Fer með fjölnota ílát í bakaríið og í bíó Plastlaus september kynnir 31. ágúst 2019 11:00 Fyrsta skrefið í átakinu Plastlaus september gæti verið að fara með fjölnota poka í búðina. Plastlaus september árvekniátak hefst á morgun. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og leita leiða til að minnka plastnotkun. Amanda da Silva Cortes er ein skipuleggjenda átaksins. Hún hefur sjálf tekið hversdagsvenjur sínar föstum tökum til að minnka plast og hvetur fólk til þess að taka þátt.Amanda da Silva Cortes hefur tekið hversdagsvenjur sínar föstum tökum til að minnka plast.„Það er einfaldast að byrja til dæmis á því að fara með fjölnota poka út í búð og þegar það er orðið að vana er hægt að byggja ofan á það. Horfa bara í eigin lífsstíl og finna út hvað virkar best. Með tímanum fer manni að finnast þetta lítið mál og þá langar mann að skora meira á sig og gera meira. Plastlaus september er skemmtileg áskorun til að koma sér af stað,“ segir Amanda.„Sjálf reyni ég að nota fjölnota- í stað einnota plastíláta. Ég tek með mér fjölnota ílát á skyndibitastaði, út í bakarí, á boost-barinn og í bíó. Ég reyni að taka með mér nesti í vinnuna, svo ég sé ekki að hlaupa út í búð þar sem ég kaupi eitthvað í óhentugum umbúðum, og nota alltaf fjölnota hnífapör. Ég tek með mér fjölnota poka út í búð þegar ég versla. Þá hef ég smám saman skipt úr plastvörum fyrir vörur úr náttúrulegum trefjum þegar kemur að endurnýjun og keypti til dæmis bambus-tannbursta í stað plastbursta og nota eyrnapinna úr bambus og fjölnota tíðavörur. Þegar kom að því að endurnýja uppþvottaburstann keypti ég bursta úr tré. Ég nota einnig handsápustykki eða áfyllanlega sápu í stað þess að kaupa nýjan og nýjan brúsa og reyni að nýta mér áfyllingarvörur þar sem boðið er upp á það, svo sem krem og snyrtivörur og þurrvörur eftir vigt eins og baunir. Þetta er til dæmis hægt í Heilsuhúsinu, Matarbúi Kaju og í Vistveru,“ Amanda segist óhikað láta úrvalið í verslunum ráða matseðli kvöldsins.Ég vel það sem er plastlaust og í bréfi og læt ráðast hvað fer ofan í körfuna eftir því úrvali sem er í ávaxta- og grænmetisborðinu hverju sinni. Þá þvæ ég þau föt sem ég á úr gerviefnum, svo sem nylon og acryl, í poka sem síar örplastið frá svo það skolast ekki út í umhverfið. Það er líka hægt að nota sérstakan bolta með þvottinum sem heitir Cora en hann safnar í sig örplasti úr fatnaðinum,“ segir Amanda.Hvaða markmið ætlar hún að setja sér fyrir Plastlausan september 2019?„Markmiðið þennan september er meðal annars að vera duglegri að elda sjálf og búa þá til sósur og hummus frá grunni og fleira sem erfitt er að fá án umbúða. Svo ætla ég að nota bílinn minna því það hefur komið í ljós að mikið örplast losnar út í andrúmsloftið frá dekkjum í akstri,“ segir Amanda og á von á að mikill földi taki þátt í Plastlausum september í ár eins og undanfarin ár. Samfélagið allt sé að verða meðvitaðra um plastmengun og skynsamari neysluvenjur.„Það spretta upp fleiri og fleiri hópar á facebook um endurvinnslu og umhverfismál og fólk er til dæmis farið að lána ýmsa hluti sín á milli þegar þarf að nota eitthvað einu sinni eða tvisvar. Það taka alltaf fleiri og fleiri þátt í Plastlausum September og eins er farið að verða auðveldara að nálgast plastlausar vörur. Það er meira að segja hægt að kaupa bambus tannbursta í Bónus. Ég hvet alla til að mæta á opnunarhátíðina á morgun í Ráðhúsinu. Þar verða bæði fjölmörg fræðsluerindi og plastlaus markaður þar sem fólk getur kynnt sér hvaða staðgenglar plasts eru í boði.“ Plastlaus September verður settur á morgun, sunnudag Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 12. Hér má skrá sig í átakið.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Plastlausan september. Umhverfismál Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
Plastlaus september árvekniátak hefst á morgun. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og leita leiða til að minnka plastnotkun. Amanda da Silva Cortes er ein skipuleggjenda átaksins. Hún hefur sjálf tekið hversdagsvenjur sínar föstum tökum til að minnka plast og hvetur fólk til þess að taka þátt.Amanda da Silva Cortes hefur tekið hversdagsvenjur sínar föstum tökum til að minnka plast.„Það er einfaldast að byrja til dæmis á því að fara með fjölnota poka út í búð og þegar það er orðið að vana er hægt að byggja ofan á það. Horfa bara í eigin lífsstíl og finna út hvað virkar best. Með tímanum fer manni að finnast þetta lítið mál og þá langar mann að skora meira á sig og gera meira. Plastlaus september er skemmtileg áskorun til að koma sér af stað,“ segir Amanda.„Sjálf reyni ég að nota fjölnota- í stað einnota plastíláta. Ég tek með mér fjölnota ílát á skyndibitastaði, út í bakarí, á boost-barinn og í bíó. Ég reyni að taka með mér nesti í vinnuna, svo ég sé ekki að hlaupa út í búð þar sem ég kaupi eitthvað í óhentugum umbúðum, og nota alltaf fjölnota hnífapör. Ég tek með mér fjölnota poka út í búð þegar ég versla. Þá hef ég smám saman skipt úr plastvörum fyrir vörur úr náttúrulegum trefjum þegar kemur að endurnýjun og keypti til dæmis bambus-tannbursta í stað plastbursta og nota eyrnapinna úr bambus og fjölnota tíðavörur. Þegar kom að því að endurnýja uppþvottaburstann keypti ég bursta úr tré. Ég nota einnig handsápustykki eða áfyllanlega sápu í stað þess að kaupa nýjan og nýjan brúsa og reyni að nýta mér áfyllingarvörur þar sem boðið er upp á það, svo sem krem og snyrtivörur og þurrvörur eftir vigt eins og baunir. Þetta er til dæmis hægt í Heilsuhúsinu, Matarbúi Kaju og í Vistveru,“ Amanda segist óhikað láta úrvalið í verslunum ráða matseðli kvöldsins.Ég vel það sem er plastlaust og í bréfi og læt ráðast hvað fer ofan í körfuna eftir því úrvali sem er í ávaxta- og grænmetisborðinu hverju sinni. Þá þvæ ég þau föt sem ég á úr gerviefnum, svo sem nylon og acryl, í poka sem síar örplastið frá svo það skolast ekki út í umhverfið. Það er líka hægt að nota sérstakan bolta með þvottinum sem heitir Cora en hann safnar í sig örplasti úr fatnaðinum,“ segir Amanda.Hvaða markmið ætlar hún að setja sér fyrir Plastlausan september 2019?„Markmiðið þennan september er meðal annars að vera duglegri að elda sjálf og búa þá til sósur og hummus frá grunni og fleira sem erfitt er að fá án umbúða. Svo ætla ég að nota bílinn minna því það hefur komið í ljós að mikið örplast losnar út í andrúmsloftið frá dekkjum í akstri,“ segir Amanda og á von á að mikill földi taki þátt í Plastlausum september í ár eins og undanfarin ár. Samfélagið allt sé að verða meðvitaðra um plastmengun og skynsamari neysluvenjur.„Það spretta upp fleiri og fleiri hópar á facebook um endurvinnslu og umhverfismál og fólk er til dæmis farið að lána ýmsa hluti sín á milli þegar þarf að nota eitthvað einu sinni eða tvisvar. Það taka alltaf fleiri og fleiri þátt í Plastlausum September og eins er farið að verða auðveldara að nálgast plastlausar vörur. Það er meira að segja hægt að kaupa bambus tannbursta í Bónus. Ég hvet alla til að mæta á opnunarhátíðina á morgun í Ráðhúsinu. Þar verða bæði fjölmörg fræðsluerindi og plastlaus markaður þar sem fólk getur kynnt sér hvaða staðgenglar plasts eru í boði.“ Plastlaus September verður settur á morgun, sunnudag Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 12. Hér má skrá sig í átakið.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Plastlausan september.
Umhverfismál Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira