Veðurfræðingur segir útflutning á sorpi ósvinnu Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2019 14:14 Einar Sveinbjörnsson telur herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, þeirri sem Halldóra Geirharðsdóttir talar nú fyrir, afar vafasama. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fisk liggja undir steini nýs átaks sem gengur út á að flytja íslenskt sorp út. Hann segir að þar sé verið að byrja á öfugum enda og reyndar sé um ósvinnu að ræða.Vísir greindi í morgun frá nýju átaki sem er í burðarliðnum, herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, sem gengur út á þá hugmynd að flytja allt sorp út. Talsmaður átaksins er leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir og kynnti hún það í viðtali á Bylgjunni í morgun; áform um að hætta að urða sorp á Íslandi. Einar telur þetta framtak afar vafasamt. Hann segir að hér sé verið að byrja á öfugum enda.Heppileg herferð fyrir Samskip „Jafnvel þó flokkað sé frá og úrgangur endurnýttur enn betur en í dag nemur afgangurinn um 150 þúsund tonnum. Í dag er hann urðaður, magnið er reyndar meira eða 220 þúsund tonn,“ segir Einar í færslu á Facebook í morgun. Og áréttar að hann hafi áður tjáð skoðun sína þess efnis að hann telji „útflutning“ á okkar eigin úrgangi vera „umhverfislega ósvinnu af margvíslegum toga.“ Einar bendir á að það veki athygli að þeir sem virðast kosta herferðina séu einmitt Íslenska Gámafélagið og Samskip. „Þær yrðu margar ferðirnar sem farnar yrðu með sorpgámana í skip Samskip allstaðar að af landinu og margir farmarnir til Svíþjóðar með heil 150 þúsund tonn af úrgangi árlega. Þeir munu græða en við borgum.“ Urðun þarf ekki að vera slæm Einar segir urðun ekki slæma útaf fyrir sig og ef vel er að staðið. En þá þurfi að flokka eiturefni frá og annað sem þykir hagnýtt til endurvinnslu. „Vilji menn brenna sorp, líkt og á Norðurlöndunum gerum við það hér heima, en flytjum ekki okkar eigin úrgang til annara. Þeir geta á hagkvæman virkjað vindinn og sól skorti þar orku,“ segir Einar og bætir við: „Hræddur er ég nú samt um að einmitt þetta verði orðin stefna sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu í sorpmálum jafnvel fyrir lok þessa mánaðar! Munum að finna þarf nýjan stað frá og með næsta eða þar næsta ári ef ég man rétt.“ Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fisk liggja undir steini nýs átaks sem gengur út á að flytja íslenskt sorp út. Hann segir að þar sé verið að byrja á öfugum enda og reyndar sé um ósvinnu að ræða.Vísir greindi í morgun frá nýju átaki sem er í burðarliðnum, herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, sem gengur út á þá hugmynd að flytja allt sorp út. Talsmaður átaksins er leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir og kynnti hún það í viðtali á Bylgjunni í morgun; áform um að hætta að urða sorp á Íslandi. Einar telur þetta framtak afar vafasamt. Hann segir að hér sé verið að byrja á öfugum enda.Heppileg herferð fyrir Samskip „Jafnvel þó flokkað sé frá og úrgangur endurnýttur enn betur en í dag nemur afgangurinn um 150 þúsund tonnum. Í dag er hann urðaður, magnið er reyndar meira eða 220 þúsund tonn,“ segir Einar í færslu á Facebook í morgun. Og áréttar að hann hafi áður tjáð skoðun sína þess efnis að hann telji „útflutning“ á okkar eigin úrgangi vera „umhverfislega ósvinnu af margvíslegum toga.“ Einar bendir á að það veki athygli að þeir sem virðast kosta herferðina séu einmitt Íslenska Gámafélagið og Samskip. „Þær yrðu margar ferðirnar sem farnar yrðu með sorpgámana í skip Samskip allstaðar að af landinu og margir farmarnir til Svíþjóðar með heil 150 þúsund tonn af úrgangi árlega. Þeir munu græða en við borgum.“ Urðun þarf ekki að vera slæm Einar segir urðun ekki slæma útaf fyrir sig og ef vel er að staðið. En þá þurfi að flokka eiturefni frá og annað sem þykir hagnýtt til endurvinnslu. „Vilji menn brenna sorp, líkt og á Norðurlöndunum gerum við það hér heima, en flytjum ekki okkar eigin úrgang til annara. Þeir geta á hagkvæman virkjað vindinn og sól skorti þar orku,“ segir Einar og bætir við: „Hræddur er ég nú samt um að einmitt þetta verði orðin stefna sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu í sorpmálum jafnvel fyrir lok þessa mánaðar! Munum að finna þarf nýjan stað frá og með næsta eða þar næsta ári ef ég man rétt.“
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05