Svíþjóð auðveldari kostur en höfuðborgin Sveinn Arnarsson skrifar 20. ágúst 2019 06:30 Að mati Hildar er auðveldara og ódýrara að flytja til Svíþjóðar en Reykjavíkur. Ungt afreksfólk vill geta stundað æfingar við bestu aðstæður, sem eru oftast nær á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Pjetur Erfitt getur verið fyrir ungt fólk á landsbyggðinni að flytja á höfuðborgarsvæðið og stunda þar menntaskóla. Enginn menntaskóli á höfuðborgarsvæðinu starfrækir heimavist. Mæðgur á Akureyri brugðu á það ráð að flytja frekar til Svíþjóðar til að elta drauma dótturinnar. Hildur Friðriksdóttir og dóttir hennar Þura Snorradóttir ákváðu í sumar að flytja til Kungsbacka í Svíþjóð. Þar getur Þura iðkað íþrótt sína innandyra auk þess að stunda nám í menntaskóla. „Á Akureyri er aðeins útilaug og dóttur mína langaði að æfa við betri aðstæður. Tækniæfingar í þessari íþrótt eru svolítið erfiðar utandyra,“ segir Hildur. Allar yfirbyggðar stórar æfingasundlaugar eru staðsettar nærri höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar var það erfiðleikum háð fyrir Þuru að flytja til Reykjavíkur. „Leigumarkaðurinn í Reykjavík er hins vegar þannig að það er ógerlegt fyrir okkur að senda hana þangað.“ Fjölskyldan ákvað því að Hildur og Þura færu saman til Svíþjóðar en Snorri, eiginmaður Hildar, og yngri dóttir þeirra, verða eftir á Akureyri. „Fyrst töldum við þetta svolítið fjarlægt. Hins vegar skoðuðum við málið og því meira sem við lögðumst yfir þetta sáum við að þetta var í raun miklu betri kostur en að fara til Reykjavíkur,“ segir Hildur. „Það virðist vera mun auðveldara að reka tvö heimili í Svíþjóð og á Íslandi en í Reykjavík og á Akureyri. Hér í Svíþjóð er mjög vel haldið utan um menntaskólanema með ókeypis almenningssamgöngum, fríum skólamáltíðum og íþróttaiðkun er mun ódýrari en á Íslandi. Þegar á heildina er litið er þetta því ódýrari kostur fyrir fjölskylduna.“ Þura stundar því nám á sérstakri sundíþróttalínu og æfingar eru felldar inn í stúdentsnámið. Hildur hefur fengið starf við móðurmálskennslu og á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga. Að mati Hildar er mjög skrýtið að þetta sé veruleikinn, það er hversu lítil þjónusta er fyrir hendi fyrir íslensk ungmenni af landsbyggðinni til að stunda nám í höfuðborginni. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Erfitt getur verið fyrir ungt fólk á landsbyggðinni að flytja á höfuðborgarsvæðið og stunda þar menntaskóla. Enginn menntaskóli á höfuðborgarsvæðinu starfrækir heimavist. Mæðgur á Akureyri brugðu á það ráð að flytja frekar til Svíþjóðar til að elta drauma dótturinnar. Hildur Friðriksdóttir og dóttir hennar Þura Snorradóttir ákváðu í sumar að flytja til Kungsbacka í Svíþjóð. Þar getur Þura iðkað íþrótt sína innandyra auk þess að stunda nám í menntaskóla. „Á Akureyri er aðeins útilaug og dóttur mína langaði að æfa við betri aðstæður. Tækniæfingar í þessari íþrótt eru svolítið erfiðar utandyra,“ segir Hildur. Allar yfirbyggðar stórar æfingasundlaugar eru staðsettar nærri höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar var það erfiðleikum háð fyrir Þuru að flytja til Reykjavíkur. „Leigumarkaðurinn í Reykjavík er hins vegar þannig að það er ógerlegt fyrir okkur að senda hana þangað.“ Fjölskyldan ákvað því að Hildur og Þura færu saman til Svíþjóðar en Snorri, eiginmaður Hildar, og yngri dóttir þeirra, verða eftir á Akureyri. „Fyrst töldum við þetta svolítið fjarlægt. Hins vegar skoðuðum við málið og því meira sem við lögðumst yfir þetta sáum við að þetta var í raun miklu betri kostur en að fara til Reykjavíkur,“ segir Hildur. „Það virðist vera mun auðveldara að reka tvö heimili í Svíþjóð og á Íslandi en í Reykjavík og á Akureyri. Hér í Svíþjóð er mjög vel haldið utan um menntaskólanema með ókeypis almenningssamgöngum, fríum skólamáltíðum og íþróttaiðkun er mun ódýrari en á Íslandi. Þegar á heildina er litið er þetta því ódýrari kostur fyrir fjölskylduna.“ Þura stundar því nám á sérstakri sundíþróttalínu og æfingar eru felldar inn í stúdentsnámið. Hildur hefur fengið starf við móðurmálskennslu og á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga. Að mati Hildar er mjög skrýtið að þetta sé veruleikinn, það er hversu lítil þjónusta er fyrir hendi fyrir íslensk ungmenni af landsbyggðinni til að stunda nám í höfuðborginni.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira