Enginn á vaktinni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Nýlega rakst ég á mann sem rekur lítið fyrirtæki með nokkra starfsmenn í hefðbundnum rekstri. Fyrirtækið er eitt af þeim fjölmörgu litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem saman mynda undirstöðu íslenska hagkerfisins. Hann er með allt undir og veit mætavel að fyrirtækjarekstur er engin ávísun á ævintýralegan hagnað. Það gengur ágætlega þessa dagana en gangurinn er hins vegar beintengdur vinnuframlaginu. Vinnudagarnir eru langir og reksturinn er enn efst í huga þegar heim er komið. Því er ekki að undra að það hafi fokið í hann þegar hann tók stutta pásu frá erfiðisvinnu í vöruhúsinu og las frétt um launaþróun hjá hinu opinbera. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá nýjum tölum Hagstofunnar sem sýndu að heildarlaun á almennum vinnumarkaði árið 2018 hefðu verið að meðaltali 729 þúsund krónur á mánuði árið 2018 en heildarlaun ríkisstarfsmanna 818 þúsund krónur. Bilið hefur breikkað á síðustu árum. Kannski ein skýringin sé sú að fámennar ríkisstofnanir með enn færri verkefni hafa gert flesta starfsmenn sína að verkefnastjórum til að hækka þá um launaflokk. Í þessum mánuði bárust honum síðan fréttir af launum aðstoðarmanns borgarstjóra og launahækkunum ríkisforstjóranna. Almennir launþegar og eigendur lítilla fyrirtækja eiga að vera orðnir vanir því að fá blautar tuskur í andlitið með reglulegu millibili og þegar launaþróunin er með þessum hætti hljóta sumir að spyrja sig hvers vegna þeir finni sér ekki bara þægilegt starf hjá hinu opinbera. Allir sem unnið hafa bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði þekkja eðlismuninn á þessum störfum þótt finna megi undantekningar frá reglunni hjá einstaka stofnunum. Fjármálaráðherra var nýlega inntur eftir skoðun sinni á launahækkunum ríkisforstjóra. Sagði hann að sumir forstjórar ríkisstofnana væru á pari við almenna markaðinn en í sumum tilfellum væru menn eitthvað yfir og þá þyrfti að skoða hvort gild rök væru fyrir því. „Því eru í raun stjórnir einstakra fyrirtækja ábyrgar fyrir,“ sagði ráðherra. Það er sem sagt enginn á vaktinni. Ákvarðanir um launakjör æðstu stjórnenda ríkisins eru teknar af andlitslausum stjórnarmönnum og launaþróun hjá hinu opinbera er á sjálfstýringu. Þetta eru letjandi staðreyndir fyrir almenna launþega og atvinnurekendur sem eru með kerfið á herðum sér. En þeir geta kannski huggað sig við 0,5 prósenta lækkun tryggingagjalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Nýlega rakst ég á mann sem rekur lítið fyrirtæki með nokkra starfsmenn í hefðbundnum rekstri. Fyrirtækið er eitt af þeim fjölmörgu litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem saman mynda undirstöðu íslenska hagkerfisins. Hann er með allt undir og veit mætavel að fyrirtækjarekstur er engin ávísun á ævintýralegan hagnað. Það gengur ágætlega þessa dagana en gangurinn er hins vegar beintengdur vinnuframlaginu. Vinnudagarnir eru langir og reksturinn er enn efst í huga þegar heim er komið. Því er ekki að undra að það hafi fokið í hann þegar hann tók stutta pásu frá erfiðisvinnu í vöruhúsinu og las frétt um launaþróun hjá hinu opinbera. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá nýjum tölum Hagstofunnar sem sýndu að heildarlaun á almennum vinnumarkaði árið 2018 hefðu verið að meðaltali 729 þúsund krónur á mánuði árið 2018 en heildarlaun ríkisstarfsmanna 818 þúsund krónur. Bilið hefur breikkað á síðustu árum. Kannski ein skýringin sé sú að fámennar ríkisstofnanir með enn færri verkefni hafa gert flesta starfsmenn sína að verkefnastjórum til að hækka þá um launaflokk. Í þessum mánuði bárust honum síðan fréttir af launum aðstoðarmanns borgarstjóra og launahækkunum ríkisforstjóranna. Almennir launþegar og eigendur lítilla fyrirtækja eiga að vera orðnir vanir því að fá blautar tuskur í andlitið með reglulegu millibili og þegar launaþróunin er með þessum hætti hljóta sumir að spyrja sig hvers vegna þeir finni sér ekki bara þægilegt starf hjá hinu opinbera. Allir sem unnið hafa bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði þekkja eðlismuninn á þessum störfum þótt finna megi undantekningar frá reglunni hjá einstaka stofnunum. Fjármálaráðherra var nýlega inntur eftir skoðun sinni á launahækkunum ríkisforstjóra. Sagði hann að sumir forstjórar ríkisstofnana væru á pari við almenna markaðinn en í sumum tilfellum væru menn eitthvað yfir og þá þyrfti að skoða hvort gild rök væru fyrir því. „Því eru í raun stjórnir einstakra fyrirtækja ábyrgar fyrir,“ sagði ráðherra. Það er sem sagt enginn á vaktinni. Ákvarðanir um launakjör æðstu stjórnenda ríkisins eru teknar af andlitslausum stjórnarmönnum og launaþróun hjá hinu opinbera er á sjálfstýringu. Þetta eru letjandi staðreyndir fyrir almenna launþega og atvinnurekendur sem eru með kerfið á herðum sér. En þeir geta kannski huggað sig við 0,5 prósenta lækkun tryggingagjalds.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun