Mávaræðan ekki lengur eina heimsfræga ræða Eric Cantona: Sjáðu ræðu hans á UEFA-sviðinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2019 08:30 Eric Cantona flytur hé ræðu sína á Meistaradeildardrættinum í gær. Getty/Valerio Pennicino Misstir þú af ræðu Eric Cantona á Meistaradeildardrættinum í gær? Þá er um að gera að kynna sér þá klassík betur. Cantona bauð nefnilega upp á mjög óvenjulega en um leið mjög Cantona lega ræðu upp á sviði UEFA í gær. Eric Cantona fékk forsetaverðlaun UEFA í gær og mætti upp á svið í Mónakó til að taka við þeim úr hendi Aleksander Ceferin, forseta UEFA. Eftir að Frakkinn hafði fengið verðlaunagripinn í hendurnar þá fékk Eric Cantona þá spurningu um hvað væri að fara í gegnum huga hans á þeirri stundu. Menn fengu fljótt svarið og það var svo sannarlega engin klisja.In case you missed Eric Cantona's speech ahead of the Uefa Champions League draw on Thursday - it's worth a read.. Here it is: https://t.co/RSfioaPAql#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/OcDbOdjdWh — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2019Ræður verðlaunahafa á athöfnum sem þessum eru vanalega innihaldslitlar og snúast aðallega um að þakka sínu fólki og sínum liðsfélögum fyrir stuðninginn. Menn bjóða vanalega ekki upp á heimspeki upp á sviði en það hefur líka enginn fótboltamaður verið eins og Eric Cantona. Ræða Eric Cantona um mávana þegar hann kom til baka úr leikbanninu fræga árið 1995 er fyrir löngu orðin hluti af fótboltasögunni og nú hefur Cantona bætt annarri heimspekilegri ræðu í þann hóp.Eric Cantona's bizarre speech at the UEFA Champions League group-stage draw in full What a man pic.twitter.com/DiCfGI2Xc8 — ESPN India (@ESPNIndia) August 30, 2019 Í áhorfendahópnum voru fulltrúar bestu félaga Evrópu og líka bestu fótboltamenn heims eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Áhorfendurnir í salnum horfðu hljóðlátir og dolfallnir þegar Eric Cantona hóf upp röddina en menn þurftu samt líklega að hlusta nokkrum sinnum á ræðuna til að skilja hana til fullnustu. „Við erum fyrir guðina eins og flugur eru fyrir gáskafulla stráka. Þeir leika sér að því að drepa okkur,“ byrjaði Eric Cantona og var þar að vitna í leikrit William Shakespeare um Lér konung. „Fyrr en varir mun tæknin hafa náð að hægja á öldrun frumanna og mun síðan geta lagað frumurnar þannig að við getum lifað endalaust. Þá munu aðeins slys, glæpir, stríð drepa okkur en því miður munu glæpir og stríð margfaldast,“ hélt Cantona áfram. Hann endaði síðan: „Ég elska fótbolta, takk fyrir“ Það má heyra alla ræðuna hans Eric Cantona hér fyrir neðan.Klippa: Ræða Cantona - Meistaradeild Evrópu Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Sjá meira
Misstir þú af ræðu Eric Cantona á Meistaradeildardrættinum í gær? Þá er um að gera að kynna sér þá klassík betur. Cantona bauð nefnilega upp á mjög óvenjulega en um leið mjög Cantona lega ræðu upp á sviði UEFA í gær. Eric Cantona fékk forsetaverðlaun UEFA í gær og mætti upp á svið í Mónakó til að taka við þeim úr hendi Aleksander Ceferin, forseta UEFA. Eftir að Frakkinn hafði fengið verðlaunagripinn í hendurnar þá fékk Eric Cantona þá spurningu um hvað væri að fara í gegnum huga hans á þeirri stundu. Menn fengu fljótt svarið og það var svo sannarlega engin klisja.In case you missed Eric Cantona's speech ahead of the Uefa Champions League draw on Thursday - it's worth a read.. Here it is: https://t.co/RSfioaPAql#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/OcDbOdjdWh — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2019Ræður verðlaunahafa á athöfnum sem þessum eru vanalega innihaldslitlar og snúast aðallega um að þakka sínu fólki og sínum liðsfélögum fyrir stuðninginn. Menn bjóða vanalega ekki upp á heimspeki upp á sviði en það hefur líka enginn fótboltamaður verið eins og Eric Cantona. Ræða Eric Cantona um mávana þegar hann kom til baka úr leikbanninu fræga árið 1995 er fyrir löngu orðin hluti af fótboltasögunni og nú hefur Cantona bætt annarri heimspekilegri ræðu í þann hóp.Eric Cantona's bizarre speech at the UEFA Champions League group-stage draw in full What a man pic.twitter.com/DiCfGI2Xc8 — ESPN India (@ESPNIndia) August 30, 2019 Í áhorfendahópnum voru fulltrúar bestu félaga Evrópu og líka bestu fótboltamenn heims eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Áhorfendurnir í salnum horfðu hljóðlátir og dolfallnir þegar Eric Cantona hóf upp röddina en menn þurftu samt líklega að hlusta nokkrum sinnum á ræðuna til að skilja hana til fullnustu. „Við erum fyrir guðina eins og flugur eru fyrir gáskafulla stráka. Þeir leika sér að því að drepa okkur,“ byrjaði Eric Cantona og var þar að vitna í leikrit William Shakespeare um Lér konung. „Fyrr en varir mun tæknin hafa náð að hægja á öldrun frumanna og mun síðan geta lagað frumurnar þannig að við getum lifað endalaust. Þá munu aðeins slys, glæpir, stríð drepa okkur en því miður munu glæpir og stríð margfaldast,“ hélt Cantona áfram. Hann endaði síðan: „Ég elska fótbolta, takk fyrir“ Það má heyra alla ræðuna hans Eric Cantona hér fyrir neðan.Klippa: Ræða Cantona - Meistaradeild Evrópu
Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Sjá meira