Svíþjóð auðveldari kostur en höfuðborgin Sveinn Arnarsson skrifar 20. ágúst 2019 06:30 Að mati Hildar er auðveldara og ódýrara að flytja til Svíþjóðar en Reykjavíkur. Ungt afreksfólk vill geta stundað æfingar við bestu aðstæður, sem eru oftast nær á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Pjetur Erfitt getur verið fyrir ungt fólk á landsbyggðinni að flytja á höfuðborgarsvæðið og stunda þar menntaskóla. Enginn menntaskóli á höfuðborgarsvæðinu starfrækir heimavist. Mæðgur á Akureyri brugðu á það ráð að flytja frekar til Svíþjóðar til að elta drauma dótturinnar. Hildur Friðriksdóttir og dóttir hennar Þura Snorradóttir ákváðu í sumar að flytja til Kungsbacka í Svíþjóð. Þar getur Þura iðkað íþrótt sína innandyra auk þess að stunda nám í menntaskóla. „Á Akureyri er aðeins útilaug og dóttur mína langaði að æfa við betri aðstæður. Tækniæfingar í þessari íþrótt eru svolítið erfiðar utandyra,“ segir Hildur. Allar yfirbyggðar stórar æfingasundlaugar eru staðsettar nærri höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar var það erfiðleikum háð fyrir Þuru að flytja til Reykjavíkur. „Leigumarkaðurinn í Reykjavík er hins vegar þannig að það er ógerlegt fyrir okkur að senda hana þangað.“ Fjölskyldan ákvað því að Hildur og Þura færu saman til Svíþjóðar en Snorri, eiginmaður Hildar, og yngri dóttir þeirra, verða eftir á Akureyri. „Fyrst töldum við þetta svolítið fjarlægt. Hins vegar skoðuðum við málið og því meira sem við lögðumst yfir þetta sáum við að þetta var í raun miklu betri kostur en að fara til Reykjavíkur,“ segir Hildur. „Það virðist vera mun auðveldara að reka tvö heimili í Svíþjóð og á Íslandi en í Reykjavík og á Akureyri. Hér í Svíþjóð er mjög vel haldið utan um menntaskólanema með ókeypis almenningssamgöngum, fríum skólamáltíðum og íþróttaiðkun er mun ódýrari en á Íslandi. Þegar á heildina er litið er þetta því ódýrari kostur fyrir fjölskylduna.“ Þura stundar því nám á sérstakri sundíþróttalínu og æfingar eru felldar inn í stúdentsnámið. Hildur hefur fengið starf við móðurmálskennslu og á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga. Að mati Hildar er mjög skrýtið að þetta sé veruleikinn, það er hversu lítil þjónusta er fyrir hendi fyrir íslensk ungmenni af landsbyggðinni til að stunda nám í höfuðborginni. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Erfitt getur verið fyrir ungt fólk á landsbyggðinni að flytja á höfuðborgarsvæðið og stunda þar menntaskóla. Enginn menntaskóli á höfuðborgarsvæðinu starfrækir heimavist. Mæðgur á Akureyri brugðu á það ráð að flytja frekar til Svíþjóðar til að elta drauma dótturinnar. Hildur Friðriksdóttir og dóttir hennar Þura Snorradóttir ákváðu í sumar að flytja til Kungsbacka í Svíþjóð. Þar getur Þura iðkað íþrótt sína innandyra auk þess að stunda nám í menntaskóla. „Á Akureyri er aðeins útilaug og dóttur mína langaði að æfa við betri aðstæður. Tækniæfingar í þessari íþrótt eru svolítið erfiðar utandyra,“ segir Hildur. Allar yfirbyggðar stórar æfingasundlaugar eru staðsettar nærri höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar var það erfiðleikum háð fyrir Þuru að flytja til Reykjavíkur. „Leigumarkaðurinn í Reykjavík er hins vegar þannig að það er ógerlegt fyrir okkur að senda hana þangað.“ Fjölskyldan ákvað því að Hildur og Þura færu saman til Svíþjóðar en Snorri, eiginmaður Hildar, og yngri dóttir þeirra, verða eftir á Akureyri. „Fyrst töldum við þetta svolítið fjarlægt. Hins vegar skoðuðum við málið og því meira sem við lögðumst yfir þetta sáum við að þetta var í raun miklu betri kostur en að fara til Reykjavíkur,“ segir Hildur. „Það virðist vera mun auðveldara að reka tvö heimili í Svíþjóð og á Íslandi en í Reykjavík og á Akureyri. Hér í Svíþjóð er mjög vel haldið utan um menntaskólanema með ókeypis almenningssamgöngum, fríum skólamáltíðum og íþróttaiðkun er mun ódýrari en á Íslandi. Þegar á heildina er litið er þetta því ódýrari kostur fyrir fjölskylduna.“ Þura stundar því nám á sérstakri sundíþróttalínu og æfingar eru felldar inn í stúdentsnámið. Hildur hefur fengið starf við móðurmálskennslu og á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga. Að mati Hildar er mjög skrýtið að þetta sé veruleikinn, það er hversu lítil þjónusta er fyrir hendi fyrir íslensk ungmenni af landsbyggðinni til að stunda nám í höfuðborginni.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira