Nándin í veikindunum Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Ég hef leyft mér á þessum vettvangi að ræða um aðstæður heilabilaðra og ástvina þeirra. Faðir minn, Bolli Gústavsson, glímdi við minnissjúkdóm í 12 ár sem rændi hann lífsgæðum hægt en örugglega. Það getur verið erfitt að vera nálægt þeim sem eru veikir. Ég man að sú djúpa og nærandi tilfinning að tilheyra og njóta umhyggju lifði með föður mínum þrátt fyrir minnisleysið. Það er mikilvægt að þau sem eru gleymin fái að njóta lífsgæða á meðan lífið varir. Eitt af því sem tilheyrir minnissjúkdómum er málstol og því þarf að finna skapandi leiðir til að vera í nándinni. Hægt er að horfa á eitthvað fallegt saman, njóta návistar dýra eða barna, hlusta á kunnuglega tónlist eða lesa fallegan texta þar sem ekki þarf að halda löngu samhengi. Þrátt fyrir að margir veldu að heimsækja ekki föður minn á sínum tíma en vildu helst muna hann eins og hann var, man ég eftir þremur kollegum hans sem létu ekki vanmátt hans aftra sér. Einn þeirra var Sigurbjörn Einarsson biskup. Eitt sinn er pabbi var orðinn mjög veikur og dvaldi á Landakotsspítala, kominn í hjólastól og málstol hans var orðið algjört, kom vakthafandi hjúkrunarfræðingur á móti mér og sagði að Sigurbjörn biskup hefði komið í heimsókn. Ég spurði hvort hann hefði staldrað lengi við og hún játti því. Síðan spurði ég hvort hann hefði náð einhverju sambandi við pabba og hún sagði mér að þeir hefðu setið lengi við gluggann þar sem kirkjan í Landakoti blasir við og haldist í hendur. Málstol föður míns kom ekki í veg fyrir að þessir orðsins menn gætu átt samfélag í vináttu og blessað þannig hvor annan. Ég geymi þessa mynd í huga mér alla tíð. Hún veitir mér huggun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef leyft mér á þessum vettvangi að ræða um aðstæður heilabilaðra og ástvina þeirra. Faðir minn, Bolli Gústavsson, glímdi við minnissjúkdóm í 12 ár sem rændi hann lífsgæðum hægt en örugglega. Það getur verið erfitt að vera nálægt þeim sem eru veikir. Ég man að sú djúpa og nærandi tilfinning að tilheyra og njóta umhyggju lifði með föður mínum þrátt fyrir minnisleysið. Það er mikilvægt að þau sem eru gleymin fái að njóta lífsgæða á meðan lífið varir. Eitt af því sem tilheyrir minnissjúkdómum er málstol og því þarf að finna skapandi leiðir til að vera í nándinni. Hægt er að horfa á eitthvað fallegt saman, njóta návistar dýra eða barna, hlusta á kunnuglega tónlist eða lesa fallegan texta þar sem ekki þarf að halda löngu samhengi. Þrátt fyrir að margir veldu að heimsækja ekki föður minn á sínum tíma en vildu helst muna hann eins og hann var, man ég eftir þremur kollegum hans sem létu ekki vanmátt hans aftra sér. Einn þeirra var Sigurbjörn Einarsson biskup. Eitt sinn er pabbi var orðinn mjög veikur og dvaldi á Landakotsspítala, kominn í hjólastól og málstol hans var orðið algjört, kom vakthafandi hjúkrunarfræðingur á móti mér og sagði að Sigurbjörn biskup hefði komið í heimsókn. Ég spurði hvort hann hefði staldrað lengi við og hún játti því. Síðan spurði ég hvort hann hefði náð einhverju sambandi við pabba og hún sagði mér að þeir hefðu setið lengi við gluggann þar sem kirkjan í Landakoti blasir við og haldist í hendur. Málstol föður míns kom ekki í veg fyrir að þessir orðsins menn gætu átt samfélag í vináttu og blessað þannig hvor annan. Ég geymi þessa mynd í huga mér alla tíð. Hún veitir mér huggun.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar