Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Hall skrifa 30. ágúst 2019 08:24 Mótmælendum hefur meðal annars tekist að trufla flugsamgöngur. Getty/SOPA Images Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst eftir að beiðni þeirra um áframhaldandi mótmæli var hafnað. Mótmælendur í Hong Kong hafa nú mótmælt síðustu tólf helgar og áttu mótmælin um helgina að marka það að fimm ár eru liðin frá því að íbúar mótmæltu afskiptum kínverskra yfirvalda af kosningum í sjálfstjórnarhéraðinu. Þau mótmæli vöktu athygli um allan heim, ekki síst fyrir þær sakir að regnhlífar voru helsta tákn mótmælanna. Hundruð þúsunda tóku þátt í þeim mótmælum, sem voru þau stærstu fram til þessa en síðustu vikur hefur mikill fjöldi mótmælt í Hong Kong í kjölfar framsalslagafrumvarps. Eftir að það var tekið af dagskrá hafa mótmælendur kallað eftir auknu lýðræði.Sjá einnig: Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Bonnie Leung frá borgaralegu mannréttindahreyfingunni í Hong Kong segir það vera ljóst að lögregla sé að reyna að ógna mótmælendum eftir að mótmælendur voru handteknir. Einn af forvígismönnum mótmælanna í Hong Kong undanfarna mánuði, hinn tuttugu og þriggja ára gamli Joshua Wong hefur verið handtekinn, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnmálaflokks hans. Þar segir að Wong hafi verið handsamaður úti á miðri götu og hann þvingaður inn í ómerktan bíl sem síðan var ekið á brott með hraði. Lögreglan í Hong Kong hefur gefið það út að Wong hafi verið handtekinn fyrir að hafa skipulagt samkomu við Wan Chai lögregluhöfuðstöðvarnar í leyfisleysi sem og að hafa tekið þátt í henni. Annar mótmælandi sem einnig hefur verið framarlega í mótmælaöldunni sem gengið hefur yfir borgina. Agnes Chow, var einnig handtekin í morgun sem og leiðtogi þjóðarflokksins þar í landi, hinn 28 ára gamli Andy Chan og þykir ljóst að yfirvöld hafi verið með þessu að reyna að koma í veg fyrir mótmæli sem fyrirhuguð voru um helgina. Færu þau fram þrátt fyrir allt, yrði það þrettánda helgin í röð sem mótmælt er í Hong Kong. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40 Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst eftir að beiðni þeirra um áframhaldandi mótmæli var hafnað. Mótmælendur í Hong Kong hafa nú mótmælt síðustu tólf helgar og áttu mótmælin um helgina að marka það að fimm ár eru liðin frá því að íbúar mótmæltu afskiptum kínverskra yfirvalda af kosningum í sjálfstjórnarhéraðinu. Þau mótmæli vöktu athygli um allan heim, ekki síst fyrir þær sakir að regnhlífar voru helsta tákn mótmælanna. Hundruð þúsunda tóku þátt í þeim mótmælum, sem voru þau stærstu fram til þessa en síðustu vikur hefur mikill fjöldi mótmælt í Hong Kong í kjölfar framsalslagafrumvarps. Eftir að það var tekið af dagskrá hafa mótmælendur kallað eftir auknu lýðræði.Sjá einnig: Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Bonnie Leung frá borgaralegu mannréttindahreyfingunni í Hong Kong segir það vera ljóst að lögregla sé að reyna að ógna mótmælendum eftir að mótmælendur voru handteknir. Einn af forvígismönnum mótmælanna í Hong Kong undanfarna mánuði, hinn tuttugu og þriggja ára gamli Joshua Wong hefur verið handtekinn, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnmálaflokks hans. Þar segir að Wong hafi verið handsamaður úti á miðri götu og hann þvingaður inn í ómerktan bíl sem síðan var ekið á brott með hraði. Lögreglan í Hong Kong hefur gefið það út að Wong hafi verið handtekinn fyrir að hafa skipulagt samkomu við Wan Chai lögregluhöfuðstöðvarnar í leyfisleysi sem og að hafa tekið þátt í henni. Annar mótmælandi sem einnig hefur verið framarlega í mótmælaöldunni sem gengið hefur yfir borgina. Agnes Chow, var einnig handtekin í morgun sem og leiðtogi þjóðarflokksins þar í landi, hinn 28 ára gamli Andy Chan og þykir ljóst að yfirvöld hafi verið með þessu að reyna að koma í veg fyrir mótmæli sem fyrirhuguð voru um helgina. Færu þau fram þrátt fyrir allt, yrði það þrettánda helgin í röð sem mótmælt er í Hong Kong.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40 Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40
Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37
Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30
Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15