Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar Leo Sebastian Alsved eiga von á sínu öðru barni saman. Hjónin tilkynntu í færslu á Instagram í gær að þau ættu von á dreng. 4. apríl 2025 09:52 Mest lesið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Brynja, fyrsta Einhleypa Makamála, er gengin út Makamál „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Makamál Fleiri fréttir „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Einhleypan: „No bullshit týpa“ Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Sjá meira
Ása er einn stærsti áhrifavaldur Íslands og er með um 1,4 milljón fylgjendur á Instagram. Hún starfar við ljósmyndun og flakkar vítt og breitt um heiminn í starfi sínu og deilir því á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars (@asasteinars) Hjónin festu kaup á fallegu einbýlishúsi í Garðabæ í lok síðasta árs. Undanfarin ár hafa þau flakkað heimshorna á milli líkt og fylgjendur Ásu á samfélagsmiðlum vita mæta vel, meðal annars í uppgerðum húsbíl. Ása Steinars Ása situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvernig kynntust þið? Við kynntumst á skíðum í Ölpunum í Austurríki. Ég og vinkona mín bókuðum okkur í skíðaferð með The Ski Week í Ölpunum í Austurríki, og það reyndist svo að Leo átti og rak fyrirtækið. Við kynntumst fyrst þegar ég nefndi við hann að ég væri ljósmyndari og langaði að vinna með þeim. Eftir það héldum við sambandi. Hann skíðaði svo í jakkafötum yfir sundlaug í svokölluðu „pond skimming“ og ég man að það heillaði, ég hugsaði þessi gæji er öðruvísi hehe. Ása Steinars Rétta mómentið í Króatíu Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég byrjaði að spjalla við hann, en það var ekki beint í rómantískum tilgangi, þannig að í raun má segja að hann hafi tekið fyrsta skrefið í að eltast við mig. Fyrsti kossinn okkar: Hann var í Króatíu eftir að við höfðum hist hér og þar á ferðalögum og verið í reglulegu sambandi. Það var rétta mómentið. Fyrsta stefnumótið? Það má eiginlega segja að fyrsta stefnumótið hafi verið þegar hann bauð mér til Króatíu sumarið eftir að við kynntumst. Hann réð mig til að mynda viðburð sem hann stóð fyrir á einkaeyju. Eitt kvöldið sigldi hann með mér á hraðbát yfir á aðra eyju þar sem við krössuðum partý í gömlu virki. Það var byrjunin á okkar sambandi og síðar ákváðum við að gifta okkur í þessu sama virki, Fort George. Ása Steinars Þannig brúðkaupið okkar var á sama stað og sambandið okkar byrjaði. Það var ótrúlega dýrmætt að sjá alla vini okkar og fjölskyldu samankomin í virkinu í brúðkaupinu. Ása Steinars Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar? Við erum í grunninn bestu vinir og sálufélagar. Við rekum bæði fjölskyldu og fyrirtæki saman og styðjum hvort annað heilshugar. Fólk segir gjarnan að það virðist sem við getum “talað endalaust saman,” því við eigum svo margt sameiginlegt og erum bæði með fullt af hugmyndum, stundum of margar til að framkvæma. En það er þessi orka og samhugur sem heldur okkur gangandi. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa fundið einhvern sem er bæði ástin og sálufélaginn minn. Við eigum saman (bráðum) tvö börn, rekum fyrirtæki og tökum ákvarðanir saman, en hlutverkin okkar eru ekki samkvæmt einhverri hefðbundinni kynjaskiptingu. Ég er oft sú sem kemur með stóru hugmyndirnar, þróa verkefni og hrindi þeim af stað. Leo er sá sem heldur öllu gangandi, sér um praktísk atriði, skipulag og það gildir líka um heimilið. Hann eldar meira, þvær þvottinn og sér um að allt gangi smurt þegar ég er upptekin í vinnunni eða í verkefnum erlendis, eins og þegar ég fer til Grænlands. Hann hefur alltaf verið sá sem stígur inn þar sem þörf er á, án þess að einhver þurfi að biðja hann um það. Hann kallar sig oft „houseman“ og er stoltur af því, sem mér finnst alveg dásamlegt. Ása Steinars Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Að vera úti í náttúrunni saman, kannski í göngu, á toppi fjalls, eða í heitum potti einhvers staðar úti í óbyggðum. Þar sem við erum bæði 100% til staðar, njótum augnabliksins og tímans saman. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín: The Notebook. Ég veit, klisja kannski, en it gets me everytime. Lagið ykkar: Home - The Magnetic Zeros. Það varð lagið okkar eftir að hafa búið í ferðatöskum og húsbílum árum saman. Heimilið okkar hefur alltaf verið “hvort annað”, frekar en einhver ákveðinn staður. Við dönsuðum fyrsta dansinn okkar í brúðkaupinu við þetta lag og tárin streyma þegar ég hugsa um það. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Já, mjög mörg. Við elskum bæði að skíða, fara í snjósleðaferðir, fjallgöngur, húsbílaferðalög og ferðast um heiminn. Okkur líður best þegar við erum á ferðinni saman og upplifum eitthvað nýtt. Ása Steinars Hvort ykkar eldar meira? Leo tekur þann titil. Hann er mjög fær í eldhúsinu og eldar hollan mat og stundum sænskar kjötbollur. Hann kemur sífellt á óvart þegar hann ber fram “toast skagen”, síld, bakaða kanilsnúða eða annan týpískan sænskan mat. Haldið þið upp á sambandsafmælið? Við einblínum mest á brúðkaupsafmælið okkar sem er 16. júlí. Það er okkar dagur. Eruði rómantísk? Ekki á þann skipulagða, kerta og rauðra rósa blóma hátt. En við eigum óteljandi rómantísk augnablik sem verða til óvænt, þegar við erum að gera eitthvað skemmtilegt saman, í húsbílnum okkar eða í einhverjum ævintýrum. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Flugmiði til Íslands. Fyrsta gjöfin sem hann gaf mér: Hann gaf mér hefðbundinn austurrískan “Dirndl” þjóðbúning sem ég hafði leigt í þessari fyrstu skíðaferð í Ölpunum, því það var svona Októberfest-kvöld. Honum fannst það vera minning um upphafið okkar og vildi að ég ætti hann sjálf, þannig hann hafði samband við fataleiguna og keypti hann. Hann á reyndar líka Lederhosen svo við erum alveg klár í næsta Októberfest í München! Ása Steinars Maðurinn minn er: Sænskur, með stórt hjarta, business-smart og ótrúlega jarðbundinn, hann heldur jafnvægi á lífi okkar. Rómantískasti staður á Íslandi: Ósnortnar náttúrulaugar úti í náttúrunni, sérstaklega á vestfjörðum. Fyndnasta minningin af okkur saman: Það er líklega þegar ég stal tannburstanum hans snemma í sambandinu. Hann grunaði mig strax en ég neitaði, svo fór ég út í búð og ég ætlaði að kaupa nýjan í laumi, en hann sá mig strax og ég stakk honum bara í veskið. Þetta var neyðartilfelli, ok? Ása Steinars Titill á ævisögu okkar: Kaos. Fullkomið kaos. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við eldum hollan og góðan mat saman eða bökum með litla stráknum okkar. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Klár, góður pabbi, lausnamiðaður og algjör “yes-man” og alltaf tilbúinn í ævintýri. (ok þrjú orð eru ekki nóg) Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Vonandi enn að hafa gaman, í góðu formi og ferðast. En fyrst og fremst: ennþá bestu vinir. Ása Steinars Hvernig viðhaldið þið neistanum? Með því að prófa nýja hluti, ferðast, hlæja mikið og setja símana frá okkur þegar það skiptir máli. Ást er… að drekka morgun-kaffibollan saman.
Ást er... Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Vala Grand Einarsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson, sem vinir og fjölskylda kalla Bryn, eru nýlega byrjuð saman eftir að þau kynntust á stefnumótaforritinu Smitten. Vala lýsir þeim sem tækniáhugafólki þar sem þau vinna bæði í tæknigeiranum og deila ástríðu fyrir tölvuleikjum. 10. apríl 2025 07:01 Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar Leo Sebastian Alsved hafa fest kaup á einbýlishúsi við Steinás í Garðabæ. Hjónin greiddu 188 milljónir fyrir eignina. 20. nóvember 2024 11:31 Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Héraðsdómur í Washington borg hefur vísað frá gagnkröfum sem bandarískt markaðsfyrirtæki höfðaði gegn íslenska áhrifavaldinum Ásu Steinarsdóttur. Var það í kjölfar þess að Ása stefndi fyrirtækinu fyrir brot á höfundarrétti. Dómurinn féll þann 14. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2025 07:01 Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar Leo Sebastian Alsved eiga von á sínu öðru barni saman. Hjónin tilkynntu í færslu á Instagram í gær að þau ættu von á dreng. 4. apríl 2025 09:52 Mest lesið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Brynja, fyrsta Einhleypa Makamála, er gengin út Makamál „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Makamál Fleiri fréttir „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Einhleypan: „No bullshit týpa“ Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Sjá meira
„Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Vala Grand Einarsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson, sem vinir og fjölskylda kalla Bryn, eru nýlega byrjuð saman eftir að þau kynntust á stefnumótaforritinu Smitten. Vala lýsir þeim sem tækniáhugafólki þar sem þau vinna bæði í tæknigeiranum og deila ástríðu fyrir tölvuleikjum. 10. apríl 2025 07:01
Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar Leo Sebastian Alsved hafa fest kaup á einbýlishúsi við Steinás í Garðabæ. Hjónin greiddu 188 milljónir fyrir eignina. 20. nóvember 2024 11:31
Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Héraðsdómur í Washington borg hefur vísað frá gagnkröfum sem bandarískt markaðsfyrirtæki höfðaði gegn íslenska áhrifavaldinum Ásu Steinarsdóttur. Var það í kjölfar þess að Ása stefndi fyrirtækinu fyrir brot á höfundarrétti. Dómurinn féll þann 14. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2025 07:01
Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar Leo Sebastian Alsved eiga von á sínu öðru barni saman. Hjónin tilkynntu í færslu á Instagram í gær að þau ættu von á dreng. 4. apríl 2025 09:52