Áslaug vill verða ritari Sjálfstæðisflokksins Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2019 11:29 Áslaug Hulda Jónsdóttir aðsend Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs í Garðabæ hefur ákveðið að gefa kost á sér sem ritari Sjálfstæðisflokksins í kjörinu sem fram fer á flokksráðsfundinum þann 14. september. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það sé flokknum nauðsynlegt að í forystu hans sé fulltrúi sveitarstjórnarstigsins. Stórir og mikilvægir málaflokkar eru undir og þá hafa einnig margir af stærstu sigrum flokksins unnist í einstökum sveitarfélögum. Þar liggur okkar sterka grasrót og að henni þarf að hlúa vel. Ég hef skipað 1. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í síðustu þremur sveitarstjórnarkosningum, þ.m.t. í síðustu kosningum þegar flokkurinn landaði sinni bestu niðurstöðu og fékk 62% fylgi og átta bæjarfulltrúa af ellefu í bæjarstjórn. Það var um leið besta niðurstaða Sjálfstæðisflokksins á landinu. Slíkur árangur næst ekki af sjálfu sér í sívaxandi bæjarfélagi og ég tel mig hafa margt fram að færa í forystu Sjálfstæðisflokksins,” er haft eftir Áslaugu Huldu Jónsdóttur í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna framboðs hennar. Áslaug Hulda býr að áralangri reynslu úr starfi Sjálfstæðisflokksins og vettvangi sveitarstjórnar sem formaður bæjarráðs, forseti bæjarstjórnar, bæjarfulltrúi, aðstoðarmaður ráðherra, kosningastjóri í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum auk annarra trúnaðarstarfa. „Ég trúi að flokkurinn eigi mikið inni hjá kjósendum um allt land. Það er hlutverk kraftmikillar forystu flokksins að virkja almennilega sem flesta flokksmenn til að uppskera sem mest,” segir Áslaug. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur einnig hefið kost á sér sem ritari flokksins. Núverandi ritari, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, var nýverið skipuð dómsmálaráðherra, en samkvæmt reglum flokksins getur hún ekki gengt ráðherrastöðu og setið sem ritari flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs í Garðabæ hefur ákveðið að gefa kost á sér sem ritari Sjálfstæðisflokksins í kjörinu sem fram fer á flokksráðsfundinum þann 14. september. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það sé flokknum nauðsynlegt að í forystu hans sé fulltrúi sveitarstjórnarstigsins. Stórir og mikilvægir málaflokkar eru undir og þá hafa einnig margir af stærstu sigrum flokksins unnist í einstökum sveitarfélögum. Þar liggur okkar sterka grasrót og að henni þarf að hlúa vel. Ég hef skipað 1. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í síðustu þremur sveitarstjórnarkosningum, þ.m.t. í síðustu kosningum þegar flokkurinn landaði sinni bestu niðurstöðu og fékk 62% fylgi og átta bæjarfulltrúa af ellefu í bæjarstjórn. Það var um leið besta niðurstaða Sjálfstæðisflokksins á landinu. Slíkur árangur næst ekki af sjálfu sér í sívaxandi bæjarfélagi og ég tel mig hafa margt fram að færa í forystu Sjálfstæðisflokksins,” er haft eftir Áslaugu Huldu Jónsdóttur í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna framboðs hennar. Áslaug Hulda býr að áralangri reynslu úr starfi Sjálfstæðisflokksins og vettvangi sveitarstjórnar sem formaður bæjarráðs, forseti bæjarstjórnar, bæjarfulltrúi, aðstoðarmaður ráðherra, kosningastjóri í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum auk annarra trúnaðarstarfa. „Ég trúi að flokkurinn eigi mikið inni hjá kjósendum um allt land. Það er hlutverk kraftmikillar forystu flokksins að virkja almennilega sem flesta flokksmenn til að uppskera sem mest,” segir Áslaug. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur einnig hefið kost á sér sem ritari flokksins. Núverandi ritari, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, var nýverið skipuð dómsmálaráðherra, en samkvæmt reglum flokksins getur hún ekki gengt ráðherrastöðu og setið sem ritari flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35