Lokanir hækki ekki kostnað Ari Brynjólfsson skrifar 20. ágúst 2019 07:00 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík Tryggja þarf að kostnaður við mat hækki ekki og útfæra verður hugmyndina vel ef leggja á niður mötuneyti opinberra starfsmanna, segir Jakobína Þórðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Sameyki, stéttarfélagi í almannaþjónustu. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til í grein í Fréttablaðinu í gær að loka opinberum mötuneytum til að starfsmenn snæði frekar á veitingahúsum. Yrði þá byrjað á að loka mötuneytinu í Ráðhúsinu. Jakobína segir hugmyndina ekki nýja af nálinni. Ef farið yrði í slíkar breytingar þyrfti að útfæra þær með hliðsjón af matarhléi starfsmanna. „Það vakna ýmsar spurningar, til dæmis hvort hálftíma matarhlé muni þá duga. Þá vaknar upp spurningin hvernig það rímar við styttingu vinnuvikunnar,“ segir Jakobína. „Þetta er alveg hugmynd til að styðja við veitingastaði í borginni. En hvort þetta sé raunhæft, það get ég ekki sagt nema hugmyndin sé vel útfærð.“ Mestu máli skiptir að slík breyting hækki ekki kostnað starfsmanna. „Verðið þyrfti að vera sambærilegt, breyting af þessu tagi má ekki auka kostnað starfsmanna.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er ekki hrifin af hugmyndinni. „Starfsfólkið okkar hefur sem betur fer sjálfræði um hvernig það eyðir sínum frístundum,“ segir Dóra. „Ég sé enga ástæðu til að taka undir hugmynd sem snýst um að fækka valmöguleikum.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Tryggja þarf að kostnaður við mat hækki ekki og útfæra verður hugmyndina vel ef leggja á niður mötuneyti opinberra starfsmanna, segir Jakobína Þórðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Sameyki, stéttarfélagi í almannaþjónustu. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til í grein í Fréttablaðinu í gær að loka opinberum mötuneytum til að starfsmenn snæði frekar á veitingahúsum. Yrði þá byrjað á að loka mötuneytinu í Ráðhúsinu. Jakobína segir hugmyndina ekki nýja af nálinni. Ef farið yrði í slíkar breytingar þyrfti að útfæra þær með hliðsjón af matarhléi starfsmanna. „Það vakna ýmsar spurningar, til dæmis hvort hálftíma matarhlé muni þá duga. Þá vaknar upp spurningin hvernig það rímar við styttingu vinnuvikunnar,“ segir Jakobína. „Þetta er alveg hugmynd til að styðja við veitingastaði í borginni. En hvort þetta sé raunhæft, það get ég ekki sagt nema hugmyndin sé vel útfærð.“ Mestu máli skiptir að slík breyting hækki ekki kostnað starfsmanna. „Verðið þyrfti að vera sambærilegt, breyting af þessu tagi má ekki auka kostnað starfsmanna.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er ekki hrifin af hugmyndinni. „Starfsfólkið okkar hefur sem betur fer sjálfræði um hvernig það eyðir sínum frístundum,“ segir Dóra. „Ég sé enga ástæðu til að taka undir hugmynd sem snýst um að fækka valmöguleikum.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira