Mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2019 12:30 MAST telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II. Fréttablaðið/Anton Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II í fólk. Þó er ekki hægt að útiloka að ísinn sé meðal smitleiða að sögn yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli bakteríur eftir að hafa verið í Efstadal tvö fyrr í sumar. Þeir sem veiktust áttu það öll sameiginlegt að hafa borðað heimagerðan ís á staðnum og beindust spjótin því helst að ísnum. Nú telur Matvælastofnun að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi verið ein af smitleiðum. Stofnunin vekur athygli bænda og annarra framleiðenda á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Í úðanum sem myndist við háþrýstiþvott geti verið sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér. „Þá spýtist skítur um loft, veggi og gólf og þá myndast líka úði. Skíturinn getur dreifst og í þessum úða getur verið smitefni, semsagt bakteríur. Þannig háttar til á þessum stað að það er tiltölulega stutt þar sem kálfarnir eru og þar sem fólk situr úti á bekkjum og það eru borð og þar er verið að borða nesti fyrir utan það að snerta kálfana þá getur þetta verið á borðum og stólum og líka í andrúmsloftinu ef það er nýbúið að háþrýstiþvo,“ sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir að það geti verið að úðinn hafi borist inn í ísbúðina og í ísinn, því sé ekki hægt að útiloka að ísinn hafi verið meðal smitleiða. Stofnunin mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur sínar þar sem lágþrýstiþvottur sé æskilegri. Slíkur þvottur myndar ekki úða og óhreinindi dreifast síður. E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. 21. ágúst 2019 09:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II í fólk. Þó er ekki hægt að útiloka að ísinn sé meðal smitleiða að sögn yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli bakteríur eftir að hafa verið í Efstadal tvö fyrr í sumar. Þeir sem veiktust áttu það öll sameiginlegt að hafa borðað heimagerðan ís á staðnum og beindust spjótin því helst að ísnum. Nú telur Matvælastofnun að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi verið ein af smitleiðum. Stofnunin vekur athygli bænda og annarra framleiðenda á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Í úðanum sem myndist við háþrýstiþvott geti verið sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér. „Þá spýtist skítur um loft, veggi og gólf og þá myndast líka úði. Skíturinn getur dreifst og í þessum úða getur verið smitefni, semsagt bakteríur. Þannig háttar til á þessum stað að það er tiltölulega stutt þar sem kálfarnir eru og þar sem fólk situr úti á bekkjum og það eru borð og þar er verið að borða nesti fyrir utan það að snerta kálfana þá getur þetta verið á borðum og stólum og líka í andrúmsloftinu ef það er nýbúið að háþrýstiþvo,“ sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir að það geti verið að úðinn hafi borist inn í ísbúðina og í ísinn, því sé ekki hægt að útiloka að ísinn hafi verið meðal smitleiða. Stofnunin mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur sínar þar sem lágþrýstiþvottur sé æskilegri. Slíkur þvottur myndar ekki úða og óhreinindi dreifast síður.
E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. 21. ágúst 2019 09:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. 21. ágúst 2019 09:10