Veðurfræðingur segir útflutning á sorpi ósvinnu Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2019 14:14 Einar Sveinbjörnsson telur herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, þeirri sem Halldóra Geirharðsdóttir talar nú fyrir, afar vafasama. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fisk liggja undir steini nýs átaks sem gengur út á að flytja íslenskt sorp út. Hann segir að þar sé verið að byrja á öfugum enda og reyndar sé um ósvinnu að ræða.Vísir greindi í morgun frá nýju átaki sem er í burðarliðnum, herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, sem gengur út á þá hugmynd að flytja allt sorp út. Talsmaður átaksins er leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir og kynnti hún það í viðtali á Bylgjunni í morgun; áform um að hætta að urða sorp á Íslandi. Einar telur þetta framtak afar vafasamt. Hann segir að hér sé verið að byrja á öfugum enda.Heppileg herferð fyrir Samskip „Jafnvel þó flokkað sé frá og úrgangur endurnýttur enn betur en í dag nemur afgangurinn um 150 þúsund tonnum. Í dag er hann urðaður, magnið er reyndar meira eða 220 þúsund tonn,“ segir Einar í færslu á Facebook í morgun. Og áréttar að hann hafi áður tjáð skoðun sína þess efnis að hann telji „útflutning“ á okkar eigin úrgangi vera „umhverfislega ósvinnu af margvíslegum toga.“ Einar bendir á að það veki athygli að þeir sem virðast kosta herferðina séu einmitt Íslenska Gámafélagið og Samskip. „Þær yrðu margar ferðirnar sem farnar yrðu með sorpgámana í skip Samskip allstaðar að af landinu og margir farmarnir til Svíþjóðar með heil 150 þúsund tonn af úrgangi árlega. Þeir munu græða en við borgum.“ Urðun þarf ekki að vera slæm Einar segir urðun ekki slæma útaf fyrir sig og ef vel er að staðið. En þá þurfi að flokka eiturefni frá og annað sem þykir hagnýtt til endurvinnslu. „Vilji menn brenna sorp, líkt og á Norðurlöndunum gerum við það hér heima, en flytjum ekki okkar eigin úrgang til annara. Þeir geta á hagkvæman virkjað vindinn og sól skorti þar orku,“ segir Einar og bætir við: „Hræddur er ég nú samt um að einmitt þetta verði orðin stefna sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu í sorpmálum jafnvel fyrir lok þessa mánaðar! Munum að finna þarf nýjan stað frá og með næsta eða þar næsta ári ef ég man rétt.“ Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fisk liggja undir steini nýs átaks sem gengur út á að flytja íslenskt sorp út. Hann segir að þar sé verið að byrja á öfugum enda og reyndar sé um ósvinnu að ræða.Vísir greindi í morgun frá nýju átaki sem er í burðarliðnum, herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, sem gengur út á þá hugmynd að flytja allt sorp út. Talsmaður átaksins er leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir og kynnti hún það í viðtali á Bylgjunni í morgun; áform um að hætta að urða sorp á Íslandi. Einar telur þetta framtak afar vafasamt. Hann segir að hér sé verið að byrja á öfugum enda.Heppileg herferð fyrir Samskip „Jafnvel þó flokkað sé frá og úrgangur endurnýttur enn betur en í dag nemur afgangurinn um 150 þúsund tonnum. Í dag er hann urðaður, magnið er reyndar meira eða 220 þúsund tonn,“ segir Einar í færslu á Facebook í morgun. Og áréttar að hann hafi áður tjáð skoðun sína þess efnis að hann telji „útflutning“ á okkar eigin úrgangi vera „umhverfislega ósvinnu af margvíslegum toga.“ Einar bendir á að það veki athygli að þeir sem virðast kosta herferðina séu einmitt Íslenska Gámafélagið og Samskip. „Þær yrðu margar ferðirnar sem farnar yrðu með sorpgámana í skip Samskip allstaðar að af landinu og margir farmarnir til Svíþjóðar með heil 150 þúsund tonn af úrgangi árlega. Þeir munu græða en við borgum.“ Urðun þarf ekki að vera slæm Einar segir urðun ekki slæma útaf fyrir sig og ef vel er að staðið. En þá þurfi að flokka eiturefni frá og annað sem þykir hagnýtt til endurvinnslu. „Vilji menn brenna sorp, líkt og á Norðurlöndunum gerum við það hér heima, en flytjum ekki okkar eigin úrgang til annara. Þeir geta á hagkvæman virkjað vindinn og sól skorti þar orku,“ segir Einar og bætir við: „Hræddur er ég nú samt um að einmitt þetta verði orðin stefna sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu í sorpmálum jafnvel fyrir lok þessa mánaðar! Munum að finna þarf nýjan stað frá og með næsta eða þar næsta ári ef ég man rétt.“
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05