Líklega hávær umræða um orkupakkann fram undan Ari Brynjólfsson skrifar 20. ágúst 2019 06:45 Utanríkismálanefnd fékk fleiri gesti til sín í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Fréttablaðið/Stefán „Ef samkomulagið við Miðflokkinn heldur þá verður kosið um þriðja orkupakkann á þingi í byrjun september, þá er málinu lokið. Það er skýr þingmeirihluti fyrir málinu, það veltur þó allt á því hvort samkomulagið haldi,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. „Það verður líklega mjög hávær umræða fram að því.“ Fundir utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann héldu áfram í gær. Á fundinn, sem var opinn fjölmiðlum, mættu meðal annars fulltrúar frá samtökunum Orkan okkar, sem hefur gagnrýnt orkupakkann harðlega og segja að ef hann verði samþykktur þá greiði það leiðina fyrir þá sem vilji leggja hingað sæstreng. Var þá upplýst að 16 þúsund manns hefðu skrifað undir áskorun til Alþingis um að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingur mættu einnig fyrir nefndina. Í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd eftir fundinn svöruðu þeir spurningum sem vöknuðu um fyrirvara stjórnvalda. „Séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman, þ.e.a.s. þingsályktunartillaga utanríkisráðherra og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, auk lagafrumvarpa hins síðarnefnda, ásamt greinargerðum og öðrum gögnum, teljum við að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga,“ segir í bréfi Stefáns Más og Friðriks Árna. Miðflokkurinn hélt uppi málþófi í byrjun sumars vegna málsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sagt að flokkurinn muni standa við samkomulagið sem gert var við þinglok um að klára málið á þinginu. Bindur hann vonir við að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafni orkupakkanum. Eiríkur segir málið geta reynst Sjálfstæðisflokknum erfitt, nú þegar hafi Miðflokkurinn töluvert náð að mála Framsóknarflokkinn út í horn. Hann segir að það sé ekki endilega gjá milli flokksforystu og grasrótar í Sjálfstæðisflokknum, frekar sé um að ræða fylkingar innan flokksins. „Þetta eru sömu fylkingar og hafa tekist á lengi, það eru hin frjálslyndu öfl sem styðja alþjóðasamstarf og hinir íhaldssamari sem leggja meiri áherslu á þjóðleg gildi.“ Það áhugaverða við þriðja orkupakkann sé hvernig víglínan er dregin. „Þetta snýst um svo margt annað en aðeins það sem finna má í þessum lagabálki, þetta snýst að einhverju leyti um EES-samninginn en aðallega almennt um stöðu Íslands í alþjóðamálum. Efnislega er þetta lítið mál, sem sést best á því að þáverandi stjórnvöld kusu að gera ekki athugasemdir við málið þegar það var til umfjöllunar á vettvangi EES fyrir allnokkrum árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
„Ef samkomulagið við Miðflokkinn heldur þá verður kosið um þriðja orkupakkann á þingi í byrjun september, þá er málinu lokið. Það er skýr þingmeirihluti fyrir málinu, það veltur þó allt á því hvort samkomulagið haldi,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. „Það verður líklega mjög hávær umræða fram að því.“ Fundir utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann héldu áfram í gær. Á fundinn, sem var opinn fjölmiðlum, mættu meðal annars fulltrúar frá samtökunum Orkan okkar, sem hefur gagnrýnt orkupakkann harðlega og segja að ef hann verði samþykktur þá greiði það leiðina fyrir þá sem vilji leggja hingað sæstreng. Var þá upplýst að 16 þúsund manns hefðu skrifað undir áskorun til Alþingis um að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingur mættu einnig fyrir nefndina. Í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd eftir fundinn svöruðu þeir spurningum sem vöknuðu um fyrirvara stjórnvalda. „Séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman, þ.e.a.s. þingsályktunartillaga utanríkisráðherra og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, auk lagafrumvarpa hins síðarnefnda, ásamt greinargerðum og öðrum gögnum, teljum við að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga,“ segir í bréfi Stefáns Más og Friðriks Árna. Miðflokkurinn hélt uppi málþófi í byrjun sumars vegna málsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sagt að flokkurinn muni standa við samkomulagið sem gert var við þinglok um að klára málið á þinginu. Bindur hann vonir við að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafni orkupakkanum. Eiríkur segir málið geta reynst Sjálfstæðisflokknum erfitt, nú þegar hafi Miðflokkurinn töluvert náð að mála Framsóknarflokkinn út í horn. Hann segir að það sé ekki endilega gjá milli flokksforystu og grasrótar í Sjálfstæðisflokknum, frekar sé um að ræða fylkingar innan flokksins. „Þetta eru sömu fylkingar og hafa tekist á lengi, það eru hin frjálslyndu öfl sem styðja alþjóðasamstarf og hinir íhaldssamari sem leggja meiri áherslu á þjóðleg gildi.“ Það áhugaverða við þriðja orkupakkann sé hvernig víglínan er dregin. „Þetta snýst um svo margt annað en aðeins það sem finna má í þessum lagabálki, þetta snýst að einhverju leyti um EES-samninginn en aðallega almennt um stöðu Íslands í alþjóðamálum. Efnislega er þetta lítið mál, sem sést best á því að þáverandi stjórnvöld kusu að gera ekki athugasemdir við málið þegar það var til umfjöllunar á vettvangi EES fyrir allnokkrum árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira