Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur lagt til við Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að tollar á innflutt blómkál og spergilkál verði felldir niður frá 2. september til áramóta.
Í rökstuðningi nefndarinnar segir að innlend framleiðsla geti ekki annað eftirspurn á markaðnum og framboð sé því ekki nægilegt samkvæmt skilgreiningu búvörulaga.
Töluvert hefur verið fjallað að undanförnu um vaxandi vinsældir blómkáls og erfiðleika innlendra framleiðenda við að anna eftirspurn. Félag atvinnurekenda (FA) fór í vikunni fram á að tollar yrðu felldir niður tafarlaust. Benti félagið á að blómkál væri tollfrjálst stærstan hluta ársins, aðeins væru lagðir tollar á það þegar íslenska framleiðslan kæmi á markað síðsumars.
Það hafi verið gert 18. ágúst síðastliðinn en annars vegar er lagður 30 prósenta verðtollur og 176 króna magntollur á hvert kíló. FA bendir á að strax í síðustu viku hafi einstakir innflytjendur óskað eftir niðurfellingu tolla.
Leggja til niðurfellingu tolla af blómkáli til áramóta
Sveinn Arnarsson skrifar

Mest lesið

„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Viðskipti innlent


Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Virða niðurstöðu Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Forstjóri ÁTVR lætur af störfum
Viðskipti innlent

Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman
Viðskipti innlent

Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður
Viðskipti innlent

Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu
Viðskipti innlent


Norskir komast í Víking gylltan
Neytendur