Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2019 10:05 Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, er talsmaður átaksins. fréttablaðið/eyþór Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. Átakið verður í gangi út septembermánuð og í lok þess verður áskorun og listi með þeim undirskriftum sem safnast hafa afhentur stjórnvöldum. Í tilkynningu segir að búið sé að opna nýjan vef, finnumlausnir.is, þar sem fólk getur kynnt sér málið og skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að banna urðun sorps. „Hér á landi eru á hverju ári urðuð nálægt 220 þúsund tonn af sorpi. Um er að ræða gríðarlegt vandamál sem Íslendingum ber skylda að finna lausn á og stöðva. Urðun í slíku magni hefur slæm áhrif á jarðgæði og loftgæði og er í eðli sínu slæm nýting á takmörkuðum auðlindum jarðarinnar. Sorp getur verið margar aldir að brotna niður. Á vefnum finnumlausnir.is er að finna margvíslegar upplýsingar um neikvæð áhrif urðunar sorps og mögulegar lausnir á vandamálinu,“ segir í tilkynningu. Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, er talsmaður átaksins og Íslenska gámafélagið leiðir átakið. Með því vill fyrirtækið stuðla að skilvirkari og umhverfisvænni leiðum við endurvinnslu og förgun, þar sem verði hætt að líta á rusl sem úrgang heldur fremur hráefni sem má nýta. Rætt var við Halldóru í Bítinu á Bylgjunni í morgun um átakið og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í tilkynningu er svo haft eftir henni að ekki sé hægt að finna lausnir nema byrjað sé að leita að þeim. „Fyrsta skrefið er að ákveða að núverandi ástand geti ekki varað lengur. Staðreyndin er að nú þegar eru þær lausnir til staðar sem duga til að stöðva urðun alfarið á skömmum tíma. Við viljum gefa fólki færi á að senda stjórnvöldum skýr skilaboð um að líta beri á sorp sem auðlind, ekki vandamál. Með réttu hugarfari finnum við lausnir sem henta hverju sinni. Og með samstilltu átaki getum við hvatt stjórnvöld til að stöðva urðun.“ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. Átakið verður í gangi út septembermánuð og í lok þess verður áskorun og listi með þeim undirskriftum sem safnast hafa afhentur stjórnvöldum. Í tilkynningu segir að búið sé að opna nýjan vef, finnumlausnir.is, þar sem fólk getur kynnt sér málið og skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að banna urðun sorps. „Hér á landi eru á hverju ári urðuð nálægt 220 þúsund tonn af sorpi. Um er að ræða gríðarlegt vandamál sem Íslendingum ber skylda að finna lausn á og stöðva. Urðun í slíku magni hefur slæm áhrif á jarðgæði og loftgæði og er í eðli sínu slæm nýting á takmörkuðum auðlindum jarðarinnar. Sorp getur verið margar aldir að brotna niður. Á vefnum finnumlausnir.is er að finna margvíslegar upplýsingar um neikvæð áhrif urðunar sorps og mögulegar lausnir á vandamálinu,“ segir í tilkynningu. Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, er talsmaður átaksins og Íslenska gámafélagið leiðir átakið. Með því vill fyrirtækið stuðla að skilvirkari og umhverfisvænni leiðum við endurvinnslu og förgun, þar sem verði hætt að líta á rusl sem úrgang heldur fremur hráefni sem má nýta. Rætt var við Halldóru í Bítinu á Bylgjunni í morgun um átakið og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í tilkynningu er svo haft eftir henni að ekki sé hægt að finna lausnir nema byrjað sé að leita að þeim. „Fyrsta skrefið er að ákveða að núverandi ástand geti ekki varað lengur. Staðreyndin er að nú þegar eru þær lausnir til staðar sem duga til að stöðva urðun alfarið á skömmum tíma. Við viljum gefa fólki færi á að senda stjórnvöldum skýr skilaboð um að líta beri á sorp sem auðlind, ekki vandamál. Með réttu hugarfari finnum við lausnir sem henta hverju sinni. Og með samstilltu átaki getum við hvatt stjórnvöld til að stöðva urðun.“
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira