Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 9. september 2019 18:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu um að taka Landsréttarmálið fyrir. Hún segir eðlilegt að þeir dómarar sem málið nær til og starfa enn við réttinn fái tækifæri til að meta málið í ljósi þessarar ákvörðunar. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Málið á upphaf sitt í kæru manns gegn Íslandi. Maðurinn hafði verið dæmdur í héraðsdómi í 17 mánaða fangelsi fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Málinu var áfrýjaði til Landsréttar og gerði lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, athugasemd við það að einn af þeim sem dæmi átti í málinu hefði verið ólöglega skipaður við réttinn. Þá var farið fram á að dómarinn segði sig frá málinu. Því var hafnað og bæði Landsréttur og Hæstiréttur staðfestu dóminn yfir manninum. Maðurinn kærði þá málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögðu áherslu á að málið færi til yfirdeildar Dómur Mannréttindadómstólsins frá því í mars leiddi til afsagnar Sigríðar og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir við sæti hennar. Ákveðið var að áfrýja niðurstöðunni til yfirdeildar dómstólsins í maí en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við lyklunum að dómsmálaráðuneytinu fyrir helgi. „Við lögðum á það áherslu að málið færi til yfirdeildarinnar og töldum niðurstöðuna ganga of langt. Þannig við fögnum þessu,“ segir Áslaug Arna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur, sem er með þrettán mál af sama grunni fyrir Mannréttindadómstólnum vegna skipan dómara við Landsrétt, segir að ekki liggi ljóst fyrir hvaða þýðingu þessi ákvörðun hefur. „Ég hef hins vegar verið þeirrar skoðunar frá byrjun þessa máls að sú niðurstaða sem undirdeildin komst að sé hin lögfræðilega rétta niðurstaða í málinu og ég ætla að leyfa mér að hafa þá niðurstöðu áfram.“ Önnur mál á bið Hann reiknar með að hin málin verði sett á bið á meðan beðið er eftir niðurstöðu yfirdeildar. Gera má ráð fyrir því að það sé að minnsta kosti ár í hana. „Þetta er yfirgripsmikið og mikilvægt mál sem varðar fleiri heldur en Ísland þannig að ég tel að þetta sé rökrétt niðurstaða.“ Dæma sjálfir sitt hæfi Dómararnir fjórir sem ráðnir voru þvert á álit hæfisnefndar ákváðu að dæma ekki við réttinn eftir dóm Mannréttindadómstólsins í mars. Tveir óskuðu eftir launuðu leyfi til áramóta og voru ráðnir dómarar tímabundið í þeirra stað. Tveir dómaranna hafa ekki óskað eftir leyfi til þessa og hefur því ekki verið ráðið í þeirra stað. „Það er eðlilegt að þeir fái tækifæri að meta stöðuna í ljósi þessarar niðurstöðu. Þeir dæma sjálfir sitt hæfi og hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að þeir eru löglega skipaðir,“ segir Áslaug Arna. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um stöðu mála við Landsrétt og ætli svo að meta hvað sé best að gera í framhaldinu. „Ég fer í ríkisstjórn á morgun og ræði stöðuna og síðan þarf að setjast niður með ríkislögmanni og ræða hvernig á að standa að málatilbúnaði fyrir Íslands hönd og það eru svona næstu skref.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu um að taka Landsréttarmálið fyrir. Hún segir eðlilegt að þeir dómarar sem málið nær til og starfa enn við réttinn fái tækifæri til að meta málið í ljósi þessarar ákvörðunar. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Málið á upphaf sitt í kæru manns gegn Íslandi. Maðurinn hafði verið dæmdur í héraðsdómi í 17 mánaða fangelsi fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Málinu var áfrýjaði til Landsréttar og gerði lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, athugasemd við það að einn af þeim sem dæmi átti í málinu hefði verið ólöglega skipaður við réttinn. Þá var farið fram á að dómarinn segði sig frá málinu. Því var hafnað og bæði Landsréttur og Hæstiréttur staðfestu dóminn yfir manninum. Maðurinn kærði þá málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögðu áherslu á að málið færi til yfirdeildar Dómur Mannréttindadómstólsins frá því í mars leiddi til afsagnar Sigríðar og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir við sæti hennar. Ákveðið var að áfrýja niðurstöðunni til yfirdeildar dómstólsins í maí en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við lyklunum að dómsmálaráðuneytinu fyrir helgi. „Við lögðum á það áherslu að málið færi til yfirdeildarinnar og töldum niðurstöðuna ganga of langt. Þannig við fögnum þessu,“ segir Áslaug Arna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur, sem er með þrettán mál af sama grunni fyrir Mannréttindadómstólnum vegna skipan dómara við Landsrétt, segir að ekki liggi ljóst fyrir hvaða þýðingu þessi ákvörðun hefur. „Ég hef hins vegar verið þeirrar skoðunar frá byrjun þessa máls að sú niðurstaða sem undirdeildin komst að sé hin lögfræðilega rétta niðurstaða í málinu og ég ætla að leyfa mér að hafa þá niðurstöðu áfram.“ Önnur mál á bið Hann reiknar með að hin málin verði sett á bið á meðan beðið er eftir niðurstöðu yfirdeildar. Gera má ráð fyrir því að það sé að minnsta kosti ár í hana. „Þetta er yfirgripsmikið og mikilvægt mál sem varðar fleiri heldur en Ísland þannig að ég tel að þetta sé rökrétt niðurstaða.“ Dæma sjálfir sitt hæfi Dómararnir fjórir sem ráðnir voru þvert á álit hæfisnefndar ákváðu að dæma ekki við réttinn eftir dóm Mannréttindadómstólsins í mars. Tveir óskuðu eftir launuðu leyfi til áramóta og voru ráðnir dómarar tímabundið í þeirra stað. Tveir dómaranna hafa ekki óskað eftir leyfi til þessa og hefur því ekki verið ráðið í þeirra stað. „Það er eðlilegt að þeir fái tækifæri að meta stöðuna í ljósi þessarar niðurstöðu. Þeir dæma sjálfir sitt hæfi og hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að þeir eru löglega skipaðir,“ segir Áslaug Arna. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um stöðu mála við Landsrétt og ætli svo að meta hvað sé best að gera í framhaldinu. „Ég fer í ríkisstjórn á morgun og ræði stöðuna og síðan þarf að setjast niður með ríkislögmanni og ræða hvernig á að standa að málatilbúnaði fyrir Íslands hönd og það eru svona næstu skref.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59
Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00